Erlent

Fangelsisdómur fyrrverandi forseta Brasilíu tvöfaldaður

Kjartan Kjartansson skrifar
Dæmdir menn fá oft reynslulausn eftir að þeir hafa afplánað þriðjung fangelsisdóms í Brasilíu. Lula gæti nú ekki losnað fyrr en eftir átta ár í stað fjögurra.
Dæmdir menn fá oft reynslulausn eftir að þeir hafa afplánað þriðjung fangelsisdóms í Brasilíu. Lula gæti nú ekki losnað fyrr en eftir átta ár í stað fjögurra. Vísir/EPA
Dómstóll í Brasilíu hefur dæmt Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseta landsins, í tólf ára og ellefu mánaða fangelsi fyrir spillingu. Lula afplánar fyrir tólf ára dóm. Lögmenn hans segja að hann ætli að áfrýja dómnum.Í dómnum yfir Lula kemur fram byggingarveldið OAS hafi gert verulegar endurbætur á sveitasetri þar sem Lula var tíður gestur. Fyrirtækið er í miðpunkti meiriháttar spillingarmáls. Lula hefur neitað allri sök og fullyrði að hann hafi ekki átt húsið. Dómarinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Lula hafi notað húsið meira en eigandinn og hefði skipað fyrir um framkvæmdirnar.„Ákærði fékk þessi óréttmætu hlunnindi í krafti embættis síns sem forseti lýðveldisins sem menn krefja um fyrirmyndarhegðun,“ sagði í dómsorði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Lula, sem er 73 ára gamall, telur að málin gegn honum sé runnin undan rifjum pólitískra andstæðinga. Þeim hafi verið ætlað að koma í veg fyrir að hann byði sig fram til forseta aftur.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.