Erlent

Lula með forystu í könnunum þrátt fyrir spillingardóm

Kjartan Kjartansson skrifar
Margir stuðningsmenn Lula halda enn tryggð við hann þrátt fyrir spillingardóminn.
Margir stuðningsmenn Lula halda enn tryggð við hann þrátt fyrir spillingardóminn. Vísir/EPA

Skoðanakannanir í Brasilíu benda til þess að Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti landsins, hafi aukið forskot sitt á mótherja sína fyrir forsetakosningar sem fara fram í október. Lula situr nú í fangelsi sakaður um spillingu í embætti.

Búist er við því að kjörstjórn Brasilíu banni Lula að bjóða sig fram vegna dóms sem hann hlaut fyrir spillingu í janúar. Lula var forseti Brasilíu frá 2003 til 2011. Hann var sakfelldur fyrir að hafa þegið mútur frá verktakafyrirtæki þegar hann sat í embætti. Á móti hafi verktakafyrirtækið fengið ábatasama samninga við ríkisolíufyrirtækið Petrobras.

Reuters-fréttastofan segir að þrátt fyrir það hafi Lula aukið forskot sitt í skoðanakönnunum um næstum því fimm prósentustig. Samkvæmt þeim stæði hann uppi sem sigurvegari forsetakosninganna fengi hann að bjóða sig fram.

Lula mælist nú með 37,3% fylgi. Jair Bolsonaro, leiðtogi hægrimanna, kemst næst Lula með 18,3%.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.