Bretland gengur ekki úr ESB í næstu viku Atli Ísleifsson skrifar 21. mars 2019 22:47 Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, segir í tísti að Evrópusambandið muni halda áfram undirbúningi fyrir því að Bretar yfirgefi sambandið án samnings. Getty/Sean Gallup Leiðtogar aðildarríkja ESB hafa sammælst um viðbrögð við beiðni Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að fresta útgöngu Bretlands úr sambandinu. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í kvöld að ESB hafi boðið Bretum að fresta útgöngunni frá 29. mars til 22. maí, svo fremi sem breska þingið samþykki útgöngusamninginn í næstu viku. Fari svo að samningurinn verði felldur í breska þinginu í næstu viku frestist útgangan til 12. apríl. Hefur Tusk staðfest að May hafi samþykkt skilmálana. Leiðtogaráð Evrópusambandsins kom saman til fundar í Brussel í morgun og hafa viðræður staðið í allan dag. May greindi frá því í gær að hún hafi formlega beðið um að útgöngunni yrði frestað til 30. júní. Nú er hins vegar ljóst að frestur sá sem ESB býður Bretum er mun styttri. Skýrist það af því að kosningar til Evrópuþingsins fara fram dagana 23. til 26. maí. Donald Tusk segir í tísti að Evrópusambandið muni halda áfram undirbúningi fyrir því að Bretar yfirgefi sambandið án samnings.EU27 responds to UK requests in a positive spirit and: agrees to Art. 50 extension until 22 May if Withdrawal Agreement approved next week if not agreed next week then extension until 12 April approves ‘Strasbourg Agreement’ continues no-deal preparations — Donald Tusk (@eucopresident) March 21, 2019May ávarpaði þjóð sína frá Downingstræti í gærkvöldi þar sem hún varpaði ábyrgðinni á herðar þingmanna að enn hafi ekki tekist að leysa úr málum er varða útgönguna. Sagðist May skilja afstöðu afstöðu almennings sem hafi fengið sig fullsaddan af deilum stjórnmálamanna um útgönguna. Þá sagðist forsætisráðherrann ekki vilja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þar sem breska þjóðin hafi nú þegar sagt sína skoðun.LIVE NOW - my remarks following the #EUCO working session on #Brexithttps://t.co/42y3hI5Z8p — Donald Tusk (@eucopresident) March 21, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Gætu boðið Bretum frestun á útgöngu til 22. maí Leiðtogaráð ESB vill ekki fresta útgöngu Bretlands fram yfir kosningar til Evrópuþingsins í maí. 21. mars 2019 18:12 Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Leiðtogar aðildarríkja ESB hafa sammælst um viðbrögð við beiðni Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að fresta útgöngu Bretlands úr sambandinu. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í kvöld að ESB hafi boðið Bretum að fresta útgöngunni frá 29. mars til 22. maí, svo fremi sem breska þingið samþykki útgöngusamninginn í næstu viku. Fari svo að samningurinn verði felldur í breska þinginu í næstu viku frestist útgangan til 12. apríl. Hefur Tusk staðfest að May hafi samþykkt skilmálana. Leiðtogaráð Evrópusambandsins kom saman til fundar í Brussel í morgun og hafa viðræður staðið í allan dag. May greindi frá því í gær að hún hafi formlega beðið um að útgöngunni yrði frestað til 30. júní. Nú er hins vegar ljóst að frestur sá sem ESB býður Bretum er mun styttri. Skýrist það af því að kosningar til Evrópuþingsins fara fram dagana 23. til 26. maí. Donald Tusk segir í tísti að Evrópusambandið muni halda áfram undirbúningi fyrir því að Bretar yfirgefi sambandið án samnings.EU27 responds to UK requests in a positive spirit and: agrees to Art. 50 extension until 22 May if Withdrawal Agreement approved next week if not agreed next week then extension until 12 April approves ‘Strasbourg Agreement’ continues no-deal preparations — Donald Tusk (@eucopresident) March 21, 2019May ávarpaði þjóð sína frá Downingstræti í gærkvöldi þar sem hún varpaði ábyrgðinni á herðar þingmanna að enn hafi ekki tekist að leysa úr málum er varða útgönguna. Sagðist May skilja afstöðu afstöðu almennings sem hafi fengið sig fullsaddan af deilum stjórnmálamanna um útgönguna. Þá sagðist forsætisráðherrann ekki vilja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þar sem breska þjóðin hafi nú þegar sagt sína skoðun.LIVE NOW - my remarks following the #EUCO working session on #Brexithttps://t.co/42y3hI5Z8p — Donald Tusk (@eucopresident) March 21, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Gætu boðið Bretum frestun á útgöngu til 22. maí Leiðtogaráð ESB vill ekki fresta útgöngu Bretlands fram yfir kosningar til Evrópuþingsins í maí. 21. mars 2019 18:12 Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Gætu boðið Bretum frestun á útgöngu til 22. maí Leiðtogaráð ESB vill ekki fresta útgöngu Bretlands fram yfir kosningar til Evrópuþingsins í maí. 21. mars 2019 18:12
Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43