Samþykktu samhljóða að krefjast birtingar Mueller-skýrslunnar Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2019 16:16 Rannsókn Roberts Muellers hefur nú staðið yfir í tæp tvö ár. Vísir/EPA Þingmenn beggja flokka í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddu atkvæði með því að krefjast þess af dómsmálaráðuneytinu að það birti skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, í dag. Talið er að rannsókn Mueller, sem hann tók við í maí árið 2017, ljúki á næstu vikum. Politico greindi frá því í dag að einn nánasti samstarfsmaður hans, saksóknarinnar Andrew Weissman, láti brátt af störfum fyrir embættið. Það sé til marks um að rannsóknin sé á lokametrunum. Samkvæmt lögum um sérstaka rannsakendur á Mueller að skila dómsmálaráðuneytinu trúnaðarskýrslu um rannsóknina og þær ákvarðanir sem hann tók, bæði um hvers vegna ákveðið var að ákæra tiltekna einstaklinga og hvers vegna aðrir voru ekki ákærðir. Það er hins vegar í höndum dómsmálaráðherrans hvort skýrslan verður gerð opinber að hluta eða í heild. Trump forseti skipaði nýlega William Barr sem dómsmálaráðherra. Hann hefur sagst ætla að vera eins gegnsær með rannsóknina og lög leyfa honum. Mögulegt er því að hann myndi ekki birta skýrsluna í heild, meðal annars vegna persónuverndarsjónarmiða þeirra sem ekki voru ákærðir en voru rannsakaðir. Atkvæðagreiðslan í fulltrúadeildinni í dag er talin tilraun demókrata, sem eru með meirihluta í deildinni, til þess að setja þrýsting á ráðherrann um að birta skýrsluna þegar að því kemur. New York Times segir að repúblikanar í deildinni hafi sagt ályktunina tilgangslausa en að þeir hafi ekki viljað greiða atkvæði gegn henni. Þannig var ályktunin samþykkt með 420 atkvæðum gegn engu. Hún felur í sér að ráðuneytið veiti bæði þinginu og almenningi aðgang að skýrslunni þegar hún verður tilbúin. Ályktunin er ekki lagalega bindandi fyrir dómsmálaráðherrann. Ólíklegt er talið að sambærileg ályktun verði borin upp í öldungadeildinni þar sem repúblikanar fara með meirihluta. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Þingmenn beggja flokka í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddu atkvæði með því að krefjast þess af dómsmálaráðuneytinu að það birti skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, í dag. Talið er að rannsókn Mueller, sem hann tók við í maí árið 2017, ljúki á næstu vikum. Politico greindi frá því í dag að einn nánasti samstarfsmaður hans, saksóknarinnar Andrew Weissman, láti brátt af störfum fyrir embættið. Það sé til marks um að rannsóknin sé á lokametrunum. Samkvæmt lögum um sérstaka rannsakendur á Mueller að skila dómsmálaráðuneytinu trúnaðarskýrslu um rannsóknina og þær ákvarðanir sem hann tók, bæði um hvers vegna ákveðið var að ákæra tiltekna einstaklinga og hvers vegna aðrir voru ekki ákærðir. Það er hins vegar í höndum dómsmálaráðherrans hvort skýrslan verður gerð opinber að hluta eða í heild. Trump forseti skipaði nýlega William Barr sem dómsmálaráðherra. Hann hefur sagst ætla að vera eins gegnsær með rannsóknina og lög leyfa honum. Mögulegt er því að hann myndi ekki birta skýrsluna í heild, meðal annars vegna persónuverndarsjónarmiða þeirra sem ekki voru ákærðir en voru rannsakaðir. Atkvæðagreiðslan í fulltrúadeildinni í dag er talin tilraun demókrata, sem eru með meirihluta í deildinni, til þess að setja þrýsting á ráðherrann um að birta skýrsluna þegar að því kemur. New York Times segir að repúblikanar í deildinni hafi sagt ályktunina tilgangslausa en að þeir hafi ekki viljað greiða atkvæði gegn henni. Þannig var ályktunin samþykkt með 420 atkvæðum gegn engu. Hún felur í sér að ráðuneytið veiti bæði þinginu og almenningi aðgang að skýrslunni þegar hún verður tilbúin. Ályktunin er ekki lagalega bindandi fyrir dómsmálaráðherrann. Ólíklegt er talið að sambærileg ályktun verði borin upp í öldungadeildinni þar sem repúblikanar fara með meirihluta.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira