Erlent

Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum

Kjartan Kjartansson skrifar
Trudeau hefur legið undir mikilli gagnrýni vegna meintra afskipta sinna af rannsókn á stórfyrirtæki.
Trudeau hefur legið undir mikilli gagnrýni vegna meintra afskipta sinna af rannsókn á stórfyrirtæki. Vísir/EPA
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist ekki hafa þrýst á fyrrverandi dómsmálaráðherra með því að ræða við hann um rannsókn á stóru verkfræðifyrirtæki. Hann viðurkennir þó að hafa gert mistök með því að gera sér ekki grein fyrir því hvernig það gæti „eytt trausti“ á milli hans og ráðherrans.

Jody Wilson-Raybould sagði af sér sem dómsmálaráðherra og sagði að ráðuneyti Trudeau hefði beitt hana þrýstingi í tengslum við rannsókn á meintu misferli SNC-Lavalin, eins stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtæki heims. Tveir háttsettir ráðherrar til viðbótar hafa sagt af sér vegna málsins.

Trudeau fullyrti í dag að ekkert saknæmt hefði átt sér stað í meðferð ríkisstjórnar hans á máli fyrirtækisins sem hefur verið sakað um að greiða mútur til að hljóta verk í Líbíu í tíð Múammars Gaddafi, fyrrverandi leiðtoga landsins.

„Ég get endurtekið og fullvissað Kanadamenn um að engir brestir hafa orðið í kerfinu okkar, réttarríkinu, í heilindum stofnana okkar,“ sagði forsætisráðherrann.

Wilson-Raybould hefur sagt að hún hafi upplifað þrýsting frá Trudeau og ráðgjöfum hans um að gera sátt við SNC-Lavalin til að binda enda á rannsóknina. Á fundum hafi þeir ítrekað talað um hættuna á að störf gætu tapast og mögulegar pólitískar afleiðingar réttarhalda, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×