Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2019 22:46 Sjálfstæð rannsóknarnefnd hagsmunaárekstra og siðamála í Kanada skoðar nú ásakanir á hendur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, um að hann hafi á ólögmætan hátt komið að því að forða verkfræðistofu frá málaferlum. Í síðustu viku birtust fregnir þar sem fullyrt var að Trudeau hafi staðið fyrir inngripi í mál verkfræðistofunnar SNC-Lavalin sem grunuð var um brotastarfsemi. Mál verkfræðistofunnar snerist um að fyrrum yfirmenn hennar eiga að hafa gerst sekir um mútugreiðslur í viðleitni til þess að fá réttinn að verkefnum í Líbíu á stjórnartíð Muammars Gaddafi, en hann var settur af árið 2011. Kanadíski miðillinn Globe and Mail hefur fjallað um mál forsætisráðherrans en sjálfur hefur Trudeau neitað ásökununum alfarið og sagst fagna því að möguleg brot opinberra starfsmanna í starfi séu rannsökuð. Vísar Globe and Mail í ónafngreinda heimildarmenn í umfjöllun sinni um málið en þar segir að Trudeau hafi beðið þáverandi dómsmálaráðherra Kanada, Jody Wilson-Raybould um að grípa inn í málaferli á hendur SNC-Lavalin. Verkfræðistofan hefur reynt að fá málaferlin stöðvuð á þeim grundvelli að síðan múturnar eigi að hafa átt sér stað hafi margt breyst innan fyrirtækisins og það reyni nú eftir fremsta megni að „viðhalda yfirburðum í stjórnarháttum og heilindum.“ Stofan hafði vonast til þess að ná samningum við sækjendur í málinu í stað dómsmáls á þessum forsendum, en sú ákvörðun þarf að vera samþykkt af dómsmálaráðherranum. Trudeau tjáði sig við fjölmiðla í dag þar sem hann viðurkenndi að hafa átt samtal við dómsmálaráðherrann um málið síðastliðið haust, en þar hafi hann sagt henni að allar ákvarðanir sem hún kynni að taka í málinu „væru alfarið undir henni komnar.“ Wilson-Raybould var í síðasta mánuði færð úr stöðu dómsmálaráðherra yfir í stöðu ráðherra málefna fyrrum hermanna en margir hafa litið á það sem útspil Trudeau til þess að sópa málinu undir teppi. Kanada Líbía Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira
Sjálfstæð rannsóknarnefnd hagsmunaárekstra og siðamála í Kanada skoðar nú ásakanir á hendur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, um að hann hafi á ólögmætan hátt komið að því að forða verkfræðistofu frá málaferlum. Í síðustu viku birtust fregnir þar sem fullyrt var að Trudeau hafi staðið fyrir inngripi í mál verkfræðistofunnar SNC-Lavalin sem grunuð var um brotastarfsemi. Mál verkfræðistofunnar snerist um að fyrrum yfirmenn hennar eiga að hafa gerst sekir um mútugreiðslur í viðleitni til þess að fá réttinn að verkefnum í Líbíu á stjórnartíð Muammars Gaddafi, en hann var settur af árið 2011. Kanadíski miðillinn Globe and Mail hefur fjallað um mál forsætisráðherrans en sjálfur hefur Trudeau neitað ásökununum alfarið og sagst fagna því að möguleg brot opinberra starfsmanna í starfi séu rannsökuð. Vísar Globe and Mail í ónafngreinda heimildarmenn í umfjöllun sinni um málið en þar segir að Trudeau hafi beðið þáverandi dómsmálaráðherra Kanada, Jody Wilson-Raybould um að grípa inn í málaferli á hendur SNC-Lavalin. Verkfræðistofan hefur reynt að fá málaferlin stöðvuð á þeim grundvelli að síðan múturnar eigi að hafa átt sér stað hafi margt breyst innan fyrirtækisins og það reyni nú eftir fremsta megni að „viðhalda yfirburðum í stjórnarháttum og heilindum.“ Stofan hafði vonast til þess að ná samningum við sækjendur í málinu í stað dómsmáls á þessum forsendum, en sú ákvörðun þarf að vera samþykkt af dómsmálaráðherranum. Trudeau tjáði sig við fjölmiðla í dag þar sem hann viðurkenndi að hafa átt samtal við dómsmálaráðherrann um málið síðastliðið haust, en þar hafi hann sagt henni að allar ákvarðanir sem hún kynni að taka í málinu „væru alfarið undir henni komnar.“ Wilson-Raybould var í síðasta mánuði færð úr stöðu dómsmálaráðherra yfir í stöðu ráðherra málefna fyrrum hermanna en margir hafa litið á það sem útspil Trudeau til þess að sópa málinu undir teppi.
Kanada Líbía Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira