Manning send í fangelsi fyrir að neita að bera vitni gegn Wikileaks Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2019 15:43 Manning ræddi við fjölmiðla fyrir utan dómshúsið í Alexandria í Virginíu í vikunni. AP/Matthew Barakat Chelsea Manning hefur verið dæmd í fangelsi fyrir að neita að bera vitni í rannsókn sem snýr að Wikileaks. Manning er fyrrverandi hermaður sem var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2010 fyrir að leka leynilegum gögnum til Wikileaks. Þegar hún var handtekin árið 2010 gekk hún undir nafninu Bradley Manning og hefur hún verið vistuð í herfangelsi í Fort Leavenworth. Þar fór hún í kynleiðréttingu. Hún reyndi tvisvar sinnum að fremja sjálfsvíg í fangelsi og Barack Obama, fyrrverandi forseti, stytti dóm hennar svo hún slapp úr fangelsi árið 2017. Annars hefði hún þurft að sitja inni til ársins 2045. Manning var kölluð fyrir dómara þar sem hún sagðist ekki ætla að bera vitni gegn Wikileaks og að hún myndi sætta sig við hvaða refsingu sem dómarinn teldi við hæfi. Hún sagðist þar að auki hafa gefið allar þær upplýsingar sem hún bjó yfir þegar réttað var yfir henni á sínum tíma. Dómarinn sagði að hún myndi sitja í fangelsi þar til hún ákveður að bera vitni eða þar til hópur kviðdómenda, svokallaður Grand jury, lýkur störfum sínum. Kviðdómur (e. grand jury) af þessu tagi leggur mat á hvort að saksóknarar hafi nægilega sterkt mál í höndunum til að gefa út ákærur. Bandaríkin WikiLeaks Tengdar fréttir Rannsaka lekann til WikiLeaks Gögn frá WikiLeaks, Vault 7, benda til þess að leyniþjónusta Bandaríkjanna nýti sér öryggisgalla í snjalltækjum til að fylgjast með notendum. CIA vill ekki svara fyrir lekann. FBI leitar að uppruna lekans. 9. mars 2017 07:00 Repúblikanar æfir vegna styttingar á dómi Chelsea Manning Barack Obama stytti í gær dóm Chelsea Manning og mun hún losna úr fangelsi þann 17. maí næstkomandi í stað þess að losna út árið 2045. 18. janúar 2017 08:32 Chelsea Manning dæmd í 14 daga einangrun vegna sjálfsmorðstilraunar Manning reyndi að svipta sig í lífi í sumar og verður refsað af fangelsisyfirvöldum vegna tilraunarinnar. 25. september 2016 22:10 Manning þakkaði Obama í fyrsta viðtalinu Uppljóstrarinn Chelsea Manning kom fram í viðtali við ABC News í gær. 10. júní 2017 07:00 Chelsea Manning birtir mynd af fyrstu skrefunum handan fangelsisveggjanna „Fyrstu frjálsu skrefin,“ segir Chelsea Manning bæði á Twitter og Instagram þar sem hún birtir mynd af Converse-skónum sínum á parketgólfi. 17. maí 2017 14:45 Manning varð himinlifandi vegna birtingar WikiLeaks á Íslandsgögnum Chelsea Manning rifjar upp gagnaleka sína í ítarlegu viðtali við New York Times sem birtist í gær. 13. júní 2017 10:28 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Chelsea Manning hefur verið dæmd í fangelsi fyrir að neita að bera vitni í rannsókn sem snýr að Wikileaks. Manning er fyrrverandi hermaður sem var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2010 fyrir að leka leynilegum gögnum til Wikileaks. Þegar hún var handtekin árið 2010 gekk hún undir nafninu Bradley Manning og hefur hún verið vistuð í herfangelsi í Fort Leavenworth. Þar fór hún í kynleiðréttingu. Hún reyndi tvisvar sinnum að fremja sjálfsvíg í fangelsi og Barack Obama, fyrrverandi forseti, stytti dóm hennar svo hún slapp úr fangelsi árið 2017. Annars hefði hún þurft að sitja inni til ársins 2045. Manning var kölluð fyrir dómara þar sem hún sagðist ekki ætla að bera vitni gegn Wikileaks og að hún myndi sætta sig við hvaða refsingu sem dómarinn teldi við hæfi. Hún sagðist þar að auki hafa gefið allar þær upplýsingar sem hún bjó yfir þegar réttað var yfir henni á sínum tíma. Dómarinn sagði að hún myndi sitja í fangelsi þar til hún ákveður að bera vitni eða þar til hópur kviðdómenda, svokallaður Grand jury, lýkur störfum sínum. Kviðdómur (e. grand jury) af þessu tagi leggur mat á hvort að saksóknarar hafi nægilega sterkt mál í höndunum til að gefa út ákærur.
Bandaríkin WikiLeaks Tengdar fréttir Rannsaka lekann til WikiLeaks Gögn frá WikiLeaks, Vault 7, benda til þess að leyniþjónusta Bandaríkjanna nýti sér öryggisgalla í snjalltækjum til að fylgjast með notendum. CIA vill ekki svara fyrir lekann. FBI leitar að uppruna lekans. 9. mars 2017 07:00 Repúblikanar æfir vegna styttingar á dómi Chelsea Manning Barack Obama stytti í gær dóm Chelsea Manning og mun hún losna úr fangelsi þann 17. maí næstkomandi í stað þess að losna út árið 2045. 18. janúar 2017 08:32 Chelsea Manning dæmd í 14 daga einangrun vegna sjálfsmorðstilraunar Manning reyndi að svipta sig í lífi í sumar og verður refsað af fangelsisyfirvöldum vegna tilraunarinnar. 25. september 2016 22:10 Manning þakkaði Obama í fyrsta viðtalinu Uppljóstrarinn Chelsea Manning kom fram í viðtali við ABC News í gær. 10. júní 2017 07:00 Chelsea Manning birtir mynd af fyrstu skrefunum handan fangelsisveggjanna „Fyrstu frjálsu skrefin,“ segir Chelsea Manning bæði á Twitter og Instagram þar sem hún birtir mynd af Converse-skónum sínum á parketgólfi. 17. maí 2017 14:45 Manning varð himinlifandi vegna birtingar WikiLeaks á Íslandsgögnum Chelsea Manning rifjar upp gagnaleka sína í ítarlegu viðtali við New York Times sem birtist í gær. 13. júní 2017 10:28 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Rannsaka lekann til WikiLeaks Gögn frá WikiLeaks, Vault 7, benda til þess að leyniþjónusta Bandaríkjanna nýti sér öryggisgalla í snjalltækjum til að fylgjast með notendum. CIA vill ekki svara fyrir lekann. FBI leitar að uppruna lekans. 9. mars 2017 07:00
Repúblikanar æfir vegna styttingar á dómi Chelsea Manning Barack Obama stytti í gær dóm Chelsea Manning og mun hún losna úr fangelsi þann 17. maí næstkomandi í stað þess að losna út árið 2045. 18. janúar 2017 08:32
Chelsea Manning dæmd í 14 daga einangrun vegna sjálfsmorðstilraunar Manning reyndi að svipta sig í lífi í sumar og verður refsað af fangelsisyfirvöldum vegna tilraunarinnar. 25. september 2016 22:10
Manning þakkaði Obama í fyrsta viðtalinu Uppljóstrarinn Chelsea Manning kom fram í viðtali við ABC News í gær. 10. júní 2017 07:00
Chelsea Manning birtir mynd af fyrstu skrefunum handan fangelsisveggjanna „Fyrstu frjálsu skrefin,“ segir Chelsea Manning bæði á Twitter og Instagram þar sem hún birtir mynd af Converse-skónum sínum á parketgólfi. 17. maí 2017 14:45
Manning varð himinlifandi vegna birtingar WikiLeaks á Íslandsgögnum Chelsea Manning rifjar upp gagnaleka sína í ítarlegu viðtali við New York Times sem birtist í gær. 13. júní 2017 10:28