Rannsaka lekann til WikiLeaks Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. mars 2017 07:00 Samsung-sjónvörpum hefur verið breytt þannig að hægt sé að nota þau til að hlera samtöl. Nordicphotos/Getty Bandaríska leyniþjónustan CIA vissi af öryggisgöllum í fjölda snjalltækja en gerði framleiðendum ekki viðvart heldur nýtti sér þá til að njósna um eigendur tækjanna. Tæknin er nú ekki aðeins í höndum leyniþjónustunnar. Þetta er meðal þess sem lesa má úr Vault 7, nýjasta gagnaleka WikiLeaks. Samtökin halda því fram að þau hafi fengið gögnin send frá verktaka sem starfaði eitt sinn fyrir leyniþjónustuna. CIA hefur neitað að tjá sig um málið á meðan kannað er hvort gögnin innihaldi réttar upplýsingar. Utanaðkomandi sérfræðingar segja hins vegar ýmislegt benda til þess að svo sé. Opinber rannsókn á birtingu gagnanna er þó hafin. Greindi CNN frá því í gær eftir heimildum sínum innan úr leyniþjónustum Bandaríkjanna. Standa bæði alríkislögreglan FBI og CIA sömuleiðis að rannsókninni. Meðal þess sem finna má í gögnunum eru tæki sem CIA hefur notað til að stela gögnum úr iPhone-snjallsímum og önnur sem eru notuð til að taka yfir tölvur frá Microsoft. Enn önnur voru notuð til að breyta Samsung-snjallsjónvörpum í hlerunartæki og þá virðist leyniþjónustan hafa þróað búnað ætlaðan til að taka yfir tölvur bifreiða. Tæknirisar heimsins brugðust við lekanum með því að senda frá sér yfirlýsingar um efnið. Í yfirlýsingu Apple sagði að fyrirtækið hefði nú þegar lokað fyrir fjölda galla sem nefndir eru í lekanum. Þá ítrekaði fyrirtækið að notendur væru ávallt með nýjustu útgáfu stýrikerfanna í tækjum sínum. „Að verja einkalíf notenda er helsta forgangsmál okkar. Við vitum af göllunum og erum að vinna í að lagfæra þá eins hratt og unnt er,“ sagði í yfirlýsingu Samsung. Microsoft tók í sama streng. Google hefur hingað til neitað að svara fyrir galla í Android-stýrikerfinu. „Hver sá sem heldur að mál Chelsea Manning og Edwards Snowden hafi verið einsdæmi hefur rangt fyrir sér,“ segir Joel Brenner, fyrrverandi yfirmaður gagnnjósna Bandaríkjanna. Fjögur ár eru liðin síðan WikiLeaks sendi frá sér gögn Edwards Snowden. Sá leki hafði mikil áhrif á samstarf Bandaríkjastjórnar og Kísildalsins. Líklegt þykir að lekinn nú geti haft svipuð áhrif. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan CIA vissi af öryggisgöllum í fjölda snjalltækja en gerði framleiðendum ekki viðvart heldur nýtti sér þá til að njósna um eigendur tækjanna. Tæknin er nú ekki aðeins í höndum leyniþjónustunnar. Þetta er meðal þess sem lesa má úr Vault 7, nýjasta gagnaleka WikiLeaks. Samtökin halda því fram að þau hafi fengið gögnin send frá verktaka sem starfaði eitt sinn fyrir leyniþjónustuna. CIA hefur neitað að tjá sig um málið á meðan kannað er hvort gögnin innihaldi réttar upplýsingar. Utanaðkomandi sérfræðingar segja hins vegar ýmislegt benda til þess að svo sé. Opinber rannsókn á birtingu gagnanna er þó hafin. Greindi CNN frá því í gær eftir heimildum sínum innan úr leyniþjónustum Bandaríkjanna. Standa bæði alríkislögreglan FBI og CIA sömuleiðis að rannsókninni. Meðal þess sem finna má í gögnunum eru tæki sem CIA hefur notað til að stela gögnum úr iPhone-snjallsímum og önnur sem eru notuð til að taka yfir tölvur frá Microsoft. Enn önnur voru notuð til að breyta Samsung-snjallsjónvörpum í hlerunartæki og þá virðist leyniþjónustan hafa þróað búnað ætlaðan til að taka yfir tölvur bifreiða. Tæknirisar heimsins brugðust við lekanum með því að senda frá sér yfirlýsingar um efnið. Í yfirlýsingu Apple sagði að fyrirtækið hefði nú þegar lokað fyrir fjölda galla sem nefndir eru í lekanum. Þá ítrekaði fyrirtækið að notendur væru ávallt með nýjustu útgáfu stýrikerfanna í tækjum sínum. „Að verja einkalíf notenda er helsta forgangsmál okkar. Við vitum af göllunum og erum að vinna í að lagfæra þá eins hratt og unnt er,“ sagði í yfirlýsingu Samsung. Microsoft tók í sama streng. Google hefur hingað til neitað að svara fyrir galla í Android-stýrikerfinu. „Hver sá sem heldur að mál Chelsea Manning og Edwards Snowden hafi verið einsdæmi hefur rangt fyrir sér,“ segir Joel Brenner, fyrrverandi yfirmaður gagnnjósna Bandaríkjanna. Fjögur ár eru liðin síðan WikiLeaks sendi frá sér gögn Edwards Snowden. Sá leki hafði mikil áhrif á samstarf Bandaríkjastjórnar og Kísildalsins. Líklegt þykir að lekinn nú geti haft svipuð áhrif. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira