Manning varð himinlifandi vegna birtingar WikiLeaks á Íslandsgögnum Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2017 10:28 Chelsea Manning var sleppt úr fangelsi í síðasta mánuði eftir að Barack Obama ákvað á síðustu dögum forsetatíðar sinnar að stytta dóm Manning úr 35 í sjö ár. Vísir/AFP Chelsea Manning segir að birting WikiLeaks á gögnum tengdum íslenska fjármálahruninu, sem hún hafi lekið til síðunnar, hafi veitt sé mikla ánægju. Hafi henni þá orðið ljóst að WikiLeaks hafi móttekið leynileg gögn um stríðsrekstur Bandaríkjanna í Írak sem hún hafði sent síðunni en á þeim tímapunkti ekki enn birt. Manning segir frá þessu í ítarlegu viðtali við New York Times sem birtist í gær. Þar rifjar Manning upp að hún hafi sent gríðarmikið magn af leynilegum upplýsingum um stríðsreksturinn til síðunnar WikiLeaks þann 3. febrúar 2010. Hún sneri svo aftur á herstöð sína í Írak eftir að hafa verið tvær vikur í burtu þar sem gríðarmikillar vinnu beið hennar eftir fjarveruna. „Það voru engin merki um að WikiLeaks hefðu móttekið skjölin frá henni, eða um að herinn vissi að eitthvað væri ekki eins og vera skyldi. Manning rifjar upp að hún hafi verið mjög kvíðin á þessum tíma, sofið minna og reykt meira.Diplómatískt einelti Um miðjan febrúar tók Manning eftir þræði á spjallsvæði WikiLeaks sem vakti áhuga hennar, þar sem þátttakendur voru að ræða fjármálahrunið á Íslandi. Manning segist hafa metið það sem svo – eftir að hafa lesið gögn sem hún komst í í gegnum starf sitt sem greinandi hjá hernum – að langvinnar alþjóðlegar deilur í kjölfar hrunsins mætti rekja til aðgerðaleysins bandarískra stjórnvalda og þess sem hún lýsir sem diplómatísku einelti hollenskra og breskra stjórnvalda í garð Íslendinga. „Frá mínum sjónarhóli virtist sem að við [Bandaríkjastjórn] værum ekki að skipta okkur af vegna vöntunar á langtíma landfræðipólitískum ávinningi,“ sagði Manning í vitnastúku. Í viðtalinu við New York Times segir Manning svo að með því að beita sömu aðferðum og hún gerði 10. febrúar, hafi hún lekið nokkrum skeytum úr bandaríska stjórnkerfinu um íslenska hrunið til WikiLeaks. Þau gögn birtust skömmu síðar á síðunni. Hún hafi þá orðið himinlifandi, þar sem hún hafi þá gert sér grein fyrir því að WikiLeaks hefði örugglega móttekið gögnin í fyrri lekanum sem var mun stærri en „sá íslenski“. Manning var sleppt úr fangelsi í síðasta mánuði eftir að Barack Obama ákvað á síðustu dögum forsetatíðar sinnar að stytta dóm Manning úr 35 í sjö ár. Lesa má viðtalið við Manning í heild sinni á vef New York Times. Tengdar fréttir Manning þakkaði Obama í fyrsta viðtalinu Uppljóstrarinn Chelsea Manning kom fram í viðtali við ABC News í gær. 10. júní 2017 07:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Chelsea Manning segir að birting WikiLeaks á gögnum tengdum íslenska fjármálahruninu, sem hún hafi lekið til síðunnar, hafi veitt sé mikla ánægju. Hafi henni þá orðið ljóst að WikiLeaks hafi móttekið leynileg gögn um stríðsrekstur Bandaríkjanna í Írak sem hún hafði sent síðunni en á þeim tímapunkti ekki enn birt. Manning segir frá þessu í ítarlegu viðtali við New York Times sem birtist í gær. Þar rifjar Manning upp að hún hafi sent gríðarmikið magn af leynilegum upplýsingum um stríðsreksturinn til síðunnar WikiLeaks þann 3. febrúar 2010. Hún sneri svo aftur á herstöð sína í Írak eftir að hafa verið tvær vikur í burtu þar sem gríðarmikillar vinnu beið hennar eftir fjarveruna. „Það voru engin merki um að WikiLeaks hefðu móttekið skjölin frá henni, eða um að herinn vissi að eitthvað væri ekki eins og vera skyldi. Manning rifjar upp að hún hafi verið mjög kvíðin á þessum tíma, sofið minna og reykt meira.Diplómatískt einelti Um miðjan febrúar tók Manning eftir þræði á spjallsvæði WikiLeaks sem vakti áhuga hennar, þar sem þátttakendur voru að ræða fjármálahrunið á Íslandi. Manning segist hafa metið það sem svo – eftir að hafa lesið gögn sem hún komst í í gegnum starf sitt sem greinandi hjá hernum – að langvinnar alþjóðlegar deilur í kjölfar hrunsins mætti rekja til aðgerðaleysins bandarískra stjórnvalda og þess sem hún lýsir sem diplómatísku einelti hollenskra og breskra stjórnvalda í garð Íslendinga. „Frá mínum sjónarhóli virtist sem að við [Bandaríkjastjórn] værum ekki að skipta okkur af vegna vöntunar á langtíma landfræðipólitískum ávinningi,“ sagði Manning í vitnastúku. Í viðtalinu við New York Times segir Manning svo að með því að beita sömu aðferðum og hún gerði 10. febrúar, hafi hún lekið nokkrum skeytum úr bandaríska stjórnkerfinu um íslenska hrunið til WikiLeaks. Þau gögn birtust skömmu síðar á síðunni. Hún hafi þá orðið himinlifandi, þar sem hún hafi þá gert sér grein fyrir því að WikiLeaks hefði örugglega móttekið gögnin í fyrri lekanum sem var mun stærri en „sá íslenski“. Manning var sleppt úr fangelsi í síðasta mánuði eftir að Barack Obama ákvað á síðustu dögum forsetatíðar sinnar að stytta dóm Manning úr 35 í sjö ár. Lesa má viðtalið við Manning í heild sinni á vef New York Times.
Tengdar fréttir Manning þakkaði Obama í fyrsta viðtalinu Uppljóstrarinn Chelsea Manning kom fram í viðtali við ABC News í gær. 10. júní 2017 07:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Manning þakkaði Obama í fyrsta viðtalinu Uppljóstrarinn Chelsea Manning kom fram í viðtali við ABC News í gær. 10. júní 2017 07:00