Erlent

Manning þakkaði Obama í fyrsta viðtalinu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Manning var leyst úr haldi í maí.
Manning var leyst úr haldi í maí. Vísir/EPA
Uppljóstrarinn Chelsea Manning kom fram í viðtali við ABC News í gær. Þar þakkaði hún fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, fyrir að gefa sér tækifæri og segir mörg tækifæri í því fólgin að vera sloppin úr fangelsi.

Manning var leyst úr haldi í maí, 28 árum á undan áætlun, að ákvörðun Obama, en þá hafði hún afplánað sjö ár. Hún var sakfelld fyrir að leka hundruðum þúsunda leynilegra gagna, meðal annars um hernaðaraðgerðir Bandaríkjahers í Írak og Afganistan. Í viðtalinu segir hún það hafa verið skyldu sína gagnvart almenningi að leka gögnunum.

Manning gekkst undir kynleiðréttingarferli á meðan hún var í fangelsi, en fékk ekki hormóna hluta tímans. Hún ræddi líka baráttuna fyrir að fá hormónana í viðtalinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×