Erlent

Maren Ueland jarðsungin í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maren Ueland ásamt vini sínum á ferð þeirra um Ísland í fyrra.
Maren Ueland ásamt vini sínum á ferð þeirra um Ísland í fyrra. Mynd/Marius Fuglestad
Jarðarför Marenar Ueland, annarrar norrænu kvennanna sem myrt var í Marokkó í desember síðastliðnum, hófst á hádegi í dag að íslenskum tíma. Jarðarförinni er streymt beint í útsendingu norska ríkisútvarpsins NRK og var athöfnin opin öllum sem vildu, að ósk fjölskyldu Marenar.

Íslenski tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er á meðal þeirra sem flytja tónlist við athöfnina í dag en Maren var mikill aðdáandi hans. Athöfnin fer fram í Time-kirkju í Bryne í Noregi en samkvæmt norskum fjölmiðlum var þéttsetið í kirkjunni þegar athöfnin hófst.

Maren var á bakpokaferðalagi um Marokkó ásamt vinkonu sinni, Louisu Vesterager Jespersen, þegar þær voru myrtar. Louisa var borin til grafar í Danmörku þann 12. janúar síðastliðinn. Fjölmargir hafa verið handteknir vegna morðanna en fjórir menn eru grunaðir um voðaverkið. Þeir eru sagðir hafa svarið hollustu við hryðjuverkasamtökin ISIS áður en þeir létu til skarar skríða.

Hér að neðan má nálgast upptöku af beinni útsendingu frá jarðarför Marenar.





 

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×