Svisslendingur handtekinn í tengslum við morðin á Maren og Louisu Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2018 22:22 Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn. Myndir/Facebook Svissneskur ríkisborgari var handtekinn í Marrakesh í Marokkó í dag vegna morðanna á tveimur norrænum konum, Maren Ueland og Louisu Vesterager Jespersen. Í tilkynningu frá lögreglu í Marokkó segir að maðurinn sé grunaður um tengsl við aðra menn sem handteknir hafa verið vegna málsins. Þá hafi hann átt þátt í að sannfæra menn í Marokkó og nágrannalöndum um að skipuleggja hryðjuverk gegn útlendingum og lögregluyfirvöldum í landinu. Einnig er maðurinn sagður hafa þjálfað einhverja af mönnunum í bogfimi. Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur en í tilkynningu lögreglu segir að hann sé með spænskan ríkisborgararétt, auk þess svissneska, en búsettur í Marokkó. Alls hafa nítján karlmenn nú verið handteknir í tengslum við morðin á Maren og Louisu, þar af eru fjórir höfuðpaurar sem svarið höfðu hryðjuverkasamtökunum ISIS hollustueið viku áður en þeir létu til skarar skríða. Yfirvöld í Marokkó hafa þó gefið það út að mennirnir hafi ekki framið voðaverkið í beinu samráði við samtökin. Vegfarandi gekk fram á lík Marenar og Louisu í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó mánudaginn 17. desember en þær höfðu verið myrtar á hrottalegan hátt. Maren og Louisa stunduðu báðar nám við Háskólann í Þelamörk í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó.Fréttin hefur verið uppfærð. Afríka Evrópa Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09 Lögregla í Marokkó: „Þeir voru þarna til að drepa ferðamenn“ Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt þær Maren Ueland og Louisu Vestager Jespersen höfðu það að markmiði að drepa ferðamenn þar sem þeir voru staddir í Atlasfjöllum á mánudagsmorgun. 23. desember 2018 19:15 Níu til viðbótar handteknir vegna morðanna á Maren og Louisu Níu voru handteknir í gær og í dag og er talið að þeir tilheyri sömu samtökum og þeir fjórir sem voru þegar í haldi vegna morðanna, en málið er rannsakað sem hryðjuverk. 21. desember 2018 16:44 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Svissneskur ríkisborgari var handtekinn í Marrakesh í Marokkó í dag vegna morðanna á tveimur norrænum konum, Maren Ueland og Louisu Vesterager Jespersen. Í tilkynningu frá lögreglu í Marokkó segir að maðurinn sé grunaður um tengsl við aðra menn sem handteknir hafa verið vegna málsins. Þá hafi hann átt þátt í að sannfæra menn í Marokkó og nágrannalöndum um að skipuleggja hryðjuverk gegn útlendingum og lögregluyfirvöldum í landinu. Einnig er maðurinn sagður hafa þjálfað einhverja af mönnunum í bogfimi. Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur en í tilkynningu lögreglu segir að hann sé með spænskan ríkisborgararétt, auk þess svissneska, en búsettur í Marokkó. Alls hafa nítján karlmenn nú verið handteknir í tengslum við morðin á Maren og Louisu, þar af eru fjórir höfuðpaurar sem svarið höfðu hryðjuverkasamtökunum ISIS hollustueið viku áður en þeir létu til skarar skríða. Yfirvöld í Marokkó hafa þó gefið það út að mennirnir hafi ekki framið voðaverkið í beinu samráði við samtökin. Vegfarandi gekk fram á lík Marenar og Louisu í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó mánudaginn 17. desember en þær höfðu verið myrtar á hrottalegan hátt. Maren og Louisa stunduðu báðar nám við Háskólann í Þelamörk í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó.Fréttin hefur verið uppfærð.
Afríka Evrópa Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09 Lögregla í Marokkó: „Þeir voru þarna til að drepa ferðamenn“ Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt þær Maren Ueland og Louisu Vestager Jespersen höfðu það að markmiði að drepa ferðamenn þar sem þeir voru staddir í Atlasfjöllum á mánudagsmorgun. 23. desember 2018 19:15 Níu til viðbótar handteknir vegna morðanna á Maren og Louisu Níu voru handteknir í gær og í dag og er talið að þeir tilheyri sömu samtökum og þeir fjórir sem voru þegar í haldi vegna morðanna, en málið er rannsakað sem hryðjuverk. 21. desember 2018 16:44 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
„Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09
Lögregla í Marokkó: „Þeir voru þarna til að drepa ferðamenn“ Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt þær Maren Ueland og Louisu Vestager Jespersen höfðu það að markmiði að drepa ferðamenn þar sem þeir voru staddir í Atlasfjöllum á mánudagsmorgun. 23. desember 2018 19:15
Níu til viðbótar handteknir vegna morðanna á Maren og Louisu Níu voru handteknir í gær og í dag og er talið að þeir tilheyri sömu samtökum og þeir fjórir sem voru þegar í haldi vegna morðanna, en málið er rannsakað sem hryðjuverk. 21. desember 2018 16:44