Lögregla í Marokkó: "Þeir voru þarna til að drepa ferðamenn“ Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2018 19:15 Þrír mannanna sem handteknir voru í rútu í Marrakech á fimmtudaginn. Mynd/Lögregla í Marokkó Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt hina norsku Maren Ueland og hina dönsku Louisu Vestager Jespersen höfðu það að markmiði að drepa ferðamenn þar sem þeir voru staddir í Atlasfjöllum á mánudagsmorgun. Þetta sagði Boubker Sabik, talsmaður marokkósku lögreglunnar, á fréttamannafundi í dag þar sem greint var frá nýjustu vendingum í rannsókninni. Hann segir að svo virðist sem að tilviljun hafi ráðið því að stúlkurnar tvær hafi orðið fyrir valinu hjá mönnunum. „Tilviljun réð hver fórnarlömbin voru. Samkvæmt rannsakendum sóttust þeir ekki sérstaklega eftir því að drepa þá norsku og þá dönsku, en þeir voru þarna til að drepa ferðamenn.“Hafði hlotið dóm fyrir brot á hryðjuverkalögum Fjórir menn voru handteknir vegna gruns um morðin á þeim Ueland og Jespersen. Lögregla í Marokkó telur að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða, þar sem þeir hafi áður svarið hollustu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Á blaðamannafundinum kom jafnframt fram að einn hinna fjögurra árásarmanna hafi áður afplánað tveggja ára dóm fyrir brot á hryðjuverkalögum. „Hann var handtekinn árið 2013 fyrir að safna liði öfgamanna. Hann hlaut tveggja ára dóm og var sleppt árið 2015.“Louisa Vesterager Jespers, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó á mánudagsmorgun.Myndir/FacebookBenti á samverkamenn sína Sabik fór jafnframt yfir tímalínu handtakanna en það var Abderrahmane Khayali sem var fyrst handtekinn af lögreglu. Það gerðist fáeinum tímum eftir að líkin fundust í grennd við bæinn Imlil. Rannsóknarlögreglumenn höfðu þá komist á sporið eftir að hafa rætt við vitni og skoðað myndir úr öryggismyndavélum. Khayali benti í yfirheyrslum á samverkamenn sína – þá Younes Ouaziad, Abdessamad Ijoud og Rachid Aftati – sem voru svo handteknir í rútu í Marrakech á fimmtudaginn. Rútunni var heitið til ferðamannabæjarins Agadir og fundist hnífar undir sætum mannanna. Níu menn til viðbótar voru svo handteknir á fimmtudag fyrir að tengjast sama hryðjuverkaneti og mennirnir fjórir. Fundust efni til sprengjugerðar eftir húsleit á heimilum mannanna.Hugðust klífa Toubkal Sabik segir lögreglu hafa útilokað að mennirnir hafi fengið skipanir frá ISIS um að myrða ferðamenn. Enginn þeirra hafi ferðast til stríðssvæða og starfað með vígasveitum hryðjuverkasveitanna. Lögregla telur að þeir hafi ætlað sér að framkvæma fleiri árásir. Konurnar tvær höfðu tjaldað tjaldi sínu um sjö kílómetrum frá bænum Imlil, en förinni var heitið að Toubkal, hæsta fjalli Norður-Afríku. Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Tengdar fréttir „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09 Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt hina norsku Maren Ueland og hina dönsku Louisu Vestager Jespersen höfðu það að markmiði að drepa ferðamenn þar sem þeir voru staddir í Atlasfjöllum á mánudagsmorgun. Þetta sagði Boubker Sabik, talsmaður marokkósku lögreglunnar, á fréttamannafundi í dag þar sem greint var frá nýjustu vendingum í rannsókninni. Hann segir að svo virðist sem að tilviljun hafi ráðið því að stúlkurnar tvær hafi orðið fyrir valinu hjá mönnunum. „Tilviljun réð hver fórnarlömbin voru. Samkvæmt rannsakendum sóttust þeir ekki sérstaklega eftir því að drepa þá norsku og þá dönsku, en þeir voru þarna til að drepa ferðamenn.“Hafði hlotið dóm fyrir brot á hryðjuverkalögum Fjórir menn voru handteknir vegna gruns um morðin á þeim Ueland og Jespersen. Lögregla í Marokkó telur að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða, þar sem þeir hafi áður svarið hollustu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Á blaðamannafundinum kom jafnframt fram að einn hinna fjögurra árásarmanna hafi áður afplánað tveggja ára dóm fyrir brot á hryðjuverkalögum. „Hann var handtekinn árið 2013 fyrir að safna liði öfgamanna. Hann hlaut tveggja ára dóm og var sleppt árið 2015.“Louisa Vesterager Jespers, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó á mánudagsmorgun.Myndir/FacebookBenti á samverkamenn sína Sabik fór jafnframt yfir tímalínu handtakanna en það var Abderrahmane Khayali sem var fyrst handtekinn af lögreglu. Það gerðist fáeinum tímum eftir að líkin fundust í grennd við bæinn Imlil. Rannsóknarlögreglumenn höfðu þá komist á sporið eftir að hafa rætt við vitni og skoðað myndir úr öryggismyndavélum. Khayali benti í yfirheyrslum á samverkamenn sína – þá Younes Ouaziad, Abdessamad Ijoud og Rachid Aftati – sem voru svo handteknir í rútu í Marrakech á fimmtudaginn. Rútunni var heitið til ferðamannabæjarins Agadir og fundist hnífar undir sætum mannanna. Níu menn til viðbótar voru svo handteknir á fimmtudag fyrir að tengjast sama hryðjuverkaneti og mennirnir fjórir. Fundust efni til sprengjugerðar eftir húsleit á heimilum mannanna.Hugðust klífa Toubkal Sabik segir lögreglu hafa útilokað að mennirnir hafi fengið skipanir frá ISIS um að myrða ferðamenn. Enginn þeirra hafi ferðast til stríðssvæða og starfað með vígasveitum hryðjuverkasveitanna. Lögregla telur að þeir hafi ætlað sér að framkvæma fleiri árásir. Konurnar tvær höfðu tjaldað tjaldi sínu um sjö kílómetrum frá bænum Imlil, en förinni var heitið að Toubkal, hæsta fjalli Norður-Afríku.
Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Tengdar fréttir „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09 Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
„Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09
Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13
Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20