Áfrýjun blaðamanna í Mjanmar hafnað 11. janúar 2019 14:45 Kyaw Soe Oo og Wa Lone. AP/Thein Zaw Dómstóll í Mjanmar, eða Búrma, hefur hafnað áfrýjun tveggja blaðamanna Reuters sem voru dæmdir fyrir njósnir í fyrra. Þeir Wa Lone og Kyaw Soo Oo voru dæmdir í sjö ára fangelsi en sá dómur var fordæmdur víða um heim. Blaðamennirnir höfðu opinberað fjöldamorð öryggissveita Mjanmar þar sem tíu meðlimir Rohingjafólksins voru myrtir árið 2017. Það eru einu morðin sem yfirvöld ríkisins hafa viðurkennt þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar og fleiri segir yfirvöld í Mjanmar hafa framið þjóðarmorð. Þeir Wa og Kyaw voru með opinber skjöl í fórum sínum þegar þeir voru handteknir. Þeir segja hins vegar að lögregluþjónar hafi látið þá fá skjölin og telja að þeir hafi fallið í gildru. Þá voru þeir að rannsaka fjöldamorð á Rohingjafólki en hundrað þúsundir þeirra flúðu Mjanmar vegna ofbeldis öryggissveita og vopnaðra hópa heimamanna. Ritstjóri Reuters, Stephen J. Adler, segir niðurstöðuna til marks um óréttlætið gagnvart þeim Wa og Kyaw. Hann sagði þá vera á bak við lás og slá vegna þess að valdamenn í Mjanmar vildu þagga niður sannleikann.Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt til að hershöfðingjar Mjanmar verði rannsakaðir vegna ásakana um þjóðarmorð.Sjá einnig: Her Búrma segist saklausSamkvæmt frétt BBC sagði dómari málinu að refsing blaðamannanna væri réttmæt. Þeir þurfa nú að áfrýja til Hæstaréttar Mjanmar en það ferli gæti tekið um sex mánuði. Rohingjafólkið hefur búið í Mjanmar um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og búa langflestir þeirra í Rakhine héraði í vesturhluta Mjanmar en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa landsins eru búddistar. Rannsókn blaðamannanna var kláruð af samstarfsmönnum þeirra hjá Reuters og þykir hún framúrskarandi. Greinin ber heitið Fjöldamorð í Mjanmar og má finna hana hér.Þar má finna vitnisburð fjölda fólks sem sagði öryggissveitir og heimamenn hafa brennt heilu þorpin, myrt fjölda manna og nauðgað konum. Að endingu viðurkenndi ríkisstjórn Mjanmar að umrætt fjöldamorð hefði átt sér stað og dæmdi fjóra hermenn til tíu ára þrælkunarvinnu. Asía Mjanmar Tengdar fréttir Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorð Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er hvattur til að taka málið til skoðunar. 27. ágúst 2018 18:48 Fordæma fangelsun blaðamanna Samtök bæði lögfræðinga og blaðamanna í Mjanmar afhentu Win Myint, forseta ríkisins, bréf í gær þar sem lýst var áhyggjum af sakfellingu og fangelsun tveggja blaðamanna Reuters. 24. nóvember 2018 11:00 Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28 Aung San Suu Kyi svipt æðsta heiðri Amnesty International Stjórnvöld í Mjanmar hafa verið gagnrýnd vegna ofsókna gegn Róhingja múslima í landinu. Leiðtogi Mjanmar Aung San Suu Kyi hefur nú verið svipt æðsta heiðri sem Amnesty International veitir. 12. nóvember 2018 23:20 Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00 Evrópusambandið íhugar refsiaðgerðir gegn Búrma vegna ofsókna gegn róhingjum Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um tilraunir stjórnarhers Búrma til að þurrka út þjóðarbrotið er tilefni þess að framkvæmdastjórn ESB skoðar að beita landið viðskiptaþvingunum. 3. október 2018 17:51 Stofnandi Twitter gagnrýndur fyrir tíst um Mjanmar Stofnandi og framkvæmdastjóri samfélagsmiðilsins Twitter, Jack Dorsey, hefur legið undir gagnrýni eftir að hann dásamaði Asíuríkið Mjanmar í twitter-þræði í gær 9. desember 2018 16:33 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Dómstóll í Mjanmar, eða Búrma, hefur hafnað áfrýjun tveggja blaðamanna Reuters sem voru dæmdir fyrir njósnir í fyrra. Þeir Wa Lone og Kyaw Soo Oo voru dæmdir í sjö ára fangelsi en sá dómur var fordæmdur víða um heim. Blaðamennirnir höfðu opinberað fjöldamorð öryggissveita Mjanmar þar sem tíu meðlimir Rohingjafólksins voru myrtir árið 2017. Það eru einu morðin sem yfirvöld ríkisins hafa viðurkennt þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar og fleiri segir yfirvöld í Mjanmar hafa framið þjóðarmorð. Þeir Wa og Kyaw voru með opinber skjöl í fórum sínum þegar þeir voru handteknir. Þeir segja hins vegar að lögregluþjónar hafi látið þá fá skjölin og telja að þeir hafi fallið í gildru. Þá voru þeir að rannsaka fjöldamorð á Rohingjafólki en hundrað þúsundir þeirra flúðu Mjanmar vegna ofbeldis öryggissveita og vopnaðra hópa heimamanna. Ritstjóri Reuters, Stephen J. Adler, segir niðurstöðuna til marks um óréttlætið gagnvart þeim Wa og Kyaw. Hann sagði þá vera á bak við lás og slá vegna þess að valdamenn í Mjanmar vildu þagga niður sannleikann.Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt til að hershöfðingjar Mjanmar verði rannsakaðir vegna ásakana um þjóðarmorð.Sjá einnig: Her Búrma segist saklausSamkvæmt frétt BBC sagði dómari málinu að refsing blaðamannanna væri réttmæt. Þeir þurfa nú að áfrýja til Hæstaréttar Mjanmar en það ferli gæti tekið um sex mánuði. Rohingjafólkið hefur búið í Mjanmar um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og búa langflestir þeirra í Rakhine héraði í vesturhluta Mjanmar en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa landsins eru búddistar. Rannsókn blaðamannanna var kláruð af samstarfsmönnum þeirra hjá Reuters og þykir hún framúrskarandi. Greinin ber heitið Fjöldamorð í Mjanmar og má finna hana hér.Þar má finna vitnisburð fjölda fólks sem sagði öryggissveitir og heimamenn hafa brennt heilu þorpin, myrt fjölda manna og nauðgað konum. Að endingu viðurkenndi ríkisstjórn Mjanmar að umrætt fjöldamorð hefði átt sér stað og dæmdi fjóra hermenn til tíu ára þrælkunarvinnu.
Asía Mjanmar Tengdar fréttir Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorð Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er hvattur til að taka málið til skoðunar. 27. ágúst 2018 18:48 Fordæma fangelsun blaðamanna Samtök bæði lögfræðinga og blaðamanna í Mjanmar afhentu Win Myint, forseta ríkisins, bréf í gær þar sem lýst var áhyggjum af sakfellingu og fangelsun tveggja blaðamanna Reuters. 24. nóvember 2018 11:00 Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28 Aung San Suu Kyi svipt æðsta heiðri Amnesty International Stjórnvöld í Mjanmar hafa verið gagnrýnd vegna ofsókna gegn Róhingja múslima í landinu. Leiðtogi Mjanmar Aung San Suu Kyi hefur nú verið svipt æðsta heiðri sem Amnesty International veitir. 12. nóvember 2018 23:20 Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00 Evrópusambandið íhugar refsiaðgerðir gegn Búrma vegna ofsókna gegn róhingjum Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um tilraunir stjórnarhers Búrma til að þurrka út þjóðarbrotið er tilefni þess að framkvæmdastjórn ESB skoðar að beita landið viðskiptaþvingunum. 3. október 2018 17:51 Stofnandi Twitter gagnrýndur fyrir tíst um Mjanmar Stofnandi og framkvæmdastjóri samfélagsmiðilsins Twitter, Jack Dorsey, hefur legið undir gagnrýni eftir að hann dásamaði Asíuríkið Mjanmar í twitter-þræði í gær 9. desember 2018 16:33 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorð Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er hvattur til að taka málið til skoðunar. 27. ágúst 2018 18:48
Fordæma fangelsun blaðamanna Samtök bæði lögfræðinga og blaðamanna í Mjanmar afhentu Win Myint, forseta ríkisins, bréf í gær þar sem lýst var áhyggjum af sakfellingu og fangelsun tveggja blaðamanna Reuters. 24. nóvember 2018 11:00
Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28
Aung San Suu Kyi svipt æðsta heiðri Amnesty International Stjórnvöld í Mjanmar hafa verið gagnrýnd vegna ofsókna gegn Róhingja múslima í landinu. Leiðtogi Mjanmar Aung San Suu Kyi hefur nú verið svipt æðsta heiðri sem Amnesty International veitir. 12. nóvember 2018 23:20
Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15
Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00
Evrópusambandið íhugar refsiaðgerðir gegn Búrma vegna ofsókna gegn róhingjum Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um tilraunir stjórnarhers Búrma til að þurrka út þjóðarbrotið er tilefni þess að framkvæmdastjórn ESB skoðar að beita landið viðskiptaþvingunum. 3. október 2018 17:51
Stofnandi Twitter gagnrýndur fyrir tíst um Mjanmar Stofnandi og framkvæmdastjóri samfélagsmiðilsins Twitter, Jack Dorsey, hefur legið undir gagnrýni eftir að hann dásamaði Asíuríkið Mjanmar í twitter-þræði í gær 9. desember 2018 16:33