Her Búrma segist saklaus Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2017 23:25 Rúm hálf milljóna rohingjamúslima hafa flúið frá Búrma og halda nú til í flóttamannabúðum í Bangladess. Vísir/AFP Her Búrma, sem gengur einnig undir nafninu Mjanmar, segir að engir rohingjamúslimar hafi verið myrtir af hernum, engin þorp hafi verið brennd, engum hafi verið nauðgað og engu hafi verið stolið. Þetta er niðurstaða innri rannsóknar hersins sem sannar sakleysi hans í Rakhine-héraði. Rúm hálf milljóna rohingjamúslima hafa flúið frá Búrma og halda nú til í flóttamannabúðum í Bangladess. Herinn, sem hefur verið sakaður um umfangsmikil ódæði og þjóðernishreinsanir, segir að „hryðjuverkamenn“ meðal rohingjafólksins hafi brennt heilu þorpin og skipað þjóðflokknum að yfirgefa heimili sín og flýja til annars lands, samkvæmt frétt BBC.Þetta segir herinn að hafi verið staðfest í samtölum við þúsundir íbúa héraðsins. Niðurstöður innri rannsóknar hersins voru birtar á Facebook í dag.Niðurstöðurnar eru þvert á ásakanir Sameinuðu þjóðanna, mannréttindasamtaka og fjölmiðla. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að aðgerðir hersins gegn rohingjafólkinu sé „skólabókardæmi um þjóðernishreinsun“.HvítþvotturAmnesty International segir að rannsókn hersins sé hvítþvottur og sakar herinn um glæpi gegn mannkyninu. Samtökin kalla eftir því að rannsakendum Sameinuðu þjóðanna verði hleypt til svæðisins og alþjóðasamfélagið taki á aðgerðum hersins í Búrma.Rohingjafólkið hefur búið í Búrma um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og búa langflestir þeirra í Rakhine héraði í vesturhluta Búrma en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa Búrma eru búddistar. Yfirvöld Búrma hafa verið sökuð um þjóðernishreinsanir og að reyna að reka rohingjafólkið frá landinu. Blaðamaður BBC varð vitni af því þegar heimamenn kveiktu í þorpi rohingjamúslima fyrir framan lögregluþjóna. Þá hafa fjölmiðlar rætt við fjölda fólks sem hefur lýst ódæðum eins og morðum, nauðgunum og ýmsu öðru. Margir sem flúðu til Bangladess voru særðir þegar þeir komust þangað. Fólkið hefur sagt að her Búrma og æstir múgar búddista hafi brennt heilu þorpin og myrt fjölda fólks. Tengdar fréttir Nærri því 400 þúsund rohingjamúslimar hafa flúið Flóttamannabúðir í Búrma anna ekki fjöldanum sem hefur flúið frá Búrma. 15. september 2017 15:30 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Oxford-háskóli fjarlægir málverk af Aung San Suu Kyi Leiðtogi Búrma hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að láta ómannúðlega meðferð á Rohingja-múslimum viðgangast. 30. september 2017 16:52 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Her Búrma, sem gengur einnig undir nafninu Mjanmar, segir að engir rohingjamúslimar hafi verið myrtir af hernum, engin þorp hafi verið brennd, engum hafi verið nauðgað og engu hafi verið stolið. Þetta er niðurstaða innri rannsóknar hersins sem sannar sakleysi hans í Rakhine-héraði. Rúm hálf milljóna rohingjamúslima hafa flúið frá Búrma og halda nú til í flóttamannabúðum í Bangladess. Herinn, sem hefur verið sakaður um umfangsmikil ódæði og þjóðernishreinsanir, segir að „hryðjuverkamenn“ meðal rohingjafólksins hafi brennt heilu þorpin og skipað þjóðflokknum að yfirgefa heimili sín og flýja til annars lands, samkvæmt frétt BBC.Þetta segir herinn að hafi verið staðfest í samtölum við þúsundir íbúa héraðsins. Niðurstöður innri rannsóknar hersins voru birtar á Facebook í dag.Niðurstöðurnar eru þvert á ásakanir Sameinuðu þjóðanna, mannréttindasamtaka og fjölmiðla. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að aðgerðir hersins gegn rohingjafólkinu sé „skólabókardæmi um þjóðernishreinsun“.HvítþvotturAmnesty International segir að rannsókn hersins sé hvítþvottur og sakar herinn um glæpi gegn mannkyninu. Samtökin kalla eftir því að rannsakendum Sameinuðu þjóðanna verði hleypt til svæðisins og alþjóðasamfélagið taki á aðgerðum hersins í Búrma.Rohingjafólkið hefur búið í Búrma um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og búa langflestir þeirra í Rakhine héraði í vesturhluta Búrma en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa Búrma eru búddistar. Yfirvöld Búrma hafa verið sökuð um þjóðernishreinsanir og að reyna að reka rohingjafólkið frá landinu. Blaðamaður BBC varð vitni af því þegar heimamenn kveiktu í þorpi rohingjamúslima fyrir framan lögregluþjóna. Þá hafa fjölmiðlar rætt við fjölda fólks sem hefur lýst ódæðum eins og morðum, nauðgunum og ýmsu öðru. Margir sem flúðu til Bangladess voru særðir þegar þeir komust þangað. Fólkið hefur sagt að her Búrma og æstir múgar búddista hafi brennt heilu þorpin og myrt fjölda fólks.
Tengdar fréttir Nærri því 400 þúsund rohingjamúslimar hafa flúið Flóttamannabúðir í Búrma anna ekki fjöldanum sem hefur flúið frá Búrma. 15. september 2017 15:30 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Oxford-háskóli fjarlægir málverk af Aung San Suu Kyi Leiðtogi Búrma hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að láta ómannúðlega meðferð á Rohingja-múslimum viðgangast. 30. september 2017 16:52 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Nærri því 400 þúsund rohingjamúslimar hafa flúið Flóttamannabúðir í Búrma anna ekki fjöldanum sem hefur flúið frá Búrma. 15. september 2017 15:30
Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00
Oxford-háskóli fjarlægir málverk af Aung San Suu Kyi Leiðtogi Búrma hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að láta ómannúðlega meðferð á Rohingja-múslimum viðgangast. 30. september 2017 16:52