Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. mars 2018 06:00 Mjanmarskir hermenn við landamærin við Bangladess. Vísir/Epa „Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar halda áfram,“ sagði Andrew Gilmour, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannréttinda, í gær. Sagði hann mjanmarska herinn halda áfram að hrella þjóðflokkinn. Herinn væri til að mynda að svelta Róhingja. Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. Um 700.000 Róhingjar hafa flúið til Mjanmar. Herinn hefur hins vegar alla tíð haldið því fram að barist sé við skæruliða úr þjóðflokknum, sjónum sé ekki og hafi aldrei verið beint að almennum borgurum. „Ég held að það sé ekki hægt að draga neina aðra ályktun af því sem ég hef séð og heyrt í Cox Bazar,“ sagði Gilmour enn fremur og vísaði þar til flóttamannabúða í Bangladess. Þar hafa Róhingjar sagt frá fjöldamorðum, íkveikjum og nauðgunum sem þeir hafa orðið fyrir. Gilmour sagði enn fremur að eðli ofsóknanna væri breytt. Ekki væri lengur um hrottaleg morð og fjöldanauðganir að ræða. Frekar væri einblínt á að valda ótta og vísvitandi svelta Róhingja. Yfirvöld í Bangladess og Mjanmar hafa rætt saman um að Róhingjarnir verði sendir aftur heim. Gilmour sagði hins vegar óhugsandi að það yrði öruggt. „Ríkisstjórn Mjanmar segir alþjóðasamfélaginu að ríkið sé tilbúið að taka aftur á móti flóttamönnunum en á sama tíma halda hermenn hennar áfram að hrekja fleiri Róhingja til Bangladess.“ Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00 Sláandi umfjöllun Reuters vekur umtal Sláandi umfjöllun blaðamanna Reuters um morð á tíu Róhingjum í Mjanmar leiðir til ákalls um alþjóðlega rannsókn á meintu þjóðarmorði. Tveir blaðamannanna voru sendir í fangelsi við vinnslu umfjöllunarinnar. 10. febrúar 2018 10:00 Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
„Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar halda áfram,“ sagði Andrew Gilmour, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannréttinda, í gær. Sagði hann mjanmarska herinn halda áfram að hrella þjóðflokkinn. Herinn væri til að mynda að svelta Róhingja. Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. Um 700.000 Róhingjar hafa flúið til Mjanmar. Herinn hefur hins vegar alla tíð haldið því fram að barist sé við skæruliða úr þjóðflokknum, sjónum sé ekki og hafi aldrei verið beint að almennum borgurum. „Ég held að það sé ekki hægt að draga neina aðra ályktun af því sem ég hef séð og heyrt í Cox Bazar,“ sagði Gilmour enn fremur og vísaði þar til flóttamannabúða í Bangladess. Þar hafa Róhingjar sagt frá fjöldamorðum, íkveikjum og nauðgunum sem þeir hafa orðið fyrir. Gilmour sagði enn fremur að eðli ofsóknanna væri breytt. Ekki væri lengur um hrottaleg morð og fjöldanauðganir að ræða. Frekar væri einblínt á að valda ótta og vísvitandi svelta Róhingja. Yfirvöld í Bangladess og Mjanmar hafa rætt saman um að Róhingjarnir verði sendir aftur heim. Gilmour sagði hins vegar óhugsandi að það yrði öruggt. „Ríkisstjórn Mjanmar segir alþjóðasamfélaginu að ríkið sé tilbúið að taka aftur á móti flóttamönnunum en á sama tíma halda hermenn hennar áfram að hrekja fleiri Róhingja til Bangladess.“
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00 Sláandi umfjöllun Reuters vekur umtal Sláandi umfjöllun blaðamanna Reuters um morð á tíu Róhingjum í Mjanmar leiðir til ákalls um alþjóðlega rannsókn á meintu þjóðarmorði. Tveir blaðamannanna voru sendir í fangelsi við vinnslu umfjöllunarinnar. 10. febrúar 2018 10:00 Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00
Sláandi umfjöllun Reuters vekur umtal Sláandi umfjöllun blaðamanna Reuters um morð á tíu Róhingjum í Mjanmar leiðir til ákalls um alþjóðlega rannsókn á meintu þjóðarmorði. Tveir blaðamannanna voru sendir í fangelsi við vinnslu umfjöllunarinnar. 10. febrúar 2018 10:00
Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00