Draga í land með brotthvarfið frá Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2019 18:00 Bolton (t.h.) hitti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í ferð sinni. Markmið hennar var að lægja öldurnar eftir að Trump forseti tilkynnti um brotthvarf Bandaríkjahers frá Sýrlandi. Vísir/EPA John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur lofað bandamönnum að bandarískt herlið verði ekki dregið til baka frá Sýrlandi fyrr en hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa verið upprætt að fullu og Tyrkir lofa að ábyrgjast öryggi Kúrda sem hafa barist gegn samtökunum. Trump forseti tilkynnti skyndilega um að hann ætlaði að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi um miðjan desember. Ákvörðunin olli miklum úlfaþyti enda kom hún bandamönnum og ráðgjöfum að óvörum. Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér vegna hennar og almenns ósættis við forsetann og Brett McGurk, sérstakur erindreki Bandaríkjastjórnar í málefnum Sýrlands sömuleiðis. „Það eru markmið sem við viljum ná sem skilyrða brotthvarfið,“ sagði Bolton við fréttamenn í Jerúsalem í dag. Þar reyndi hann að róa ísraelsk stjórnvöld sem hafa áhyggjur af fyrirhuguðu brotthvarfi Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Heimildir herma að Trump hafi samþykkt að kalla herinn ekki heim fyrr en eftir fjóra mánuði en áður hafði hann ætlað að gera það innan mánaðar. Washington Post hefur eftir heimildarmanni sínum að engin tímasett áætlun sé til staðar um liðsflutningana frá Sýrlandi.Trump staldraði við og ræddi við fréttamenn áður en hann hélt í forsetabústaðinn í Camp David.Vísir/EPATrump virtist einnig sjálfur draga í land með upphaflega tilkynningu sína um brotthvarfið í dag. „Við ætlum að draga herliðið okkar til baka. Ég sagði aldrei að við myndum gera það svo fljótt,“ sagði Trump við fréttamenn. Það myndi ekki gerast fyrr en Ríki íslams væri horfið úr Sýrlandi. Bandamenn Bandaríkjanna og flokkssystkini Trump í Repúblikanaflokknum hafa varað forsetann við því að brotthvarfið frá Sýrlandi geti blásið byr í segl Írana og Rússa og raskað viðkvæmu jafnvægi sem Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa náð í landinu. Bolton heimsótti einnig Tyrkland í ferð sinni. Tyrknesk stjórnvöld hafa í hyggju að ráðast á kúrdíska bandamenn Bandaríkjanna í Sýrlandi. Bolton er sagður hafa freista þess að fá tryggingar frá þeim um að öryggi Kúrdanna eftir brotthvarf bandaríska herliðsins. Kevin Sweeney, starfsmannastjóri varnarmálaráðuneytisins, bættist í hóp æðstu embættismanna í hernaðarmálum sem hafa sagt af sér eftir að tilkynnt var um brotthvarfið frá Sýrlandi í gær. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49 Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur lofað bandamönnum að bandarískt herlið verði ekki dregið til baka frá Sýrlandi fyrr en hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa verið upprætt að fullu og Tyrkir lofa að ábyrgjast öryggi Kúrda sem hafa barist gegn samtökunum. Trump forseti tilkynnti skyndilega um að hann ætlaði að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi um miðjan desember. Ákvörðunin olli miklum úlfaþyti enda kom hún bandamönnum og ráðgjöfum að óvörum. Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér vegna hennar og almenns ósættis við forsetann og Brett McGurk, sérstakur erindreki Bandaríkjastjórnar í málefnum Sýrlands sömuleiðis. „Það eru markmið sem við viljum ná sem skilyrða brotthvarfið,“ sagði Bolton við fréttamenn í Jerúsalem í dag. Þar reyndi hann að róa ísraelsk stjórnvöld sem hafa áhyggjur af fyrirhuguðu brotthvarfi Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Heimildir herma að Trump hafi samþykkt að kalla herinn ekki heim fyrr en eftir fjóra mánuði en áður hafði hann ætlað að gera það innan mánaðar. Washington Post hefur eftir heimildarmanni sínum að engin tímasett áætlun sé til staðar um liðsflutningana frá Sýrlandi.Trump staldraði við og ræddi við fréttamenn áður en hann hélt í forsetabústaðinn í Camp David.Vísir/EPATrump virtist einnig sjálfur draga í land með upphaflega tilkynningu sína um brotthvarfið í dag. „Við ætlum að draga herliðið okkar til baka. Ég sagði aldrei að við myndum gera það svo fljótt,“ sagði Trump við fréttamenn. Það myndi ekki gerast fyrr en Ríki íslams væri horfið úr Sýrlandi. Bandamenn Bandaríkjanna og flokkssystkini Trump í Repúblikanaflokknum hafa varað forsetann við því að brotthvarfið frá Sýrlandi geti blásið byr í segl Írana og Rússa og raskað viðkvæmu jafnvægi sem Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa náð í landinu. Bolton heimsótti einnig Tyrkland í ferð sinni. Tyrknesk stjórnvöld hafa í hyggju að ráðast á kúrdíska bandamenn Bandaríkjanna í Sýrlandi. Bolton er sagður hafa freista þess að fá tryggingar frá þeim um að öryggi Kúrdanna eftir brotthvarf bandaríska herliðsins. Kevin Sweeney, starfsmannastjóri varnarmálaráðuneytisins, bættist í hóp æðstu embættismanna í hernaðarmálum sem hafa sagt af sér eftir að tilkynnt var um brotthvarfið frá Sýrlandi í gær.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49 Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49
Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15
Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28
Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent