Draga í land með brotthvarfið frá Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2019 18:00 Bolton (t.h.) hitti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í ferð sinni. Markmið hennar var að lægja öldurnar eftir að Trump forseti tilkynnti um brotthvarf Bandaríkjahers frá Sýrlandi. Vísir/EPA John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur lofað bandamönnum að bandarískt herlið verði ekki dregið til baka frá Sýrlandi fyrr en hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa verið upprætt að fullu og Tyrkir lofa að ábyrgjast öryggi Kúrda sem hafa barist gegn samtökunum. Trump forseti tilkynnti skyndilega um að hann ætlaði að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi um miðjan desember. Ákvörðunin olli miklum úlfaþyti enda kom hún bandamönnum og ráðgjöfum að óvörum. Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér vegna hennar og almenns ósættis við forsetann og Brett McGurk, sérstakur erindreki Bandaríkjastjórnar í málefnum Sýrlands sömuleiðis. „Það eru markmið sem við viljum ná sem skilyrða brotthvarfið,“ sagði Bolton við fréttamenn í Jerúsalem í dag. Þar reyndi hann að róa ísraelsk stjórnvöld sem hafa áhyggjur af fyrirhuguðu brotthvarfi Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Heimildir herma að Trump hafi samþykkt að kalla herinn ekki heim fyrr en eftir fjóra mánuði en áður hafði hann ætlað að gera það innan mánaðar. Washington Post hefur eftir heimildarmanni sínum að engin tímasett áætlun sé til staðar um liðsflutningana frá Sýrlandi.Trump staldraði við og ræddi við fréttamenn áður en hann hélt í forsetabústaðinn í Camp David.Vísir/EPATrump virtist einnig sjálfur draga í land með upphaflega tilkynningu sína um brotthvarfið í dag. „Við ætlum að draga herliðið okkar til baka. Ég sagði aldrei að við myndum gera það svo fljótt,“ sagði Trump við fréttamenn. Það myndi ekki gerast fyrr en Ríki íslams væri horfið úr Sýrlandi. Bandamenn Bandaríkjanna og flokkssystkini Trump í Repúblikanaflokknum hafa varað forsetann við því að brotthvarfið frá Sýrlandi geti blásið byr í segl Írana og Rússa og raskað viðkvæmu jafnvægi sem Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa náð í landinu. Bolton heimsótti einnig Tyrkland í ferð sinni. Tyrknesk stjórnvöld hafa í hyggju að ráðast á kúrdíska bandamenn Bandaríkjanna í Sýrlandi. Bolton er sagður hafa freista þess að fá tryggingar frá þeim um að öryggi Kúrdanna eftir brotthvarf bandaríska herliðsins. Kevin Sweeney, starfsmannastjóri varnarmálaráðuneytisins, bættist í hóp æðstu embættismanna í hernaðarmálum sem hafa sagt af sér eftir að tilkynnt var um brotthvarfið frá Sýrlandi í gær. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49 Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur lofað bandamönnum að bandarískt herlið verði ekki dregið til baka frá Sýrlandi fyrr en hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa verið upprætt að fullu og Tyrkir lofa að ábyrgjast öryggi Kúrda sem hafa barist gegn samtökunum. Trump forseti tilkynnti skyndilega um að hann ætlaði að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi um miðjan desember. Ákvörðunin olli miklum úlfaþyti enda kom hún bandamönnum og ráðgjöfum að óvörum. Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér vegna hennar og almenns ósættis við forsetann og Brett McGurk, sérstakur erindreki Bandaríkjastjórnar í málefnum Sýrlands sömuleiðis. „Það eru markmið sem við viljum ná sem skilyrða brotthvarfið,“ sagði Bolton við fréttamenn í Jerúsalem í dag. Þar reyndi hann að róa ísraelsk stjórnvöld sem hafa áhyggjur af fyrirhuguðu brotthvarfi Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Heimildir herma að Trump hafi samþykkt að kalla herinn ekki heim fyrr en eftir fjóra mánuði en áður hafði hann ætlað að gera það innan mánaðar. Washington Post hefur eftir heimildarmanni sínum að engin tímasett áætlun sé til staðar um liðsflutningana frá Sýrlandi.Trump staldraði við og ræddi við fréttamenn áður en hann hélt í forsetabústaðinn í Camp David.Vísir/EPATrump virtist einnig sjálfur draga í land með upphaflega tilkynningu sína um brotthvarfið í dag. „Við ætlum að draga herliðið okkar til baka. Ég sagði aldrei að við myndum gera það svo fljótt,“ sagði Trump við fréttamenn. Það myndi ekki gerast fyrr en Ríki íslams væri horfið úr Sýrlandi. Bandamenn Bandaríkjanna og flokkssystkini Trump í Repúblikanaflokknum hafa varað forsetann við því að brotthvarfið frá Sýrlandi geti blásið byr í segl Írana og Rússa og raskað viðkvæmu jafnvægi sem Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa náð í landinu. Bolton heimsótti einnig Tyrkland í ferð sinni. Tyrknesk stjórnvöld hafa í hyggju að ráðast á kúrdíska bandamenn Bandaríkjanna í Sýrlandi. Bolton er sagður hafa freista þess að fá tryggingar frá þeim um að öryggi Kúrdanna eftir brotthvarf bandaríska herliðsins. Kevin Sweeney, starfsmannastjóri varnarmálaráðuneytisins, bættist í hóp æðstu embættismanna í hernaðarmálum sem hafa sagt af sér eftir að tilkynnt var um brotthvarfið frá Sýrlandi í gær.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49 Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49
Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15
Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28
Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03