Erlent

Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
ISIS-liðar stjórna enn landsvæði í austurhluta Sýrlands. Myndin tengist frétttinni ekki beint.
ISIS-liðar stjórna enn landsvæði í austurhluta Sýrlands. Myndin tengist frétttinni ekki beint. EPA/EFE
Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum.

Ákvörðun Trump kom mörgum gríðarlega á óvart en svo virðist sem að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, auk helstu bandamanna ríkisins, hafi ekki fengið vitneskju um að til stæði að kalla hermennina til baka.

Í yfirlýsingu frá SDF, samtaka Kúrda og Araba sem í sameiningu með Bandaríkjamönnum og Frökkum, hafa leikið stórt hlutverk í að draga úr kröftum ISIS, er ákvörðun Trump hörmuð.

Óttast þeir að með ákvörðun Trump verði samtökin skilin eftir ein á báti, annars vegar gegn Tyrkjum, sem sótt hafa að Kúrdum, og hins vegar gegn Isis, sem geti nýtt tækifærið sem skapist með brotthvarfi bandarísku hermenninna til þess að ná fyrri styrk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×