Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2019 08:45 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. Getty/Pool Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Blótaði hann Íslendingum í sand og ösku, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel.Þetta kemur fram í þýðingu fjölmiðla í Filippseyjum á ræðunni,en í frétt á vef fréttaveitu Yahoo á Filippseyjumkemur fram að Duterte hafi skipt á milli ensku og filipino, hins opinbera tungumáls Filippseyja.Duterte hélt ræðuna í Quezon-borg en efni hennar var landbúnaður í Filippseyjum. Um miðbik ræðunnar skipti hann þó um umræðuefni og hóf að ræða um þungunarrof. Það var þá sem hann gagnrýndi stefnu Íslands í þeim málum harkalega.„Vitið þið hvað? Ísland leyfir þungunarrof upp að sex mánuðum. Ísland heimilar slátrun á fóstrum í móðurkviði upp að sex mánuðum,“ sagði Duterte á ensku að því er haft eftir honum í fjölmiðlum á Filippseyjum. Því næst skipti hann yfir á filipino.„Þessir drullusokkar,“ sagði hann að því er fram kemur í frétt Yahoo og gagnrýndi Ísland fyrir að hafa barist fyrir því að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem Ísland lagði þar fram um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum.Sjá má ræðuna hér að neðan Ummæli Duterte um Ísland hefjast þegar um 24 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Athygli vekur að svo virðist sem forsetinn skipti úr ensku yfir á opinbert tungumál Filippseyja til þess að segja verstu blótsyrðin. Virðist hafa miklar áhyggjur af ísáti Íslendinga Með samþykkt ályktunarinnar lýsti Mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvatti stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Þetta fór afar illa í Duterte eins og áður hefur verið greint frá.Svo virðist sem að Ísland sé enn ofarlega á baugi hjá Duterte sem var langt frá því hættur að tala um Ísland í ræðunni. „Ég skil ekki þessa asna. Ísland er svona vegna þess að þeir borða ís. Þeir hafa ekki vatn. Þessir drullusokkar eru fábjánar,“ er haft eftir Duterte sem gagnrýndi íslensk stjórnvöld fyrir að skipta sér af innanríkismálum á Íslandi. „Þeir segja mér hvernig ég á að vinna vinnuna mína. Ég vorkenni ykkur, þetta er ástæðan fyrir því að þið eruð dæmd til að vera ísilögð að eilífu, ég vona að þið frjósið í hel,“ er jafnframt haft eftir honum. Í voru samþykkti Alþingi lög um þungunarrof en samkvæmt þeim er heimilt að rjúfa þungun konu, að hennar beiðni, til loka 22. viku meðgöngu. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Utanríkismál Þungunarrof Tengdar fréttir „Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi“ Prófessor í stjórnmálafræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af deilu Íslands og Filippseyja. 16. júlí 2019 12:45 Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Vilja að Íslendingar ættleiði filippseyska eiturlyfjafíkla "Við, undirritaðir íbúar Filippseyja, kunnum að meta áhyggjur ykkar af mannréttindum eiturlyfjafíkla, eiturlyfjasala og eiturlyfjagengja á Filippseyjum. Samúð ykkar með þeim er lofsverð,“ svona hefst áskorun á hendur Íslendinga og íslenskra stjórnvalda frá íbúum Filippseyja á undirskriftalistasíðunni change.org. 23. júlí 2019 12:00 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Blótaði hann Íslendingum í sand og ösku, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel.Þetta kemur fram í þýðingu fjölmiðla í Filippseyjum á ræðunni,en í frétt á vef fréttaveitu Yahoo á Filippseyjumkemur fram að Duterte hafi skipt á milli ensku og filipino, hins opinbera tungumáls Filippseyja.Duterte hélt ræðuna í Quezon-borg en efni hennar var landbúnaður í Filippseyjum. Um miðbik ræðunnar skipti hann þó um umræðuefni og hóf að ræða um þungunarrof. Það var þá sem hann gagnrýndi stefnu Íslands í þeim málum harkalega.„Vitið þið hvað? Ísland leyfir þungunarrof upp að sex mánuðum. Ísland heimilar slátrun á fóstrum í móðurkviði upp að sex mánuðum,“ sagði Duterte á ensku að því er haft eftir honum í fjölmiðlum á Filippseyjum. Því næst skipti hann yfir á filipino.„Þessir drullusokkar,“ sagði hann að því er fram kemur í frétt Yahoo og gagnrýndi Ísland fyrir að hafa barist fyrir því að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem Ísland lagði þar fram um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum.Sjá má ræðuna hér að neðan Ummæli Duterte um Ísland hefjast þegar um 24 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Athygli vekur að svo virðist sem forsetinn skipti úr ensku yfir á opinbert tungumál Filippseyja til þess að segja verstu blótsyrðin. Virðist hafa miklar áhyggjur af ísáti Íslendinga Með samþykkt ályktunarinnar lýsti Mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvatti stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Þetta fór afar illa í Duterte eins og áður hefur verið greint frá.Svo virðist sem að Ísland sé enn ofarlega á baugi hjá Duterte sem var langt frá því hættur að tala um Ísland í ræðunni. „Ég skil ekki þessa asna. Ísland er svona vegna þess að þeir borða ís. Þeir hafa ekki vatn. Þessir drullusokkar eru fábjánar,“ er haft eftir Duterte sem gagnrýndi íslensk stjórnvöld fyrir að skipta sér af innanríkismálum á Íslandi. „Þeir segja mér hvernig ég á að vinna vinnuna mína. Ég vorkenni ykkur, þetta er ástæðan fyrir því að þið eruð dæmd til að vera ísilögð að eilífu, ég vona að þið frjósið í hel,“ er jafnframt haft eftir honum. Í voru samþykkti Alþingi lög um þungunarrof en samkvæmt þeim er heimilt að rjúfa þungun konu, að hennar beiðni, til loka 22. viku meðgöngu.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Utanríkismál Þungunarrof Tengdar fréttir „Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi“ Prófessor í stjórnmálafræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af deilu Íslands og Filippseyja. 16. júlí 2019 12:45 Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Vilja að Íslendingar ættleiði filippseyska eiturlyfjafíkla "Við, undirritaðir íbúar Filippseyja, kunnum að meta áhyggjur ykkar af mannréttindum eiturlyfjafíkla, eiturlyfjasala og eiturlyfjagengja á Filippseyjum. Samúð ykkar með þeim er lofsverð,“ svona hefst áskorun á hendur Íslendinga og íslenskra stjórnvalda frá íbúum Filippseyja á undirskriftalistasíðunni change.org. 23. júlí 2019 12:00 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
„Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi“ Prófessor í stjórnmálafræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af deilu Íslands og Filippseyja. 16. júlí 2019 12:45
Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30
Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46
Vilja að Íslendingar ættleiði filippseyska eiturlyfjafíkla "Við, undirritaðir íbúar Filippseyja, kunnum að meta áhyggjur ykkar af mannréttindum eiturlyfjafíkla, eiturlyfjasala og eiturlyfjagengja á Filippseyjum. Samúð ykkar með þeim er lofsverð,“ svona hefst áskorun á hendur Íslendinga og íslenskra stjórnvalda frá íbúum Filippseyja á undirskriftalistasíðunni change.org. 23. júlí 2019 12:00