„Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2019 12:45 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði. fréttablaðið/sigtryggur ari Prófessor í stjórnmálafræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af deilu Íslands og Filippseyja. Viðbrögðin séu fullkomlega fyrirséð. Forseti Filippseyja hefur látið hafa eftir sér að hann íhugi af alvöru að slíta stjórnmálasambandi við Ísland vegna tillögu Íslendinga fyrir mannréttindaráði Sameinuðuþjóðanna að framkvæmd yrði óháð rannsókn á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir snýst um að rannsaka baráttu gegn fíkniefnaneyslu Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gegn fíkniefnaneyslu þar í landi. Tillagan var samþykkt með naumindum í liðinni viku. Talið er að á bilinu 6000 til 20.000 manns hafi verið tekin af lífi á þeim þremur árum sem hið svokallaða fíkniefnastríð hefur staðið yfir á Filippseyjum. Salvador Panelo, talsmaður filippseysku forsetahallarinnar, sagði blaðamönnum í nótt að tillaga Íslands og samþykkt hennar væru til marks um hvernig Vesturveldin fyrirlíti sjálfsákvörðunarrétt þeirra til að verja þjóðina gegn hættum ólöglegra fíkniefna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir forseta Filippseyja, þekktan fyrir að virða hvorki mannréttindi né borgaraleg réttindi. „Ég held að þessi viðbrögð séu fullkomlega fyrirséð. Ég held að utanríkisþjónusta Íslands hafi átt algerlega von á þeim en ég sé ekki að þau hafi neinar sérstakar afleiðingar fyrir Ísland þannig lagað. Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi. Þeir sem að gætu orðið fyrir óþægindum af málinu eru fyrst og fremst þeir fjölmörgu Filippseyingar sem búa á Íslandi,“ segir Eiríkur. Utanríkisráðherra Filippseyja mótmælti niðurstöðunni að samþykkt lokinni en tjáði sig síðar um málið á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir að ekki séu áform um að slíta stjórnmálasamstarfinu. „Nú þurfa menn líka að átta sig á því að Ísland er auðvitað ekki eitt þarna í þessu. Það eru Sameinuðu þjóðirnar sem standa að þessari ályktun, ekki Ísland, sem er þó þarna í forsvari. Það er í sjálfu sér nýtt og er töluvert merkilegt að Íslendingar beiti sér með þessum hætti í alþjóðlegum málum. Við höfum ekki áður gert það með svona hætti í mannréttindamálum.“ Fréttastofa leitaði viðbragða hjá utanríkisráðuneytinu sem tjáir sig ekki að svo stöddu. Engin formleg viðbrögð hafa borist ráðuneytinu frá stjórnvöldum á Filippseyjum.Fréttin hefur verið uppfærð. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07 Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af deilu Íslands og Filippseyja. Viðbrögðin séu fullkomlega fyrirséð. Forseti Filippseyja hefur látið hafa eftir sér að hann íhugi af alvöru að slíta stjórnmálasambandi við Ísland vegna tillögu Íslendinga fyrir mannréttindaráði Sameinuðuþjóðanna að framkvæmd yrði óháð rannsókn á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir snýst um að rannsaka baráttu gegn fíkniefnaneyslu Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gegn fíkniefnaneyslu þar í landi. Tillagan var samþykkt með naumindum í liðinni viku. Talið er að á bilinu 6000 til 20.000 manns hafi verið tekin af lífi á þeim þremur árum sem hið svokallaða fíkniefnastríð hefur staðið yfir á Filippseyjum. Salvador Panelo, talsmaður filippseysku forsetahallarinnar, sagði blaðamönnum í nótt að tillaga Íslands og samþykkt hennar væru til marks um hvernig Vesturveldin fyrirlíti sjálfsákvörðunarrétt þeirra til að verja þjóðina gegn hættum ólöglegra fíkniefna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir forseta Filippseyja, þekktan fyrir að virða hvorki mannréttindi né borgaraleg réttindi. „Ég held að þessi viðbrögð séu fullkomlega fyrirséð. Ég held að utanríkisþjónusta Íslands hafi átt algerlega von á þeim en ég sé ekki að þau hafi neinar sérstakar afleiðingar fyrir Ísland þannig lagað. Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi. Þeir sem að gætu orðið fyrir óþægindum af málinu eru fyrst og fremst þeir fjölmörgu Filippseyingar sem búa á Íslandi,“ segir Eiríkur. Utanríkisráðherra Filippseyja mótmælti niðurstöðunni að samþykkt lokinni en tjáði sig síðar um málið á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir að ekki séu áform um að slíta stjórnmálasamstarfinu. „Nú þurfa menn líka að átta sig á því að Ísland er auðvitað ekki eitt þarna í þessu. Það eru Sameinuðu þjóðirnar sem standa að þessari ályktun, ekki Ísland, sem er þó þarna í forsvari. Það er í sjálfu sér nýtt og er töluvert merkilegt að Íslendingar beiti sér með þessum hætti í alþjóðlegum málum. Við höfum ekki áður gert það með svona hætti í mannréttindamálum.“ Fréttastofa leitaði viðbragða hjá utanríkisráðuneytinu sem tjáir sig ekki að svo stöddu. Engin formleg viðbrögð hafa borist ráðuneytinu frá stjórnvöldum á Filippseyjum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07 Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30
Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07
Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15