Chelsea Manning send aftur í fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2019 22:28 Manning fyrir utan dómshúsið í Alexandríu í Virginíu í dag. Vísir/EPA Bandarískur alríkisdómari úrskurðaði í dag að Chelsea Manning, fyrrverandi hermaður og heimildarmaður Wikileaks, hefði sýnt dómstólnum óvirðingu með því að neita að bera vitni. Manning verður aftur send í fangelsi en hún sat áður inni í tvo mánuði fyrir að neita að svara spurningum um Wikileaks. Saksóknarar vilja að Manning beri vitni fyrir ákærudómstól um hvernig samstarfi hennar við Wikileaks var háttað þegar hún kom fjölda leyniskjala til uppljóstranavefsins árið 2010. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur verið ákærður fyrir aðild að tölvuinnbroti vegna lekans og sækjast bandarísk yfirvöld eftir því að fá hann framseldan frá Bretlandi. Manning hefur hins vegar neitað að bera vitni. Hún afplánaði tveggja mánaða fangelsisrefsingu fyrir að sýna dómstól óvirðingu í Virginíu en var sleppt í síðustu viku. Nú segir Reuters-fréttastofan að alríkisdómari í Virginíu hafi aftur talið hana sýna réttinum óvirðingu og gert henni fangelsisrefsingu. Verði Manning ekki við stefnu um að bera vitni fyrir ákærudómstóli innan þrjátíu daga verður hún sektuð um 500 dollara á dag, jafnvirði rúmlega 61.000 íslenskra króna. Dagssektin tvöfaldast verði hún ekki við henni innan sextíu daga. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi og sat inni í sjö ár fyrir að hafa lekið skjölunum til Wikileaks þegar hún starfaði sem leyniþjónustugreinandi hjá Bandaríkjaher. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, mildaði dóm hennar rétt áður en hann lét af embætti í janúar árið 2017. Bandaríkin WikiLeaks Tengdar fréttir Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15 Manning send í fangelsi fyrir að neita að bera vitni gegn Wikileaks Manning er fyrrverandi hermaður sem var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2010 fyrir að leka leynilegum gögnum til Wikileaks. 8. mars 2019 15:43 Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31 Manning laus úr fangelsi Chelsea Manning fyrrverandi verktaki fyrir Bandaríkjaher sem lak upplýsingum til Wikileaks á sínum tíma er laus úr fangelsi. 10. maí 2019 07:18 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Bandarískur alríkisdómari úrskurðaði í dag að Chelsea Manning, fyrrverandi hermaður og heimildarmaður Wikileaks, hefði sýnt dómstólnum óvirðingu með því að neita að bera vitni. Manning verður aftur send í fangelsi en hún sat áður inni í tvo mánuði fyrir að neita að svara spurningum um Wikileaks. Saksóknarar vilja að Manning beri vitni fyrir ákærudómstól um hvernig samstarfi hennar við Wikileaks var háttað þegar hún kom fjölda leyniskjala til uppljóstranavefsins árið 2010. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur verið ákærður fyrir aðild að tölvuinnbroti vegna lekans og sækjast bandarísk yfirvöld eftir því að fá hann framseldan frá Bretlandi. Manning hefur hins vegar neitað að bera vitni. Hún afplánaði tveggja mánaða fangelsisrefsingu fyrir að sýna dómstól óvirðingu í Virginíu en var sleppt í síðustu viku. Nú segir Reuters-fréttastofan að alríkisdómari í Virginíu hafi aftur talið hana sýna réttinum óvirðingu og gert henni fangelsisrefsingu. Verði Manning ekki við stefnu um að bera vitni fyrir ákærudómstóli innan þrjátíu daga verður hún sektuð um 500 dollara á dag, jafnvirði rúmlega 61.000 íslenskra króna. Dagssektin tvöfaldast verði hún ekki við henni innan sextíu daga. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi og sat inni í sjö ár fyrir að hafa lekið skjölunum til Wikileaks þegar hún starfaði sem leyniþjónustugreinandi hjá Bandaríkjaher. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, mildaði dóm hennar rétt áður en hann lét af embætti í janúar árið 2017.
Bandaríkin WikiLeaks Tengdar fréttir Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15 Manning send í fangelsi fyrir að neita að bera vitni gegn Wikileaks Manning er fyrrverandi hermaður sem var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2010 fyrir að leka leynilegum gögnum til Wikileaks. 8. mars 2019 15:43 Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31 Manning laus úr fangelsi Chelsea Manning fyrrverandi verktaki fyrir Bandaríkjaher sem lak upplýsingum til Wikileaks á sínum tíma er laus úr fangelsi. 10. maí 2019 07:18 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15
Manning send í fangelsi fyrir að neita að bera vitni gegn Wikileaks Manning er fyrrverandi hermaður sem var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2010 fyrir að leka leynilegum gögnum til Wikileaks. 8. mars 2019 15:43
Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31
Manning laus úr fangelsi Chelsea Manning fyrrverandi verktaki fyrir Bandaríkjaher sem lak upplýsingum til Wikileaks á sínum tíma er laus úr fangelsi. 10. maí 2019 07:18