Manning neitað um lausn gegn tryggingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. apríl 2019 12:31 Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól Vísir/getty Chelsea Manning, uppljóstrari og áður greinandi hjá leyniþjónustu bandaríska hersins, mun þurfa að dvelja áfram í fangelsi eftir að áfrýjunardómstóll alríkisins neitaði í gær að verða við beiðni hennar um lausn gegn tryggingu. Dómstóllinn staðfesti þá einnig niðurstöðu lægra dómsstigs þess efnis að hún yrði höfð í haldi vegna vanvirðingar við dóminn að því er fram kemur í frétt Reuters. Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir hópi kviðdómenda eða svokölluðum Grand jury í tengslum við rannsókn bandarískra yfirvalda á WikiLeaks og meintum brotum hins ástralska Julians Assange, stofnanda WikiLeaks. Kviðdómurinn leggur mat á það hvort mál séu byggð á nægilega sterkum sönnunargögnum til að réttlætanlegt sé að gefa út ákæru. Manning sagðist hafa sagt allt sem hún hefði um málið að segja þegar hún var leidd fyrir herrétt árið 2010. Hún hefði engu við fyrri vitnisburð sinn að bæta og engar frekari upplýsingar sem myndu varpa ljósi á málið. Talsmaður Manning sagði að niðurstaðan hefði valdið henni vonbrigðum. Hún gæti þó ennþá varið sig gegn bandaríkjastjórn sem hún segir að misnoti dómskerfið til að reyna að koma höggi á sig. Manning var dæmd til 35 ára fangelsisvistar fyrir að leka trúnaðarskjölum til WikiLeaks sem leiddu í ljós framferði bandaríkastjórnar í Írak og Afganistan. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, mildaði þó dóminn í sinni stjórnartíð og var hún leyst úr haldi vorið 2017. Bandaríkin Fjölmiðlar WikiLeaks Tengdar fréttir Manning send í fangelsi fyrir að neita að bera vitni gegn Wikileaks Manning er fyrrverandi hermaður sem var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2010 fyrir að leka leynilegum gögnum til Wikileaks. 8. mars 2019 15:43 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Telur Bandaríkjamenn vilja læsa Assange inni og henda lyklunum Kristinn Hrafnsson segir framsalskröfuna fáránlega og telur fisk liggja þar undir steini. 11. apríl 2019 15:01 Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Chelsea Manning, uppljóstrari og áður greinandi hjá leyniþjónustu bandaríska hersins, mun þurfa að dvelja áfram í fangelsi eftir að áfrýjunardómstóll alríkisins neitaði í gær að verða við beiðni hennar um lausn gegn tryggingu. Dómstóllinn staðfesti þá einnig niðurstöðu lægra dómsstigs þess efnis að hún yrði höfð í haldi vegna vanvirðingar við dóminn að því er fram kemur í frétt Reuters. Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir hópi kviðdómenda eða svokölluðum Grand jury í tengslum við rannsókn bandarískra yfirvalda á WikiLeaks og meintum brotum hins ástralska Julians Assange, stofnanda WikiLeaks. Kviðdómurinn leggur mat á það hvort mál séu byggð á nægilega sterkum sönnunargögnum til að réttlætanlegt sé að gefa út ákæru. Manning sagðist hafa sagt allt sem hún hefði um málið að segja þegar hún var leidd fyrir herrétt árið 2010. Hún hefði engu við fyrri vitnisburð sinn að bæta og engar frekari upplýsingar sem myndu varpa ljósi á málið. Talsmaður Manning sagði að niðurstaðan hefði valdið henni vonbrigðum. Hún gæti þó ennþá varið sig gegn bandaríkjastjórn sem hún segir að misnoti dómskerfið til að reyna að koma höggi á sig. Manning var dæmd til 35 ára fangelsisvistar fyrir að leka trúnaðarskjölum til WikiLeaks sem leiddu í ljós framferði bandaríkastjórnar í Írak og Afganistan. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, mildaði þó dóminn í sinni stjórnartíð og var hún leyst úr haldi vorið 2017.
Bandaríkin Fjölmiðlar WikiLeaks Tengdar fréttir Manning send í fangelsi fyrir að neita að bera vitni gegn Wikileaks Manning er fyrrverandi hermaður sem var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2010 fyrir að leka leynilegum gögnum til Wikileaks. 8. mars 2019 15:43 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Telur Bandaríkjamenn vilja læsa Assange inni og henda lyklunum Kristinn Hrafnsson segir framsalskröfuna fáránlega og telur fisk liggja þar undir steini. 11. apríl 2019 15:01 Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Manning send í fangelsi fyrir að neita að bera vitni gegn Wikileaks Manning er fyrrverandi hermaður sem var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2010 fyrir að leka leynilegum gögnum til Wikileaks. 8. mars 2019 15:43
Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00
Telur Bandaríkjamenn vilja læsa Assange inni og henda lyklunum Kristinn Hrafnsson segir framsalskröfuna fáránlega og telur fisk liggja þar undir steini. 11. apríl 2019 15:01
Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42