Hjartnæm stund á leik Liverpool og Manchester City um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 14:00 Andy Robertson og Georginio Wijnaldum með fána til stuðnings Sean Cox. Getty/John Powell Liverpool getur náð níu stiga forskoti á Manchester City þegar liðin mætast á Anfield á sunnudaginn en þetta verða líka mikil tímamót fyrir einn 54 ára gamlan stuðningsmann Liverpool. Liverpool stuðningsmaðurinn Sean Cox mun á sunnudaginn mæta í fyrsta sinn á Anfield eftir árásina sem hann varð fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Roma. Hann verður heiðursgestur á leiknum ásamt fjölskyldu sinni. Stuðningsmenn ítalska félagsins Roma réðust á Sean Cox fyrir utan Anfield í apríl 2018. Hann hlaut alvarlegan heilaskaða í árásinni. Eftir átján mánaða meðferð á Írlandi þá hefur Sean Cox nú hafið aðra tólf vikna meðferð hjá sérfræðingi á norður Englandi sem mun hjálpa honum með tal og hreyfingar."We're delighted to see Sean back." Liverpool fan Sean Cox is to return to Anfield for the first time since sustaining serious injuries in an attack outside the ground in 2018. More https://t.co/kSsIMfZrFk#LFCpic.twitter.com/P23FtYoiPP — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019Goðsagnir Liverpool og írska landsliðsins mættust í vor í söfnunarleik fyrir Sean Cox en leikurinn fór fram í Dublin á Írlandi. Alls söfnuðust 748 þúsund evrur í Sean Cox Rehabilitation sjóðinn. Martina, eiginkona Cox, segist sjá framfarir hjá manni sínum en að þær gangi hægt og hann eigi enn þá mjög erfitt með að tjá sig. Ítalinn Simone Mastrelli var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir árásina. „Við erum mjög ánægð með að geta boðið Sean og fjölskyldu hans aftur velkomin á Anfield. Þetta verður örugglega tilfinningaþrungin stund fyrir fjölskylduna. Félagið hefur unnið mjög náið með Cox-fjölskyldunni til að gera þessa heimsókn eins auðvelda og kostur er,“ sagði Peter Moore, stjórnarformaður Liverpool. „Það hvernig stuðningsmenn okkar hafa stutt við bakið á Cox-fjölskyldunni sýnir vel hollustu þeirra gagnvart Liverpool fjölskyldunni og við vitum að þannig verður þetta einnig á sunnudaginn,“ sagði Peter Moore. Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira
Liverpool getur náð níu stiga forskoti á Manchester City þegar liðin mætast á Anfield á sunnudaginn en þetta verða líka mikil tímamót fyrir einn 54 ára gamlan stuðningsmann Liverpool. Liverpool stuðningsmaðurinn Sean Cox mun á sunnudaginn mæta í fyrsta sinn á Anfield eftir árásina sem hann varð fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Roma. Hann verður heiðursgestur á leiknum ásamt fjölskyldu sinni. Stuðningsmenn ítalska félagsins Roma réðust á Sean Cox fyrir utan Anfield í apríl 2018. Hann hlaut alvarlegan heilaskaða í árásinni. Eftir átján mánaða meðferð á Írlandi þá hefur Sean Cox nú hafið aðra tólf vikna meðferð hjá sérfræðingi á norður Englandi sem mun hjálpa honum með tal og hreyfingar."We're delighted to see Sean back." Liverpool fan Sean Cox is to return to Anfield for the first time since sustaining serious injuries in an attack outside the ground in 2018. More https://t.co/kSsIMfZrFk#LFCpic.twitter.com/P23FtYoiPP — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019Goðsagnir Liverpool og írska landsliðsins mættust í vor í söfnunarleik fyrir Sean Cox en leikurinn fór fram í Dublin á Írlandi. Alls söfnuðust 748 þúsund evrur í Sean Cox Rehabilitation sjóðinn. Martina, eiginkona Cox, segist sjá framfarir hjá manni sínum en að þær gangi hægt og hann eigi enn þá mjög erfitt með að tjá sig. Ítalinn Simone Mastrelli var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir árásina. „Við erum mjög ánægð með að geta boðið Sean og fjölskyldu hans aftur velkomin á Anfield. Þetta verður örugglega tilfinningaþrungin stund fyrir fjölskylduna. Félagið hefur unnið mjög náið með Cox-fjölskyldunni til að gera þessa heimsókn eins auðvelda og kostur er,“ sagði Peter Moore, stjórnarformaður Liverpool. „Það hvernig stuðningsmenn okkar hafa stutt við bakið á Cox-fjölskyldunni sýnir vel hollustu þeirra gagnvart Liverpool fjölskyldunni og við vitum að þannig verður þetta einnig á sunnudaginn,“ sagði Peter Moore.
Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira