Eldflaugar flugu þrátt fyrir vopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2019 12:29 Heilt yfir hefur um 450 eldflaugum og sprengju verið varpað á Ísrael frá því á þriðjudagsmorgun og her Ísrael gerði fjölda loftárása á Gasa. AP/Khalil Hamra Fimm eldflaugum var skotið frá Gasa að Ísrael í morgun, þrátt fyrir að vopnahléi hafi verið lýst yfir. Það var gert eftir tveggja daga átök þar sem minnst 34 dóu í Palestínu, þar af átta börn og þrjár konur. Embættismenn í Palestínu segja minnst 18 þeirra hafa verið vígamenn. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þessum nýju eldflaugaskotum en ró virðist komin aftur á svæðið í kjölfar þeirra. Heilt yfir hefur um 450 eldflaugum og sprengju verið varpað á Ísrael frá því á þriðjudagsmorgun og her Ísrael gerði fjölda loftárása á Gasa. PIJ segja þó að meðlimir samtakanna, sem hafi ekki frétt af vopnahléinu, hafi líklega skotið eldflaugunum. Vopnahléið er til komið með aðkomu embættismanna frá Egyptalandi, sem hafa ítrekað miðlað á milli fylkinga á Gasa og í Ísrael, og Sameinuðu þjóðanna. Átökin hófust þegar herinn réð Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad (PIJ), af dögum í loftárás. PIJ eru studd af Íran en embættismenn í Ísrael segja umræddan leiðtoga hafa verið „tifandi tímasprengju“ og hann hafi staðið að baki fjölda árása á Ísrael. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Ísrael lýsa aðgerðum sínum sem sigri, þrátt fyrir dauðsföll almennra borgara, og heita því að beita þessari taktík áfram. Þeir segjast hafa fellt um 25 vígamenn í loftárásum.Forsvarsmenn PIJ segja þó að ein af kröfum þeirra vegna vopnahlés hafi verið að her Ísraels hætti að ráða leiðtoga samtakanna af dögum. Samtökin eru studd af Íran. Naftali Bennett, varnarmálaráðherra Ísrael, segir vígamenn á Gasa hvergi vera örugga. „Hryðjuverkamaður sem reynir að skaða ísraelska borgara mun ekki geta sofið værum svefni. Ekki á heimili sínu og í rúmi sínu eða á einhverjum felustað.“ Ísrael Palestína Tengdar fréttir Vígamenn segja ekki tímabært að ræða frið á Gasa Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. 13. nóvember 2019 12:12 Samið um vopnahlé milli Ísraela og liðsmanna PIJ Tveir dagar eru síðan átök blossuðu upp í kjölfar loftárásar Ísraela þar sem háttsettur PIJ-maður lét lífið ásamt konu sinni. 14. nóvember 2019 08:06 Segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn Ísraelar gerðu enn eina loftárásina á Gasasvæðið í morgun og segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn. Eldflaugaskot frá Gasa hófust einnig á ný í morgun eftir hlé í nótt. 13. nóvember 2019 08:22 Vilja ekki stigmögnun en segjast svara fyrir sig Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt. 12. nóvember 2019 12:46 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Fimm eldflaugum var skotið frá Gasa að Ísrael í morgun, þrátt fyrir að vopnahléi hafi verið lýst yfir. Það var gert eftir tveggja daga átök þar sem minnst 34 dóu í Palestínu, þar af átta börn og þrjár konur. Embættismenn í Palestínu segja minnst 18 þeirra hafa verið vígamenn. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þessum nýju eldflaugaskotum en ró virðist komin aftur á svæðið í kjölfar þeirra. Heilt yfir hefur um 450 eldflaugum og sprengju verið varpað á Ísrael frá því á þriðjudagsmorgun og her Ísrael gerði fjölda loftárása á Gasa. PIJ segja þó að meðlimir samtakanna, sem hafi ekki frétt af vopnahléinu, hafi líklega skotið eldflaugunum. Vopnahléið er til komið með aðkomu embættismanna frá Egyptalandi, sem hafa ítrekað miðlað á milli fylkinga á Gasa og í Ísrael, og Sameinuðu þjóðanna. Átökin hófust þegar herinn réð Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad (PIJ), af dögum í loftárás. PIJ eru studd af Íran en embættismenn í Ísrael segja umræddan leiðtoga hafa verið „tifandi tímasprengju“ og hann hafi staðið að baki fjölda árása á Ísrael. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Ísrael lýsa aðgerðum sínum sem sigri, þrátt fyrir dauðsföll almennra borgara, og heita því að beita þessari taktík áfram. Þeir segjast hafa fellt um 25 vígamenn í loftárásum.Forsvarsmenn PIJ segja þó að ein af kröfum þeirra vegna vopnahlés hafi verið að her Ísraels hætti að ráða leiðtoga samtakanna af dögum. Samtökin eru studd af Íran. Naftali Bennett, varnarmálaráðherra Ísrael, segir vígamenn á Gasa hvergi vera örugga. „Hryðjuverkamaður sem reynir að skaða ísraelska borgara mun ekki geta sofið værum svefni. Ekki á heimili sínu og í rúmi sínu eða á einhverjum felustað.“
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Vígamenn segja ekki tímabært að ræða frið á Gasa Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. 13. nóvember 2019 12:12 Samið um vopnahlé milli Ísraela og liðsmanna PIJ Tveir dagar eru síðan átök blossuðu upp í kjölfar loftárásar Ísraela þar sem háttsettur PIJ-maður lét lífið ásamt konu sinni. 14. nóvember 2019 08:06 Segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn Ísraelar gerðu enn eina loftárásina á Gasasvæðið í morgun og segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn. Eldflaugaskot frá Gasa hófust einnig á ný í morgun eftir hlé í nótt. 13. nóvember 2019 08:22 Vilja ekki stigmögnun en segjast svara fyrir sig Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt. 12. nóvember 2019 12:46 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Vígamenn segja ekki tímabært að ræða frið á Gasa Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. 13. nóvember 2019 12:12
Samið um vopnahlé milli Ísraela og liðsmanna PIJ Tveir dagar eru síðan átök blossuðu upp í kjölfar loftárásar Ísraela þar sem háttsettur PIJ-maður lét lífið ásamt konu sinni. 14. nóvember 2019 08:06
Segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn Ísraelar gerðu enn eina loftárásina á Gasasvæðið í morgun og segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn. Eldflaugaskot frá Gasa hófust einnig á ný í morgun eftir hlé í nótt. 13. nóvember 2019 08:22
Vilja ekki stigmögnun en segjast svara fyrir sig Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt. 12. nóvember 2019 12:46