Eldflaugar flugu þrátt fyrir vopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2019 12:29 Heilt yfir hefur um 450 eldflaugum og sprengju verið varpað á Ísrael frá því á þriðjudagsmorgun og her Ísrael gerði fjölda loftárása á Gasa. AP/Khalil Hamra Fimm eldflaugum var skotið frá Gasa að Ísrael í morgun, þrátt fyrir að vopnahléi hafi verið lýst yfir. Það var gert eftir tveggja daga átök þar sem minnst 34 dóu í Palestínu, þar af átta börn og þrjár konur. Embættismenn í Palestínu segja minnst 18 þeirra hafa verið vígamenn. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þessum nýju eldflaugaskotum en ró virðist komin aftur á svæðið í kjölfar þeirra. Heilt yfir hefur um 450 eldflaugum og sprengju verið varpað á Ísrael frá því á þriðjudagsmorgun og her Ísrael gerði fjölda loftárása á Gasa. PIJ segja þó að meðlimir samtakanna, sem hafi ekki frétt af vopnahléinu, hafi líklega skotið eldflaugunum. Vopnahléið er til komið með aðkomu embættismanna frá Egyptalandi, sem hafa ítrekað miðlað á milli fylkinga á Gasa og í Ísrael, og Sameinuðu þjóðanna. Átökin hófust þegar herinn réð Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad (PIJ), af dögum í loftárás. PIJ eru studd af Íran en embættismenn í Ísrael segja umræddan leiðtoga hafa verið „tifandi tímasprengju“ og hann hafi staðið að baki fjölda árása á Ísrael. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Ísrael lýsa aðgerðum sínum sem sigri, þrátt fyrir dauðsföll almennra borgara, og heita því að beita þessari taktík áfram. Þeir segjast hafa fellt um 25 vígamenn í loftárásum.Forsvarsmenn PIJ segja þó að ein af kröfum þeirra vegna vopnahlés hafi verið að her Ísraels hætti að ráða leiðtoga samtakanna af dögum. Samtökin eru studd af Íran. Naftali Bennett, varnarmálaráðherra Ísrael, segir vígamenn á Gasa hvergi vera örugga. „Hryðjuverkamaður sem reynir að skaða ísraelska borgara mun ekki geta sofið værum svefni. Ekki á heimili sínu og í rúmi sínu eða á einhverjum felustað.“ Ísrael Palestína Tengdar fréttir Vígamenn segja ekki tímabært að ræða frið á Gasa Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. 13. nóvember 2019 12:12 Samið um vopnahlé milli Ísraela og liðsmanna PIJ Tveir dagar eru síðan átök blossuðu upp í kjölfar loftárásar Ísraela þar sem háttsettur PIJ-maður lét lífið ásamt konu sinni. 14. nóvember 2019 08:06 Segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn Ísraelar gerðu enn eina loftárásina á Gasasvæðið í morgun og segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn. Eldflaugaskot frá Gasa hófust einnig á ný í morgun eftir hlé í nótt. 13. nóvember 2019 08:22 Vilja ekki stigmögnun en segjast svara fyrir sig Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt. 12. nóvember 2019 12:46 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Fimm eldflaugum var skotið frá Gasa að Ísrael í morgun, þrátt fyrir að vopnahléi hafi verið lýst yfir. Það var gert eftir tveggja daga átök þar sem minnst 34 dóu í Palestínu, þar af átta börn og þrjár konur. Embættismenn í Palestínu segja minnst 18 þeirra hafa verið vígamenn. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þessum nýju eldflaugaskotum en ró virðist komin aftur á svæðið í kjölfar þeirra. Heilt yfir hefur um 450 eldflaugum og sprengju verið varpað á Ísrael frá því á þriðjudagsmorgun og her Ísrael gerði fjölda loftárása á Gasa. PIJ segja þó að meðlimir samtakanna, sem hafi ekki frétt af vopnahléinu, hafi líklega skotið eldflaugunum. Vopnahléið er til komið með aðkomu embættismanna frá Egyptalandi, sem hafa ítrekað miðlað á milli fylkinga á Gasa og í Ísrael, og Sameinuðu þjóðanna. Átökin hófust þegar herinn réð Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad (PIJ), af dögum í loftárás. PIJ eru studd af Íran en embættismenn í Ísrael segja umræddan leiðtoga hafa verið „tifandi tímasprengju“ og hann hafi staðið að baki fjölda árása á Ísrael. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Ísrael lýsa aðgerðum sínum sem sigri, þrátt fyrir dauðsföll almennra borgara, og heita því að beita þessari taktík áfram. Þeir segjast hafa fellt um 25 vígamenn í loftárásum.Forsvarsmenn PIJ segja þó að ein af kröfum þeirra vegna vopnahlés hafi verið að her Ísraels hætti að ráða leiðtoga samtakanna af dögum. Samtökin eru studd af Íran. Naftali Bennett, varnarmálaráðherra Ísrael, segir vígamenn á Gasa hvergi vera örugga. „Hryðjuverkamaður sem reynir að skaða ísraelska borgara mun ekki geta sofið værum svefni. Ekki á heimili sínu og í rúmi sínu eða á einhverjum felustað.“
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Vígamenn segja ekki tímabært að ræða frið á Gasa Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. 13. nóvember 2019 12:12 Samið um vopnahlé milli Ísraela og liðsmanna PIJ Tveir dagar eru síðan átök blossuðu upp í kjölfar loftárásar Ísraela þar sem háttsettur PIJ-maður lét lífið ásamt konu sinni. 14. nóvember 2019 08:06 Segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn Ísraelar gerðu enn eina loftárásina á Gasasvæðið í morgun og segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn. Eldflaugaskot frá Gasa hófust einnig á ný í morgun eftir hlé í nótt. 13. nóvember 2019 08:22 Vilja ekki stigmögnun en segjast svara fyrir sig Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt. 12. nóvember 2019 12:46 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Vígamenn segja ekki tímabært að ræða frið á Gasa Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. 13. nóvember 2019 12:12
Samið um vopnahlé milli Ísraela og liðsmanna PIJ Tveir dagar eru síðan átök blossuðu upp í kjölfar loftárásar Ísraela þar sem háttsettur PIJ-maður lét lífið ásamt konu sinni. 14. nóvember 2019 08:06
Segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn Ísraelar gerðu enn eina loftárásina á Gasasvæðið í morgun og segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn. Eldflaugaskot frá Gasa hófust einnig á ný í morgun eftir hlé í nótt. 13. nóvember 2019 08:22
Vilja ekki stigmögnun en segjast svara fyrir sig Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt. 12. nóvember 2019 12:46