Erlent

Samið um vopna­hlé milli Ísraela og liðs­manna PIJ

Atli Ísleifsson skrifar
Aðstandendur syrgja látna við al-Shifa-spítalann í Gasaborg.
Aðstandendur syrgja látna við al-Shifa-spítalann í Gasaborg. Getty

Samið hefur verið um vopnahlé á milli Ísraela og liðsmanna íslamistasamtakanna PIJ á Gasa-svæðinu, tveimur dögum eftir að átök blossuðu upp í kjölfar loftárásar Ísraela þar sem háttsettur PIJ-maður lét lífið ásamt konu sinni.

Þetta herma heimildir breska ríkisútvarpsins en Ísraelar hafa þó enn ekki staðfest að samningur um vopnahlé hafi náðst.

Heilbrigðisráðuneytið á Gasa, sem Hamas-samtökin stjórna, segir að 32 Palestínumenn hafi fallið í átökunum og 63 eru sagðir særðir.

Talsmaður PIJ-samtakanna segir að vopnahléið hafi tekið gildi klukkan hálf fjögur í nótt að íslenskum tíma.

Háttsettur maður í egypska stjórnkerfinu segir að vopnahléinu hafi verið komið á fyrir tilstilli Egypta og að tekist hafi að koma í veg fyrir alvarlegri stríðsátök á Gasa.


Tengdar fréttir

Segjast hafa fellt tvo íslamska víga­menn

Ísraelar gerðu enn eina loftárásina á Gasasvæðið í morgun og segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn. Eldflaugaskot frá Gasa hófust einnig á ný í morgun eftir hlé í nótt.

Vilja ekki stigmögnun en segjast svara fyrir sig

Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.