Erlent

Samið um vopna­hlé milli Ísraela og liðs­manna PIJ

Atli Ísleifsson skrifar
Aðstandendur syrgja látna við al-Shifa-spítalann í Gasaborg.
Aðstandendur syrgja látna við al-Shifa-spítalann í Gasaborg. Getty
Samið hefur verið um vopnahlé á milli Ísraela og liðsmanna íslamistasamtakanna PIJ á Gasa-svæðinu, tveimur dögum eftir að átök blossuðu upp í kjölfar loftárásar Ísraela þar sem háttsettur PIJ-maður lét lífið ásamt konu sinni.Þetta herma heimildir breska ríkisútvarpsins en Ísraelar hafa þó enn ekki staðfest að samningur um vopnahlé hafi náðst.Heilbrigðisráðuneytið á Gasa, sem Hamas-samtökin stjórna, segir að 32 Palestínumenn hafi fallið í átökunum og 63 eru sagðir særðir.Talsmaður PIJ-samtakanna segir að vopnahléið hafi tekið gildi klukkan hálf fjögur í nótt að íslenskum tíma.Háttsettur maður í egypska stjórnkerfinu segir að vopnahléinu hafi verið komið á fyrir tilstilli Egypta og að tekist hafi að koma í veg fyrir alvarlegri stríðsátök á Gasa.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Segjast hafa fellt tvo íslamska víga­menn

Ísraelar gerðu enn eina loftárásina á Gasasvæðið í morgun og segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn. Eldflaugaskot frá Gasa hófust einnig á ný í morgun eftir hlé í nótt.

Vilja ekki stigmögnun en segjast svara fyrir sig

Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.