Tíu ár frá draumafrumraun Macheda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2019 12:00 Macheda fagnar markinu fræga. vísir/getty Í dag, 5. apríl 2019, eru tíu ár síðan Federico Macheda skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann skoraði sigurmark Manchester United gegn Aston Villa í sínum fyrsta leik fyrir aðallið félagsins. Markið kom á mikilvægum tíma og skipti sköpum í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Fáir kunnu deili á Macheda þegar Sir Alex Ferguson setti þennan 17 ára Ítala inn á fyrir Nani eftir rúman klukkutíma í leik United og Villa á Old Trafford sunnudaginn 5. apríl 2009. United hafði tapað tveimur leikjum í röð og var 1-2 undir á móti Villa. Daginn áður hafði Liverpool minnkað forskot United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í eitt stig með 0-1 útisigri á Fulham og því var staða Ferguson og félaga viðkvæm. Ronaldo jafnaði fyrir United á 81. mínútu með sínu öðru marki í leiknum. Og þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma var röðin komin að Macheda. Hann fékk boltann frá Ryan Giggs, sneri skemmtilega með boltann og skrúfaði hann svo í fjærhornið framhjá Brad Friedel í marki Villa. Macheda ærðist af fögnuði sem og allir stuðningsmenn United. Just listen to that roar#OnThisDay 10 years ago, Federico Macheda scored the winner against Villa!pic.twitter.com/WAKhrXMyoH — Manchester United (@ManUtd) April 5, 2019 Eftir þennan dramatíska sigur leit United aldrei í baksýnisspegilinn. Þeir fóru á mikið flug, unnu næstu sex deildarleiki og eftir markalaust jafntefli við Arsenal í næstsíðustu umferðinni var átjándi Englandsmeistaratitilinn í höfn. United jafnaði þar með titlafjölda Liverpool. Hvað Macheda varðar skoraði hann í næsta deildarleik United, 1-2 sigri á Sunderland, og kom við sögu í nokkrum leikjum það sem eftir lifði tímabils. Ítalanum tókst þó engan veginn að fylgja frumrauninni ótrúlegu eftir. Hann skoraði aðeins þrjú mörk fyrir United eftir tímabilið 2008-09 og var lánaður til fjölmargra félaga á næstu árum. Macheda átti erfitt uppdráttar nánast alls staðar þar sem hann fór og ferilinn, sem byrjaði svo vel, fór aldrei almennilega af stað. Macheda yfirgaf United þegar samningur hans rann út sumarið 2014. Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi þjálfari hans í varaliði United og núverandi þjálfari aðalliðsins, fékk sinn gamla leikmann til Cardiff City. Þar gat sá ítalski lítið og skoraði aðeins átta mörk í 33 leikjum fyrir velska liðið. Í dag leikur hinn 27 ára Macheda með Panathinaikos í Grikklandi. Hann hefur skorað átta mörk í 24 leikjum með liðinu.Macheda í leik með Cardiff. Hann gerði engar rósir í velsku höfuðborginni.vísir/getty Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Í dag, 5. apríl 2019, eru tíu ár síðan Federico Macheda skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann skoraði sigurmark Manchester United gegn Aston Villa í sínum fyrsta leik fyrir aðallið félagsins. Markið kom á mikilvægum tíma og skipti sköpum í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Fáir kunnu deili á Macheda þegar Sir Alex Ferguson setti þennan 17 ára Ítala inn á fyrir Nani eftir rúman klukkutíma í leik United og Villa á Old Trafford sunnudaginn 5. apríl 2009. United hafði tapað tveimur leikjum í röð og var 1-2 undir á móti Villa. Daginn áður hafði Liverpool minnkað forskot United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í eitt stig með 0-1 útisigri á Fulham og því var staða Ferguson og félaga viðkvæm. Ronaldo jafnaði fyrir United á 81. mínútu með sínu öðru marki í leiknum. Og þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma var röðin komin að Macheda. Hann fékk boltann frá Ryan Giggs, sneri skemmtilega með boltann og skrúfaði hann svo í fjærhornið framhjá Brad Friedel í marki Villa. Macheda ærðist af fögnuði sem og allir stuðningsmenn United. Just listen to that roar#OnThisDay 10 years ago, Federico Macheda scored the winner against Villa!pic.twitter.com/WAKhrXMyoH — Manchester United (@ManUtd) April 5, 2019 Eftir þennan dramatíska sigur leit United aldrei í baksýnisspegilinn. Þeir fóru á mikið flug, unnu næstu sex deildarleiki og eftir markalaust jafntefli við Arsenal í næstsíðustu umferðinni var átjándi Englandsmeistaratitilinn í höfn. United jafnaði þar með titlafjölda Liverpool. Hvað Macheda varðar skoraði hann í næsta deildarleik United, 1-2 sigri á Sunderland, og kom við sögu í nokkrum leikjum það sem eftir lifði tímabils. Ítalanum tókst þó engan veginn að fylgja frumrauninni ótrúlegu eftir. Hann skoraði aðeins þrjú mörk fyrir United eftir tímabilið 2008-09 og var lánaður til fjölmargra félaga á næstu árum. Macheda átti erfitt uppdráttar nánast alls staðar þar sem hann fór og ferilinn, sem byrjaði svo vel, fór aldrei almennilega af stað. Macheda yfirgaf United þegar samningur hans rann út sumarið 2014. Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi þjálfari hans í varaliði United og núverandi þjálfari aðalliðsins, fékk sinn gamla leikmann til Cardiff City. Þar gat sá ítalski lítið og skoraði aðeins átta mörk í 33 leikjum fyrir velska liðið. Í dag leikur hinn 27 ára Macheda með Panathinaikos í Grikklandi. Hann hefur skorað átta mörk í 24 leikjum með liðinu.Macheda í leik með Cardiff. Hann gerði engar rósir í velsku höfuðborginni.vísir/getty
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira