„Rödd Anfield“ dreymir um einn meistaratitil hjá Liverpool áður en hann deyr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2019 13:30 Bruce Grobbelaar, markvörðurinn litríki, fagnar hér síðasta meistaratitli Liverpool fyrir 29 árum síðan. Getty/Dan Smith Í þriðja sinn á síðasta áratug á Liverpool möguleika á að vinna ensku deildina og enda næstum því þriggja áratuga bið. BBC hitti nokkra valinkunna menn tengda Liverpool en þetta eru menn sem muna tímana tvenna hjá félaginu. Þeir sögðu sína skoðun hversu miklu máli það myndi skipti þá og stuðningsmenn Liverpool að vinna titilinn í ár. Liverpool getur aftur komist upp fyrir Manchester City og í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með útisigri á Southampton í kvöld. Liverpool hefur ekki orðið enskur meistari í 29 ár en hvað myndi það þýða fyrir félagið og stuðningsmenn þess að enda þessa næstum því þriggja áratuga bið eftir þeim stóra. Breska ríkisútvarpið hitti nokkra af þeim sem hafa tengdir félaginu í allan þennan tíma og ræddi við þá um möguleikann á meistaratitli í vor.Jordan Henderson á fæðingadeildinni Þegar Liverpool vann ensku deildina vorið 1990 þá var knattspyrnustjóri liðsins í dag, Jürgen Klopp, aðeins 22 ára gamall og nýbúinn að skrifa undir hjá þýska b-deildarliðinu Mainz. Á sama tíma var núverandi fyrirliði félagsins, Jordan Henderson, á fæðingardeildinni í Sunderland. Á árunum 1972 til 1990 þá vann Liverpool 11 af 18 meistaratitlum í boði og bætti við það fjórum Evrópumeistaratitlum, tveimur UEFA-bikartitlum, þremur bikarmeistaratitlum og fjórum deildarmeistaratitlum. Blaðamaður BBC hitti nokkra góða menn í Liverpool og ræddi möguleikann á nítjánda meistaratitli Liverpool í ár. Þar á meðal voru „Rödd Anfield leikvangsins“, eigandi „The Arkles“ krárinnar fyrir utan Anfield og maðurinn sem hefur mætt á alla heimaleiki Liverpool frá og með 1976-77 tímabilinu.It's been a long 29 years... What would it mean to these people if Liverpool win the Premier League? https://t.co/WK4nQZXpdD#LFCpic.twitter.com/0nv2D0zN4U — BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2019George Septhon er þekktur undir viðurnefninu „Rödd Anfield“ en hann hefur verið vallarþulur á heimavelli Liverpool liðsins síðan 14. ágúst 1971. Fyrsti leikur Septhon var líka fyrsti leikur Kevin Keegan fyrir Liverpool. Síðan eru liðin 48 ár og George Septhon er orðinn 73 ára gamall.Anfield var eins og dómkirkja „Það fylgir því slæm tilfinning að það séu til heilar kynslóðir af stuðningsmönnum Liverpool sem voru ekki fæddar þegar félagið vann síðasta enska titilinn. Það er bara rangt,“ sagði George Septhon. Hann minnist samstarfsmanna hjá félaginu sem hafa fallið frá á þessum tíma. „Ef þú hefðir sagt mér, þegar Alan Hansen lyfti bikarnum árið 1990, að við myndum ekki vinna hann aftur á þeirra ævi þá hefðu þeir horft á þig eins og þú værir ruglaður,“ sagði Septhon. „Það var bara venjan að vinna titilinn á fyrstu tuttugu árum mínum hjá klúbbnum. Ég minnist þess að koma heima af leik í ágúst 1984 og segja eiginkonunni frá því að Anfield hafi verið eins og dómkirkja því það heyrðist svo lítið í stuðningsmönnunum. Fólk mætti bara og bjóst við titli í lok tímabilsins,“ sagði Septhon. „Núna væri ég ánægður með að vinna titilinn bara einu sinni áður en ég dey. Það er liggja væntingar mínar í dag,“ sagði George Septhon.Liverpool liðið sem vann 1990.Vísir/GettySér Anfield þegar hann dregur frá gluggunum Paul Tremarco er annar maður á svæðinu með sterk tengsl við klúbbinn. Hann hefur rekið The Arkles kránna fyrir utan Anfield undanfarin tíu ár. Hann hefur líka verið með ársmiða hjá Liverpool í 45 ár. Tremarco vann líka á þessari sömu krá á árunum 1990 til 1993."The parties will be going on quite some time." What would it mean for those who have followed, worked for and reported on the club over 29 titleless years if Liverpool were to win the Premier League this season?https://t.co/WK4nQZXpdDpic.twitter.com/knTNpFMWQE — BBC Sport (@BBCSport) April 4, 2019 „Ég vinn niðri og bý uppi. Á hverjum degi dreg ég frá gardínurnar og þá blasir Anfield við. Ég er mjög ástríðufullur þegar kemur að félaginu og þetta er fullkomið starf fyrir mig,“ sagði Paul Tremarco. „Við erum kannski komnir í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar en allir vilja frekar vinna ensku deildina. Það er engin spurning og maður heyrir það greinilega á fólki,“ sagði Tremarco. „Þegar ég var ungur maður þá snerist þetta meira um hvaða lið endaði í öðru sæti á eftir okkur. Ég var svo heppinn að fá að lifa þessa tíma og við kunnum kannski ekki nógu mikið að meta þetta þá. Nú er þetta allt önnur tíð og nú snýst líka allt um peninga,“ sagði,“ sagði Tremarco.Is fate taking Liverpool to their first title since 1990?@philmcnulty has his say:https://t.co/grKZuuMjHhpic.twitter.com/ZFtzFmKpIL — BBC Sport (@BBCSport) April 1, 2019Vísir/Getty Jafnvel meira afrek en 1964 eða 1977 „Það var risastórt afrek þegar Bill Shankly vann deildina árið 1964, tveimur árum eftir að liðið kom upp. Það var líka mjög stórt að vinna Evrópubikarinn í fyrsta sinn árið 1977. Að vinna ensku deildina í ár væri eins og gott og þessir tveir titlar ef ekki betra,“ sagði Tremarco. „Ég get líka lofað þér því að þú kæmist þá ekki inn á krána mína um morguninn fyrir lokaleikinn á móti Wolves. Það væri allt troðið. Það myndu vera 54 þúsund manns á vellinum og tvö hundruð þúsund manns í viðbóta á svæðinu að upplifa þetta,“ sagði Tremarco. Les Lawson er stjórnarformaður í opinberum stuðningsmannaklúbbi Liverpool á Merseyside svæðinu. Hann hefur mætt á alla heimaleiki félagsins frá 1976-77 tímabilinu. „Það er langt síðan Liverpool vann deildina og það er eini bikarinn sem allir stuðningsmenn Liverpool vilja vinna. Kynslóðir hafa ekki séð Liverpool vinna deildina og það yrði stórkostleg upplifun takist það,“ sagði Les Lawson.Liverpool have built the perfect platform to end a title drought stretching back to 1990. Anfield has suffered false dawns before - but does this feel different? https://t.co/ToXcD5FSPz — Phil McNulty (@philmcnulty) December 30, 2018 „Við tókum það sem sjálfsögðum hlut að vinna deildina á sínum tíma. Ef við unnum hana ekki þetta tímabil þá myndum við bara vinna hana árið eftir. Það var svo eðlilegt fyrir Liverpool að vinna ensku deildina og við kunnum ekki almennilega að meta það,“ sagði Lawson. Ekki andlega þættinum að kenna „Við höfum verið nokkrum sinnum nálægt því að vinna deildina á síðustu árum,“ sagði Lawson og nefnir vorið 2009 og svo 2014 þegar liðið klúðraði niður góðri stöðu í lokin. Tap á heimavelli á móti Chelsea reyndist vera sérstaklega dýrkeypt. „Mér leið ekki vel eftir Chelsea leikinn en ef þú vilt virkilega upplifa sigurinn þá þarftu líka að upplifa það að tapa. Það er samt ekki andlegi þátturinn sem hefur komið í veg fyrir að við höfum unnið titilinn heldur er það bara svo erfitt,“ sagði Lawson. Það má finna viðtölin við þessa kappa og fleiri með því að smella hér.John Barnes og Peter Beardsley voru lykilmenn í sigri Liverpool 1989-90 tímabilið.Vísir/GettyVísir/Getty Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira
Í þriðja sinn á síðasta áratug á Liverpool möguleika á að vinna ensku deildina og enda næstum því þriggja áratuga bið. BBC hitti nokkra valinkunna menn tengda Liverpool en þetta eru menn sem muna tímana tvenna hjá félaginu. Þeir sögðu sína skoðun hversu miklu máli það myndi skipti þá og stuðningsmenn Liverpool að vinna titilinn í ár. Liverpool getur aftur komist upp fyrir Manchester City og í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með útisigri á Southampton í kvöld. Liverpool hefur ekki orðið enskur meistari í 29 ár en hvað myndi það þýða fyrir félagið og stuðningsmenn þess að enda þessa næstum því þriggja áratuga bið eftir þeim stóra. Breska ríkisútvarpið hitti nokkra af þeim sem hafa tengdir félaginu í allan þennan tíma og ræddi við þá um möguleikann á meistaratitli í vor.Jordan Henderson á fæðingadeildinni Þegar Liverpool vann ensku deildina vorið 1990 þá var knattspyrnustjóri liðsins í dag, Jürgen Klopp, aðeins 22 ára gamall og nýbúinn að skrifa undir hjá þýska b-deildarliðinu Mainz. Á sama tíma var núverandi fyrirliði félagsins, Jordan Henderson, á fæðingardeildinni í Sunderland. Á árunum 1972 til 1990 þá vann Liverpool 11 af 18 meistaratitlum í boði og bætti við það fjórum Evrópumeistaratitlum, tveimur UEFA-bikartitlum, þremur bikarmeistaratitlum og fjórum deildarmeistaratitlum. Blaðamaður BBC hitti nokkra góða menn í Liverpool og ræddi möguleikann á nítjánda meistaratitli Liverpool í ár. Þar á meðal voru „Rödd Anfield leikvangsins“, eigandi „The Arkles“ krárinnar fyrir utan Anfield og maðurinn sem hefur mætt á alla heimaleiki Liverpool frá og með 1976-77 tímabilinu.It's been a long 29 years... What would it mean to these people if Liverpool win the Premier League? https://t.co/WK4nQZXpdD#LFCpic.twitter.com/0nv2D0zN4U — BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2019George Septhon er þekktur undir viðurnefninu „Rödd Anfield“ en hann hefur verið vallarþulur á heimavelli Liverpool liðsins síðan 14. ágúst 1971. Fyrsti leikur Septhon var líka fyrsti leikur Kevin Keegan fyrir Liverpool. Síðan eru liðin 48 ár og George Septhon er orðinn 73 ára gamall.Anfield var eins og dómkirkja „Það fylgir því slæm tilfinning að það séu til heilar kynslóðir af stuðningsmönnum Liverpool sem voru ekki fæddar þegar félagið vann síðasta enska titilinn. Það er bara rangt,“ sagði George Septhon. Hann minnist samstarfsmanna hjá félaginu sem hafa fallið frá á þessum tíma. „Ef þú hefðir sagt mér, þegar Alan Hansen lyfti bikarnum árið 1990, að við myndum ekki vinna hann aftur á þeirra ævi þá hefðu þeir horft á þig eins og þú værir ruglaður,“ sagði Septhon. „Það var bara venjan að vinna titilinn á fyrstu tuttugu árum mínum hjá klúbbnum. Ég minnist þess að koma heima af leik í ágúst 1984 og segja eiginkonunni frá því að Anfield hafi verið eins og dómkirkja því það heyrðist svo lítið í stuðningsmönnunum. Fólk mætti bara og bjóst við titli í lok tímabilsins,“ sagði Septhon. „Núna væri ég ánægður með að vinna titilinn bara einu sinni áður en ég dey. Það er liggja væntingar mínar í dag,“ sagði George Septhon.Liverpool liðið sem vann 1990.Vísir/GettySér Anfield þegar hann dregur frá gluggunum Paul Tremarco er annar maður á svæðinu með sterk tengsl við klúbbinn. Hann hefur rekið The Arkles kránna fyrir utan Anfield undanfarin tíu ár. Hann hefur líka verið með ársmiða hjá Liverpool í 45 ár. Tremarco vann líka á þessari sömu krá á árunum 1990 til 1993."The parties will be going on quite some time." What would it mean for those who have followed, worked for and reported on the club over 29 titleless years if Liverpool were to win the Premier League this season?https://t.co/WK4nQZXpdDpic.twitter.com/knTNpFMWQE — BBC Sport (@BBCSport) April 4, 2019 „Ég vinn niðri og bý uppi. Á hverjum degi dreg ég frá gardínurnar og þá blasir Anfield við. Ég er mjög ástríðufullur þegar kemur að félaginu og þetta er fullkomið starf fyrir mig,“ sagði Paul Tremarco. „Við erum kannski komnir í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar en allir vilja frekar vinna ensku deildina. Það er engin spurning og maður heyrir það greinilega á fólki,“ sagði Tremarco. „Þegar ég var ungur maður þá snerist þetta meira um hvaða lið endaði í öðru sæti á eftir okkur. Ég var svo heppinn að fá að lifa þessa tíma og við kunnum kannski ekki nógu mikið að meta þetta þá. Nú er þetta allt önnur tíð og nú snýst líka allt um peninga,“ sagði,“ sagði Tremarco.Is fate taking Liverpool to their first title since 1990?@philmcnulty has his say:https://t.co/grKZuuMjHhpic.twitter.com/ZFtzFmKpIL — BBC Sport (@BBCSport) April 1, 2019Vísir/Getty Jafnvel meira afrek en 1964 eða 1977 „Það var risastórt afrek þegar Bill Shankly vann deildina árið 1964, tveimur árum eftir að liðið kom upp. Það var líka mjög stórt að vinna Evrópubikarinn í fyrsta sinn árið 1977. Að vinna ensku deildina í ár væri eins og gott og þessir tveir titlar ef ekki betra,“ sagði Tremarco. „Ég get líka lofað þér því að þú kæmist þá ekki inn á krána mína um morguninn fyrir lokaleikinn á móti Wolves. Það væri allt troðið. Það myndu vera 54 þúsund manns á vellinum og tvö hundruð þúsund manns í viðbóta á svæðinu að upplifa þetta,“ sagði Tremarco. Les Lawson er stjórnarformaður í opinberum stuðningsmannaklúbbi Liverpool á Merseyside svæðinu. Hann hefur mætt á alla heimaleiki félagsins frá 1976-77 tímabilinu. „Það er langt síðan Liverpool vann deildina og það er eini bikarinn sem allir stuðningsmenn Liverpool vilja vinna. Kynslóðir hafa ekki séð Liverpool vinna deildina og það yrði stórkostleg upplifun takist það,“ sagði Les Lawson.Liverpool have built the perfect platform to end a title drought stretching back to 1990. Anfield has suffered false dawns before - but does this feel different? https://t.co/ToXcD5FSPz — Phil McNulty (@philmcnulty) December 30, 2018 „Við tókum það sem sjálfsögðum hlut að vinna deildina á sínum tíma. Ef við unnum hana ekki þetta tímabil þá myndum við bara vinna hana árið eftir. Það var svo eðlilegt fyrir Liverpool að vinna ensku deildina og við kunnum ekki almennilega að meta það,“ sagði Lawson. Ekki andlega þættinum að kenna „Við höfum verið nokkrum sinnum nálægt því að vinna deildina á síðustu árum,“ sagði Lawson og nefnir vorið 2009 og svo 2014 þegar liðið klúðraði niður góðri stöðu í lokin. Tap á heimavelli á móti Chelsea reyndist vera sérstaklega dýrkeypt. „Mér leið ekki vel eftir Chelsea leikinn en ef þú vilt virkilega upplifa sigurinn þá þarftu líka að upplifa það að tapa. Það er samt ekki andlegi þátturinn sem hefur komið í veg fyrir að við höfum unnið titilinn heldur er það bara svo erfitt,“ sagði Lawson. Það má finna viðtölin við þessa kappa og fleiri með því að smella hér.John Barnes og Peter Beardsley voru lykilmenn í sigri Liverpool 1989-90 tímabilið.Vísir/GettyVísir/Getty
Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira