Öldungadeildin felldi frumvarp um mannúðaraðstoð á landamærunum Sylvía Hall skrifar 26. júní 2019 19:18 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild þingsins, gagnrýndi bæði tillögu Demókrata og sagði þá vera ósamvinnuþýða. Vísir/getty Öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði gegn því að ráðstafa hátt í fimm milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Frumvarpið var komið frá fulltrúadeild þingsins þar sem Demókratar eru í meirihluta. BBC greinir frá. Repúblikanar eru með meirihluta á í öldungadeildinni með 53 þingmenn. 55 þingmenn greiddu atkvæði gegn og voru þrír Demókratar á meðal þeirra sem studdu ekki frumvarpið. 37 greiddu atkvæði með. Öldungadeildin mun nú greiða atkvæði um sína útgáfu af mannúðaraðstoð á landamærunum en málið hefur vakið mikið umtal undanfarna daga. Fregnir af dauðsföllum innflytjenda sem freista þess að komast yfir landamærin færast í aukana og börn eru sögð búa við óviðunandi aðstæður í flóttamannabúðum á svæðinu. Um helgina drukknuðu feðgin frá El Salvador í ánni Río Grande á landamærunum, hinn 25 ára gamli Óscar Alberto Martínez Ramírez og dóttir hans Valeria. Valera var 23 mánaða gömul en mynd af feðginunum hefur vakið mikinn óhug og segja margir hana vera vitnisburð um hversu mikið fólk þarf að leggja á sig í leit að betra lífi.Nancy Pelosi ræddi við Bandaríkjaforseta í dag.Vísir/GettyÓlík sjónarmið hjá deildum þingsins Frumvörp beggja deilda innihalda tillögur um hvernig skuli veita aðstoð á landamærunum og er lagt bann við því að fjármagnið verði notað til þess að byggja hinn svokallaða múr á landamærunum. Í tillögu fulltrúadeildarinnar er að finna nánari útlistun á því hvernig skuli nýta fjármagnið á meðan tillaga öldungadeildarinnar gefur stofnunum frjálsari hendur í ráðstöfun þess. Þingmaður Repúblikana, Mich McConnell, sagði tillögu fulltrúadeildarinnar ekki stefna neitt og gagnrýndi fulltrúadeildarþingmenn Demókrata fyrir að vera ósamvinnuþýða og reyna að fella pólitískar keilur. Fulltrúadeildin samþykkti í gær eigin tillögu um að ráðstafa 4,5 milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærunum. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði að það sætta þyrfti nokkur sjónarmið varðandi frumvarpið. Hún ræddi við Donald Trump Bandaríkjaforseta um tillöguna í dag. Báðar deildir þingsins munu þurfa að samþykkja samræmdar tillögur svo hægt sé að senda frumvarpið til undirritunar hjá Bandaríkjaforseta en hann hefur áður hótað því að beita neitunarvaldi á tillögu fulltrúadeildarinnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hópur stuðningsmanna Trumps reisir landamæramúr Hópur stuðningsmanna Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa hafið að reisa fyrsta hluta múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reistur hefur verið með einkaframtaki. 28. maí 2019 21:34 Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45 Trump danglaði blaði með meintum leyniákvæðum framan í fréttamenn Ekkert liggur frekar fyrir um hver ákvæðin eru. Mexíkósk stjórnvöld hafa neitað því að fleira sé í samkomulagi þeirra við Trump en gefið hefur verið upp. 11. júní 2019 20:44 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði gegn því að ráðstafa hátt í fimm milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Frumvarpið var komið frá fulltrúadeild þingsins þar sem Demókratar eru í meirihluta. BBC greinir frá. Repúblikanar eru með meirihluta á í öldungadeildinni með 53 þingmenn. 55 þingmenn greiddu atkvæði gegn og voru þrír Demókratar á meðal þeirra sem studdu ekki frumvarpið. 37 greiddu atkvæði með. Öldungadeildin mun nú greiða atkvæði um sína útgáfu af mannúðaraðstoð á landamærunum en málið hefur vakið mikið umtal undanfarna daga. Fregnir af dauðsföllum innflytjenda sem freista þess að komast yfir landamærin færast í aukana og börn eru sögð búa við óviðunandi aðstæður í flóttamannabúðum á svæðinu. Um helgina drukknuðu feðgin frá El Salvador í ánni Río Grande á landamærunum, hinn 25 ára gamli Óscar Alberto Martínez Ramírez og dóttir hans Valeria. Valera var 23 mánaða gömul en mynd af feðginunum hefur vakið mikinn óhug og segja margir hana vera vitnisburð um hversu mikið fólk þarf að leggja á sig í leit að betra lífi.Nancy Pelosi ræddi við Bandaríkjaforseta í dag.Vísir/GettyÓlík sjónarmið hjá deildum þingsins Frumvörp beggja deilda innihalda tillögur um hvernig skuli veita aðstoð á landamærunum og er lagt bann við því að fjármagnið verði notað til þess að byggja hinn svokallaða múr á landamærunum. Í tillögu fulltrúadeildarinnar er að finna nánari útlistun á því hvernig skuli nýta fjármagnið á meðan tillaga öldungadeildarinnar gefur stofnunum frjálsari hendur í ráðstöfun þess. Þingmaður Repúblikana, Mich McConnell, sagði tillögu fulltrúadeildarinnar ekki stefna neitt og gagnrýndi fulltrúadeildarþingmenn Demókrata fyrir að vera ósamvinnuþýða og reyna að fella pólitískar keilur. Fulltrúadeildin samþykkti í gær eigin tillögu um að ráðstafa 4,5 milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærunum. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði að það sætta þyrfti nokkur sjónarmið varðandi frumvarpið. Hún ræddi við Donald Trump Bandaríkjaforseta um tillöguna í dag. Báðar deildir þingsins munu þurfa að samþykkja samræmdar tillögur svo hægt sé að senda frumvarpið til undirritunar hjá Bandaríkjaforseta en hann hefur áður hótað því að beita neitunarvaldi á tillögu fulltrúadeildarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hópur stuðningsmanna Trumps reisir landamæramúr Hópur stuðningsmanna Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa hafið að reisa fyrsta hluta múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reistur hefur verið með einkaframtaki. 28. maí 2019 21:34 Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45 Trump danglaði blaði með meintum leyniákvæðum framan í fréttamenn Ekkert liggur frekar fyrir um hver ákvæðin eru. Mexíkósk stjórnvöld hafa neitað því að fleira sé í samkomulagi þeirra við Trump en gefið hefur verið upp. 11. júní 2019 20:44 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Hópur stuðningsmanna Trumps reisir landamæramúr Hópur stuðningsmanna Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa hafið að reisa fyrsta hluta múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reistur hefur verið með einkaframtaki. 28. maí 2019 21:34
Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45
Trump danglaði blaði með meintum leyniákvæðum framan í fréttamenn Ekkert liggur frekar fyrir um hver ákvæðin eru. Mexíkósk stjórnvöld hafa neitað því að fleira sé í samkomulagi þeirra við Trump en gefið hefur verið upp. 11. júní 2019 20:44