„Faldi fótboltaskóna mína fyrir mömmu og pabba“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2019 10:00 Jawahir Roble klæðist ekki venjulegum dómarabúningi. Skjámynd/Breska ríkisútvarpið Jawahir Roble kom til Englands fyrir fjórtán árum sem flóttamaður frá Sómalíu en í dag er hún að brjóta múra í enska fótboltanum. JJ Roble eins og hún er oftast kölluð er fyrsta múslímska blökkukonan sem starfar sem knattspyrnudómari í Bretlandi en að auki dæmir hún ekki í hinum venjulega dómarabúningi því hún klæðist hijab-slæðu við dómgæsluna. Breska ríkisútvarpið kynnti sér betur sögu og aðstæður JJ Roble á leið sinni að opna nýjar dyr fyrir fyrir minnihlutahóp innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Hún fékk innslag um sig í The One Show á BBC.We JJ! What a total inspiration! pic.twitter.com/eYHRBueIMQ — BBC The One Show (@BBCTheOneShow) March 27, 2019Markmið hennar er að hvetja aðrar konur til dáða og fá fleiri kynsystur sínar til að spila fótbolta. Með þessu ætti enska landsliðið að geta komist á toppinn í framtíðinni. „Með því að vera kona í fótbolta þá hefur þú þegar brotið nokkrar reglur í huga sumra karlmanna. Þegar ég byrjaði að dæma fótboltaleiki þá voru leikmenn bæði hneykslaðir og hissa að sjá mig,“ sagði JJ Roble. „Ég og fjölskylda mín bjuggum öll í Sómalíu þegar borgarastyrjöldin braust út. Við urðum að flýja heimilið okkar og landið okkar. Við komum til Englands til að byrja nýtt líf,“ sagði JJ Roble. Hún var tíu ára gömul þegar hún kom fyrst til London og fjölskyldan settist að í nágrenni Wembley-leikvangsins.JJ even wore this wonderful vintage FBB tracksuit top while being interviewed for the show! Thanks for supporting us as always @jj_Roble! Make sure you watch the whole feature to hear her fantastic story in full on @BBCiPlayer catch-up from 28.40 here: https://t.co/Wc3mMEIE56pic.twitter.com/HkUJNBp8UP — FBB (@FBeyondBorders) March 29, 2019„Sem mikil fótboltaáhugakona var það algjör draumur að komast að því að fyrsta heimili mitt væri rétt hjá Wembley,“ sagði JJ Roble brosandi. Það var aftur á móti ekki vinsælt á heimilinu að hún færi að spila fótbolta. „Foreldrar mínir voru ekki sáttir við það að ég væri að spila fótbolta. Í þeirra augum er ég stelpa og ætti ekki að vera að spila fótbolta eða að hlaupa um. Ég faldi því fótboltaskóna mína fyrir mömmu og pabba þegar ég kom heim og flýtti mér að skipta yfir í venjulegu fötin mín,“ rifjar JJ Roble upp. „Svo kom að því að ég gat ekki logið lengur að þeim. Ég sagði hingað ekki lengra og sagði þeim að ég vildi verða knattspyrnudómari og taka fótboltann minn alvarlega. Þau sögðu: Þú ert svo þrjósk, JJ. Láttu bara vaða,“ sagði JJ Roble brosandi. JJ Roble hefur nú sett stefnuna á það að dæma í úrvalsdeildinni hjá konunum. Það má sjá allt umfjöllun BBC um JJ með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Jawahir Roble kom til Englands fyrir fjórtán árum sem flóttamaður frá Sómalíu en í dag er hún að brjóta múra í enska fótboltanum. JJ Roble eins og hún er oftast kölluð er fyrsta múslímska blökkukonan sem starfar sem knattspyrnudómari í Bretlandi en að auki dæmir hún ekki í hinum venjulega dómarabúningi því hún klæðist hijab-slæðu við dómgæsluna. Breska ríkisútvarpið kynnti sér betur sögu og aðstæður JJ Roble á leið sinni að opna nýjar dyr fyrir fyrir minnihlutahóp innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Hún fékk innslag um sig í The One Show á BBC.We JJ! What a total inspiration! pic.twitter.com/eYHRBueIMQ — BBC The One Show (@BBCTheOneShow) March 27, 2019Markmið hennar er að hvetja aðrar konur til dáða og fá fleiri kynsystur sínar til að spila fótbolta. Með þessu ætti enska landsliðið að geta komist á toppinn í framtíðinni. „Með því að vera kona í fótbolta þá hefur þú þegar brotið nokkrar reglur í huga sumra karlmanna. Þegar ég byrjaði að dæma fótboltaleiki þá voru leikmenn bæði hneykslaðir og hissa að sjá mig,“ sagði JJ Roble. „Ég og fjölskylda mín bjuggum öll í Sómalíu þegar borgarastyrjöldin braust út. Við urðum að flýja heimilið okkar og landið okkar. Við komum til Englands til að byrja nýtt líf,“ sagði JJ Roble. Hún var tíu ára gömul þegar hún kom fyrst til London og fjölskyldan settist að í nágrenni Wembley-leikvangsins.JJ even wore this wonderful vintage FBB tracksuit top while being interviewed for the show! Thanks for supporting us as always @jj_Roble! Make sure you watch the whole feature to hear her fantastic story in full on @BBCiPlayer catch-up from 28.40 here: https://t.co/Wc3mMEIE56pic.twitter.com/HkUJNBp8UP — FBB (@FBeyondBorders) March 29, 2019„Sem mikil fótboltaáhugakona var það algjör draumur að komast að því að fyrsta heimili mitt væri rétt hjá Wembley,“ sagði JJ Roble brosandi. Það var aftur á móti ekki vinsælt á heimilinu að hún færi að spila fótbolta. „Foreldrar mínir voru ekki sáttir við það að ég væri að spila fótbolta. Í þeirra augum er ég stelpa og ætti ekki að vera að spila fótbolta eða að hlaupa um. Ég faldi því fótboltaskóna mína fyrir mömmu og pabba þegar ég kom heim og flýtti mér að skipta yfir í venjulegu fötin mín,“ rifjar JJ Roble upp. „Svo kom að því að ég gat ekki logið lengur að þeim. Ég sagði hingað ekki lengra og sagði þeim að ég vildi verða knattspyrnudómari og taka fótboltann minn alvarlega. Þau sögðu: Þú ert svo þrjósk, JJ. Láttu bara vaða,“ sagði JJ Roble brosandi. JJ Roble hefur nú sett stefnuna á það að dæma í úrvalsdeildinni hjá konunum. Það má sjá allt umfjöllun BBC um JJ með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira