„Faldi fótboltaskóna mína fyrir mömmu og pabba“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2019 10:00 Jawahir Roble klæðist ekki venjulegum dómarabúningi. Skjámynd/Breska ríkisútvarpið Jawahir Roble kom til Englands fyrir fjórtán árum sem flóttamaður frá Sómalíu en í dag er hún að brjóta múra í enska fótboltanum. JJ Roble eins og hún er oftast kölluð er fyrsta múslímska blökkukonan sem starfar sem knattspyrnudómari í Bretlandi en að auki dæmir hún ekki í hinum venjulega dómarabúningi því hún klæðist hijab-slæðu við dómgæsluna. Breska ríkisútvarpið kynnti sér betur sögu og aðstæður JJ Roble á leið sinni að opna nýjar dyr fyrir fyrir minnihlutahóp innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Hún fékk innslag um sig í The One Show á BBC.We JJ! What a total inspiration! pic.twitter.com/eYHRBueIMQ — BBC The One Show (@BBCTheOneShow) March 27, 2019Markmið hennar er að hvetja aðrar konur til dáða og fá fleiri kynsystur sínar til að spila fótbolta. Með þessu ætti enska landsliðið að geta komist á toppinn í framtíðinni. „Með því að vera kona í fótbolta þá hefur þú þegar brotið nokkrar reglur í huga sumra karlmanna. Þegar ég byrjaði að dæma fótboltaleiki þá voru leikmenn bæði hneykslaðir og hissa að sjá mig,“ sagði JJ Roble. „Ég og fjölskylda mín bjuggum öll í Sómalíu þegar borgarastyrjöldin braust út. Við urðum að flýja heimilið okkar og landið okkar. Við komum til Englands til að byrja nýtt líf,“ sagði JJ Roble. Hún var tíu ára gömul þegar hún kom fyrst til London og fjölskyldan settist að í nágrenni Wembley-leikvangsins.JJ even wore this wonderful vintage FBB tracksuit top while being interviewed for the show! Thanks for supporting us as always @jj_Roble! Make sure you watch the whole feature to hear her fantastic story in full on @BBCiPlayer catch-up from 28.40 here: https://t.co/Wc3mMEIE56pic.twitter.com/HkUJNBp8UP — FBB (@FBeyondBorders) March 29, 2019„Sem mikil fótboltaáhugakona var það algjör draumur að komast að því að fyrsta heimili mitt væri rétt hjá Wembley,“ sagði JJ Roble brosandi. Það var aftur á móti ekki vinsælt á heimilinu að hún færi að spila fótbolta. „Foreldrar mínir voru ekki sáttir við það að ég væri að spila fótbolta. Í þeirra augum er ég stelpa og ætti ekki að vera að spila fótbolta eða að hlaupa um. Ég faldi því fótboltaskóna mína fyrir mömmu og pabba þegar ég kom heim og flýtti mér að skipta yfir í venjulegu fötin mín,“ rifjar JJ Roble upp. „Svo kom að því að ég gat ekki logið lengur að þeim. Ég sagði hingað ekki lengra og sagði þeim að ég vildi verða knattspyrnudómari og taka fótboltann minn alvarlega. Þau sögðu: Þú ert svo þrjósk, JJ. Láttu bara vaða,“ sagði JJ Roble brosandi. JJ Roble hefur nú sett stefnuna á það að dæma í úrvalsdeildinni hjá konunum. Það má sjá allt umfjöllun BBC um JJ með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Jawahir Roble kom til Englands fyrir fjórtán árum sem flóttamaður frá Sómalíu en í dag er hún að brjóta múra í enska fótboltanum. JJ Roble eins og hún er oftast kölluð er fyrsta múslímska blökkukonan sem starfar sem knattspyrnudómari í Bretlandi en að auki dæmir hún ekki í hinum venjulega dómarabúningi því hún klæðist hijab-slæðu við dómgæsluna. Breska ríkisútvarpið kynnti sér betur sögu og aðstæður JJ Roble á leið sinni að opna nýjar dyr fyrir fyrir minnihlutahóp innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Hún fékk innslag um sig í The One Show á BBC.We JJ! What a total inspiration! pic.twitter.com/eYHRBueIMQ — BBC The One Show (@BBCTheOneShow) March 27, 2019Markmið hennar er að hvetja aðrar konur til dáða og fá fleiri kynsystur sínar til að spila fótbolta. Með þessu ætti enska landsliðið að geta komist á toppinn í framtíðinni. „Með því að vera kona í fótbolta þá hefur þú þegar brotið nokkrar reglur í huga sumra karlmanna. Þegar ég byrjaði að dæma fótboltaleiki þá voru leikmenn bæði hneykslaðir og hissa að sjá mig,“ sagði JJ Roble. „Ég og fjölskylda mín bjuggum öll í Sómalíu þegar borgarastyrjöldin braust út. Við urðum að flýja heimilið okkar og landið okkar. Við komum til Englands til að byrja nýtt líf,“ sagði JJ Roble. Hún var tíu ára gömul þegar hún kom fyrst til London og fjölskyldan settist að í nágrenni Wembley-leikvangsins.JJ even wore this wonderful vintage FBB tracksuit top while being interviewed for the show! Thanks for supporting us as always @jj_Roble! Make sure you watch the whole feature to hear her fantastic story in full on @BBCiPlayer catch-up from 28.40 here: https://t.co/Wc3mMEIE56pic.twitter.com/HkUJNBp8UP — FBB (@FBeyondBorders) March 29, 2019„Sem mikil fótboltaáhugakona var það algjör draumur að komast að því að fyrsta heimili mitt væri rétt hjá Wembley,“ sagði JJ Roble brosandi. Það var aftur á móti ekki vinsælt á heimilinu að hún færi að spila fótbolta. „Foreldrar mínir voru ekki sáttir við það að ég væri að spila fótbolta. Í þeirra augum er ég stelpa og ætti ekki að vera að spila fótbolta eða að hlaupa um. Ég faldi því fótboltaskóna mína fyrir mömmu og pabba þegar ég kom heim og flýtti mér að skipta yfir í venjulegu fötin mín,“ rifjar JJ Roble upp. „Svo kom að því að ég gat ekki logið lengur að þeim. Ég sagði hingað ekki lengra og sagði þeim að ég vildi verða knattspyrnudómari og taka fótboltann minn alvarlega. Þau sögðu: Þú ert svo þrjósk, JJ. Láttu bara vaða,“ sagði JJ Roble brosandi. JJ Roble hefur nú sett stefnuna á það að dæma í úrvalsdeildinni hjá konunum. Það má sjá allt umfjöllun BBC um JJ með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira