Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, sagði að Atli Haukur Arnarsson dómari hefði sagt við leikmenn Fylkis að halda kjafti og hætta þessu væli.
„Það er auðvitað ekki í lagi ef dómarinn er að segja leikmönnum að halda kjafti,“ sagði Mist Rúnarsdóttir í Pepsi Max-mörkum kvenna. „Að sama skapi verða menn að passa sig og það er skrítið að sjá þetta hjá Cecilíu.“
Helena Ólafsdóttir þáttarstjórnandi sagði ekki í lagi að segja haltu kjafti við leikmenn.
„Það má ekki einu sinni segja þetta í sjónvarpi. Dómarinn á að vera fyrirmynd leikmanna,“ bætti Ásthildur Helgadóttir við.
Sjá má atvikið og umræðuna hér að neðan.