Íslenski boltinn

Hólmfríður sá um Fylki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hólmfríður skoraði markið sem réði úrslitum gegn Fylki.
Hólmfríður skoraði markið sem réði úrslitum gegn Fylki. vísir/daníel

Selfoss styrkti stöðu sína í 3. sæti Pepsi Max-deildar kvenna með 1-0 sigri á Fylki á heimavelli í dag.

Eina mark leiksins kom strax á 3. mínútu. Hólmfríður Magnúsdóttir slapp þá í gegn eftir sendingu Barbáru Sólar Gísladóttur. Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði frá Hólmfríði en hún fylgdi á eftir og skoraði í annarri tilraun.

Þetta var sjötta mark Hólmfríðar í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Selfyssingar fengu betri færi það sem eftir lifði leiks en fleiri urðu mörkin ekki.

Bikarmeistarar Selfoss eru með 28 stig í 3. sæti deildarinnar. Fylkir er í því fimmta með 22 stig. Árbæingar hafa tapað tveimur leikjum í röð.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.