Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt sakfelld fyrir morð Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2019 17:41 Guyger í dómshúsinu í Dallas í síðustu viku. AP/Tom Fox Kviðdómur í Texas sakfelldi lögreglukonu frá Dallas sem skaut nágranna sinn til bana þegar hún fór íbúðarvillt fyrir morð í dag. Málið hefur vakið mikla athygli en lögreglukonan taldi sig vera í eigin íbúð og að maðurinn væri innbrotsþjófur þegar hún skaut hann. Amber Guyger, 31 árs, var að koma af vakt, þegar hún fór inn í íbúð Botham Jean, 26 ára gamals endurskoðanda, sem bjó á hæðinni fyrir ofan hana. Hún skaut Jean tveimur skotum. Jean var óvopnaður og var að borða ís yfir sjónvarpinu þegar Guyger skaut hann.Washington Post segir að Guyger hafi verið afsakandi og grátið í dómsal. „Ég skaut saklausan mann,“ sagði hún þegar hún bar vitni. Verjendur hennar héldu því fram að hún hafi verið úrvinda og hrædd þegar hún heyrði í umgangi í íbúðinni sem hún taldi vera sína. Þegar hún hafi séð skugga bregða fyrir hafi hún óttast um líf sitt. Hún hafi beðið um að sjá hendur Jean en hann hafi gengið að henni. Þá hafi hún skotið. Guyger hefur sagst hafa ætlað að skjóta manninn til bana á því augnabliki. Lögmenn Guyger byggðu jafnframt á því að þar sem hún hafi talið sig vera í eigin íbúð hafi hún í reynd brugðist við í sjálfsvörn. Guyger hafi gerst sekt um hræðileg mistök en að hún væri saklaus af manndrápi eða morði. Dómarinn í málinu leyfði kviðdómendum að taka til greina að Guyger hafi notið réttinda samkvæmt lögum sem leyfir fólki að verja heimili sín. Sú ákvörðun var umdeild. Málið er sérstaklega viðkvæmt þar sem lögreglukonan er hvít en Jean var svartur. Dauði Jean kom í kjölfar hrinu tilfella þar sem hvítir lögregluþjónar skutu óvopnaða blökkumenn til bana. Saksóknarar sökuðu Guyger um gáleysi og vanrækslu. Hún hafi verið of upptekin við kynferðisleg samskipti við félaga hennar í lögreglunni þegar hún fór inn í ranga íbúð. Settu þeir jafnframt spurningamerki við að Guyger hafi farið inn í íbúðina þegar hún varð vör við umgang þar. Það stangist á við þjálfun sem lögregluþjónar fá um að kalla á liðsauka og leita vars. Bandaríkin Tengdar fréttir Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46 Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54 Fór í ranga íbúð og skaut íbúann til bana Amber Guyger, lögreglukona í Dalla,s, skaut svartan mann til bana í fjölbýlishúsi sem þau búa bæði í eftir að hún gekk fyrir mistök inn í íbúð mannsins. 10. september 2018 11:27 Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Kviðdómur í Texas sakfelldi lögreglukonu frá Dallas sem skaut nágranna sinn til bana þegar hún fór íbúðarvillt fyrir morð í dag. Málið hefur vakið mikla athygli en lögreglukonan taldi sig vera í eigin íbúð og að maðurinn væri innbrotsþjófur þegar hún skaut hann. Amber Guyger, 31 árs, var að koma af vakt, þegar hún fór inn í íbúð Botham Jean, 26 ára gamals endurskoðanda, sem bjó á hæðinni fyrir ofan hana. Hún skaut Jean tveimur skotum. Jean var óvopnaður og var að borða ís yfir sjónvarpinu þegar Guyger skaut hann.Washington Post segir að Guyger hafi verið afsakandi og grátið í dómsal. „Ég skaut saklausan mann,“ sagði hún þegar hún bar vitni. Verjendur hennar héldu því fram að hún hafi verið úrvinda og hrædd þegar hún heyrði í umgangi í íbúðinni sem hún taldi vera sína. Þegar hún hafi séð skugga bregða fyrir hafi hún óttast um líf sitt. Hún hafi beðið um að sjá hendur Jean en hann hafi gengið að henni. Þá hafi hún skotið. Guyger hefur sagst hafa ætlað að skjóta manninn til bana á því augnabliki. Lögmenn Guyger byggðu jafnframt á því að þar sem hún hafi talið sig vera í eigin íbúð hafi hún í reynd brugðist við í sjálfsvörn. Guyger hafi gerst sekt um hræðileg mistök en að hún væri saklaus af manndrápi eða morði. Dómarinn í málinu leyfði kviðdómendum að taka til greina að Guyger hafi notið réttinda samkvæmt lögum sem leyfir fólki að verja heimili sín. Sú ákvörðun var umdeild. Málið er sérstaklega viðkvæmt þar sem lögreglukonan er hvít en Jean var svartur. Dauði Jean kom í kjölfar hrinu tilfella þar sem hvítir lögregluþjónar skutu óvopnaða blökkumenn til bana. Saksóknarar sökuðu Guyger um gáleysi og vanrækslu. Hún hafi verið of upptekin við kynferðisleg samskipti við félaga hennar í lögreglunni þegar hún fór inn í ranga íbúð. Settu þeir jafnframt spurningamerki við að Guyger hafi farið inn í íbúðina þegar hún varð vör við umgang þar. Það stangist á við þjálfun sem lögregluþjónar fá um að kalla á liðsauka og leita vars.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46 Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54 Fór í ranga íbúð og skaut íbúann til bana Amber Guyger, lögreglukona í Dalla,s, skaut svartan mann til bana í fjölbýlishúsi sem þau búa bæði í eftir að hún gekk fyrir mistök inn í íbúð mannsins. 10. september 2018 11:27 Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46
Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54
Fór í ranga íbúð og skaut íbúann til bana Amber Guyger, lögreglukona í Dalla,s, skaut svartan mann til bana í fjölbýlishúsi sem þau búa bæði í eftir að hún gekk fyrir mistök inn í íbúð mannsins. 10. september 2018 11:27
Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent