Staða mála breyttist ekkert á toppnum eftir þessa umferð Hjörvar Ólafsson skrifar 15. apríl 2019 11:00 Pep Guardiola verður meistari ef City vinnur rest. vísir/getty Störukeppni Liverpool og Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla hélt áfram um nýliðna helgi. Manchester City vann nokkuð þægilegan sigur þegar liðið mætti Crystal Palace. Liverpool og Chelsea áttust síðan við í stórleik helgarinnar á Anfield. Það er jafn víst og að sólin komi upp á morgnana að framlína Liverpool er skipuð þeim Roberto Firmino, Mohamed Salah og Sadio Mané séu þeir allir heilir og mikið er undir hjá Liverpool. Þeir tveir síðastnefndu skoruðu mörk Liverpool í 2-0 sigri Liverpool í leiknum. Eftir markalausan fyrri hálfleik þar sem Chelsea beit vel frá sér gerðu Mané og Salah út um leikinn með fallegum mörkum sínum í upphafi síðari hálfleiks. Jordan Henderson sem leikið hefur í öðru hlutverki í síðustu leikjum Liverpool en framan af leiktíðinni var arkitektinn að fyrra marki Liverpool sem kom eftir laglega og vel útfærða sókn. Henderson hefur leikið sem sóknartengiliður í leikjum Liverpool gegn Southampton í deildinni og Porto í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og nú síðast í deildarleiknum gegn Chelsea í gær. Hann skoraði eitt þriggja marka Liverpool í sigrinum gegn Southampton og lagði upp annað eftir að hafa komið inn á sem varamaður í leiknum. Fyrirliðinn var svo upphafsmaður að laglegri sókn Liverpool í seinna markinu á móti Porto og átti stoðsendinguna í markinu sem braut ísinn í sigrinum gegn Chelsea í gær. Henderson hefur legið undir harðri gagnrýni frá háværum hluta stuðningsmanna Liverpool fyrir að vera ekki nógu skapandi og leggja ekki nógu mikið til í sóknarleik liðsins. Þar er hann oft borinn saman við Steven Gerrard sem lék um árabil í svipaðri stöðu og Henderson gerir en það að taka við hlutverki Gerrard hjá Liverpool eru ansi stórir skór að fylla. Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool sagði í samtali við fjölmiðla á dögunum að Henderson hefði í raun leikið út úr stöðu undir sinni stjórn og það hentaði honum betur að leika framarlega á miðjunni en sem djúpur og varnarsinnaður miðjumaður. Haldi Henderson áfram að leggja sín lóð á vogarskálarnar í leiftrandi sóknarleik Liverpool eykur það líkurnar á að 19 ára bið félagsins eftir enska meistaratitlinum ljúki í lok maí. Manchester City lætur hins vegar engan bilbug á sér finna í titilvörn sinni og útlit er fyrir að það ráðist í lokaumferðinni hvort bikarinn endi í Liverpool eða Manchester. Tap Chelsea og sigrar Tottenham Hotspur og Manchester United í leikjum sínum breytir stöðunni í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Tottenham Hotspur er nú í bestu stöðunni með sín 67 stig í þriðja sæti, Manchester United getur náð Chelsea, sem situr í fjórða sætinu með 66 stig, að stigum með sigri í þeim leik sem liðið á til góða á Chelsea og Arsenal getur jafnað Chelsea að stigum leggi það liðið að velli í lokaleik umferðarinnar gegn Watford í kvöld. Líkt og toppbaráttan mun það að öllum líkindum ráðast á lokaandartökum deildarkeppninnar hvaða lið fylgja Liverpool og Manchester City í Meistaradeildina á næsta keppnistímabili. Það er mikið undir fjárhagslega fyrir liðin og taugarnar verða þandar. Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Störukeppni Liverpool og Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla hélt áfram um nýliðna helgi. Manchester City vann nokkuð þægilegan sigur þegar liðið mætti Crystal Palace. Liverpool og Chelsea áttust síðan við í stórleik helgarinnar á Anfield. Það er jafn víst og að sólin komi upp á morgnana að framlína Liverpool er skipuð þeim Roberto Firmino, Mohamed Salah og Sadio Mané séu þeir allir heilir og mikið er undir hjá Liverpool. Þeir tveir síðastnefndu skoruðu mörk Liverpool í 2-0 sigri Liverpool í leiknum. Eftir markalausan fyrri hálfleik þar sem Chelsea beit vel frá sér gerðu Mané og Salah út um leikinn með fallegum mörkum sínum í upphafi síðari hálfleiks. Jordan Henderson sem leikið hefur í öðru hlutverki í síðustu leikjum Liverpool en framan af leiktíðinni var arkitektinn að fyrra marki Liverpool sem kom eftir laglega og vel útfærða sókn. Henderson hefur leikið sem sóknartengiliður í leikjum Liverpool gegn Southampton í deildinni og Porto í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og nú síðast í deildarleiknum gegn Chelsea í gær. Hann skoraði eitt þriggja marka Liverpool í sigrinum gegn Southampton og lagði upp annað eftir að hafa komið inn á sem varamaður í leiknum. Fyrirliðinn var svo upphafsmaður að laglegri sókn Liverpool í seinna markinu á móti Porto og átti stoðsendinguna í markinu sem braut ísinn í sigrinum gegn Chelsea í gær. Henderson hefur legið undir harðri gagnrýni frá háværum hluta stuðningsmanna Liverpool fyrir að vera ekki nógu skapandi og leggja ekki nógu mikið til í sóknarleik liðsins. Þar er hann oft borinn saman við Steven Gerrard sem lék um árabil í svipaðri stöðu og Henderson gerir en það að taka við hlutverki Gerrard hjá Liverpool eru ansi stórir skór að fylla. Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool sagði í samtali við fjölmiðla á dögunum að Henderson hefði í raun leikið út úr stöðu undir sinni stjórn og það hentaði honum betur að leika framarlega á miðjunni en sem djúpur og varnarsinnaður miðjumaður. Haldi Henderson áfram að leggja sín lóð á vogarskálarnar í leiftrandi sóknarleik Liverpool eykur það líkurnar á að 19 ára bið félagsins eftir enska meistaratitlinum ljúki í lok maí. Manchester City lætur hins vegar engan bilbug á sér finna í titilvörn sinni og útlit er fyrir að það ráðist í lokaumferðinni hvort bikarinn endi í Liverpool eða Manchester. Tap Chelsea og sigrar Tottenham Hotspur og Manchester United í leikjum sínum breytir stöðunni í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Tottenham Hotspur er nú í bestu stöðunni með sín 67 stig í þriðja sæti, Manchester United getur náð Chelsea, sem situr í fjórða sætinu með 66 stig, að stigum með sigri í þeim leik sem liðið á til góða á Chelsea og Arsenal getur jafnað Chelsea að stigum leggi það liðið að velli í lokaleik umferðarinnar gegn Watford í kvöld. Líkt og toppbaráttan mun það að öllum líkindum ráðast á lokaandartökum deildarkeppninnar hvaða lið fylgja Liverpool og Manchester City í Meistaradeildina á næsta keppnistímabili. Það er mikið undir fjárhagslega fyrir liðin og taugarnar verða þandar.
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira