Faðmlag Vilhjálms prins í stúkunni á Wembley stal senunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2019 23:15 Vilhjálms prins er harður stuðningsmaður Aston Villa og greinilega mjög góður vinur Norðmannsins John Carew, Getty/Marc Atkins Ekki slæmt að fá að faðma Vilhjálms prins í sigurvímu í stúkunni á Wembley leikvanginum. Vilhjálmur Bretaprins var með kátari mönnum á Wembley leikvanginum í gær þegar Aston Villa tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Aston Villa er komið aftur upp eftir þriggja tímabila fjarveru en þetta hefur verið skrautlegt tímabil hjá Villa mönnum. Liðið náði hins vegar inn í úrslitakeppnina með frábærum endaspretti og kláraði síðan 27 milljarða leikinn á Wembley með 2-1 sigri á Derby County. Hertoginn af Cambridge er harður stuðningsmaður Aston Villa en hann byrjaði að halda með félaginu á sínum tíma því hann vildi verða öðruvísi en skólafélagarnir sem héldu flestir með Manchester United eða Chelsea. Vilhjálmur prins sagði BBC frá því á sínum tíma að hann hafi ákveðið að velja félag sem var um miðja töfluna og lið sem hann tengdi við. Niðurstaðan var Aston Villa því þar var á ferðinni liði sem myndi bjóða upp á rússíbana stundir fyrir stuðningsmenn.A royal bromance. Prince William and John Carew went through every emotion watching Aston Villa. Read: https://t.co/e30Ryf5sQTpic.twitter.com/AEKSiwKAr3 — BBC Sport (@BBCSport) May 28, 2019Sjónvarpsvélarnar voru fljótar að finna Vilhjálm prins í stúkunni og hann komst oft í mynd þegar eitthvað spennandi var að gerast í leiknum. Vilhjálmur prins sást því fagna þegar þeir Anwar El Ghazi og John McGinn skoruðu mörk liðsins. Myndavélarnar voru líka á honum þegar lokaflautið gall eftir taugartrekkjandi lokamínútur eftir að Derby minnkaði muninn. Margir tóku líka eftir því að Vilhjálmur prins faðmaði Norðmanninn John Carew í leikslok. John Carew lék með Aston Villa í fjögur ár undir lok ferilsins síns og skorðai þá 37 mörk í 113 leikjum frá 2007 til 2011. Hann fór þaðan til West Ham og lék sitt síðasta tímabil. Það eru ekki allir sem fá að faðma prins á fótboltaleik en hinn 39 ára gamli John Carew er í þeim hópi. John Carew hefur verið að reyna fyrir sér í leiklistinni en það muna kannski margir eftir honum í norska sjónvarpsþættinum „Heimebane" þar sem hann lék knattspyrnustjörnu í litlum bæ í Noregi.Prince William and John Carew enjoyed that! Aston Villa are back in the Premier League. pic.twitter.com/ghToTeAMz3 — ESPN FC (@ESPNFC) May 27, 2019The many emotions of Prince William & John Carew during the Championship Play-off final! pic.twitter.com/axVnVMbo17 — Soccer AM (@SoccerAM) May 27, 2019 Bretland England Enski boltinn Kóngafólk Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira
Ekki slæmt að fá að faðma Vilhjálms prins í sigurvímu í stúkunni á Wembley leikvanginum. Vilhjálmur Bretaprins var með kátari mönnum á Wembley leikvanginum í gær þegar Aston Villa tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Aston Villa er komið aftur upp eftir þriggja tímabila fjarveru en þetta hefur verið skrautlegt tímabil hjá Villa mönnum. Liðið náði hins vegar inn í úrslitakeppnina með frábærum endaspretti og kláraði síðan 27 milljarða leikinn á Wembley með 2-1 sigri á Derby County. Hertoginn af Cambridge er harður stuðningsmaður Aston Villa en hann byrjaði að halda með félaginu á sínum tíma því hann vildi verða öðruvísi en skólafélagarnir sem héldu flestir með Manchester United eða Chelsea. Vilhjálmur prins sagði BBC frá því á sínum tíma að hann hafi ákveðið að velja félag sem var um miðja töfluna og lið sem hann tengdi við. Niðurstaðan var Aston Villa því þar var á ferðinni liði sem myndi bjóða upp á rússíbana stundir fyrir stuðningsmenn.A royal bromance. Prince William and John Carew went through every emotion watching Aston Villa. Read: https://t.co/e30Ryf5sQTpic.twitter.com/AEKSiwKAr3 — BBC Sport (@BBCSport) May 28, 2019Sjónvarpsvélarnar voru fljótar að finna Vilhjálm prins í stúkunni og hann komst oft í mynd þegar eitthvað spennandi var að gerast í leiknum. Vilhjálmur prins sást því fagna þegar þeir Anwar El Ghazi og John McGinn skoruðu mörk liðsins. Myndavélarnar voru líka á honum þegar lokaflautið gall eftir taugartrekkjandi lokamínútur eftir að Derby minnkaði muninn. Margir tóku líka eftir því að Vilhjálmur prins faðmaði Norðmanninn John Carew í leikslok. John Carew lék með Aston Villa í fjögur ár undir lok ferilsins síns og skorðai þá 37 mörk í 113 leikjum frá 2007 til 2011. Hann fór þaðan til West Ham og lék sitt síðasta tímabil. Það eru ekki allir sem fá að faðma prins á fótboltaleik en hinn 39 ára gamli John Carew er í þeim hópi. John Carew hefur verið að reyna fyrir sér í leiklistinni en það muna kannski margir eftir honum í norska sjónvarpsþættinum „Heimebane" þar sem hann lék knattspyrnustjörnu í litlum bæ í Noregi.Prince William and John Carew enjoyed that! Aston Villa are back in the Premier League. pic.twitter.com/ghToTeAMz3 — ESPN FC (@ESPNFC) May 27, 2019The many emotions of Prince William & John Carew during the Championship Play-off final! pic.twitter.com/axVnVMbo17 — Soccer AM (@SoccerAM) May 27, 2019
Bretland England Enski boltinn Kóngafólk Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira