El Chapo í lífstíðarfangelsi Andri Eysteinsson skrifar 17. júlí 2019 15:45 Glæpaferill Guzman spannar meira en 25 ár og er talið að hann hafi smyglað meira en 200 tonnum af kókaíni inn í Bandaríkin. Vísir/AP Einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims, fyrrverandi leiðtogi Sinaloa-hringsins, Joaquin „El Chapo“ Guzmán, var í dag dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar í Bandaríkjunum. BBC greinir frá. El Chapo, sem er 62 ára gamall, var sakfelldur í febrúar síðastliðnum af tíu ákæruliðum, þar á meðal fyrir eiturlyfjasmygl og peningaþvætti.Guzmán komst í heimsfréttirnar árið 2016 þegar honum tókst með ótrúlegum hætti að flýja öryggisfangelsi í Mexíkó með því að nýta sér gangagerð. Þaðan fór hann í felur en yfirvöld höfðu loks uppi á honum, sama gerði leikarinn Sean Penn.Joaquin Guzmán var síðar framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann hefur setið inni á meðan réttað er yfir honum.Á árunum þar sem El Chapo réð ríkjum í Sinaloa-hringnum var um að ræða stærsta innflytjanda eiturlyfja til Bandaríkjanna. Guzman var dæmdur til lífsstíðar fangelsis en dómara hefði ekki verið unnt að dæma hann til styttri refsingar. Í ofanálag bætast við þrjátíu ár vegna vopnalagabrota El Chapo.Við dómsuppkvaðninguna sagði El Chapo, í gegnum túlk sinn, að hann hafi undantekningalaust verið beittur andlegum pyndingum í varðhaldi.Þá sagði El Chapo að málsmeðferð hans hafi verið óréttlát og sakaði kviðdómendur um að hafa brotið á sér.Ákæruyfirvöld hafa sagt að Joaquin „El Chapo“ Guzman muni afplána í hámarksöryggisfangelsi í Kólóradó. Fangelsið, ADX hefur verið kallað „hátækniútgáfa af helvíti.“ Ekki er ljóst hvort El Chapo muni áfrýja dómnum. Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12 Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43 El Chapo líklegast sendur í „hátækniútgáfu af helvíti“ Glæpaforinginn Joaquin Guzman, eða "El Chapo“ er þekktur fyrir að hafa brotist tvisvar sinnum úr fanglesi í Mexíkó. Hann mun þó líklega verja ævi sinni í fangelsi í Bandaríkjunum sem enginn hefur flúið úr frá því það var opnað árið 1994. 14. febrúar 2019 18:34 El Chapo sakfelldur Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, hefur verið sakfelldur í New York. 12. febrúar 2019 17:59 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims, fyrrverandi leiðtogi Sinaloa-hringsins, Joaquin „El Chapo“ Guzmán, var í dag dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar í Bandaríkjunum. BBC greinir frá. El Chapo, sem er 62 ára gamall, var sakfelldur í febrúar síðastliðnum af tíu ákæruliðum, þar á meðal fyrir eiturlyfjasmygl og peningaþvætti.Guzmán komst í heimsfréttirnar árið 2016 þegar honum tókst með ótrúlegum hætti að flýja öryggisfangelsi í Mexíkó með því að nýta sér gangagerð. Þaðan fór hann í felur en yfirvöld höfðu loks uppi á honum, sama gerði leikarinn Sean Penn.Joaquin Guzmán var síðar framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann hefur setið inni á meðan réttað er yfir honum.Á árunum þar sem El Chapo réð ríkjum í Sinaloa-hringnum var um að ræða stærsta innflytjanda eiturlyfja til Bandaríkjanna. Guzman var dæmdur til lífsstíðar fangelsis en dómara hefði ekki verið unnt að dæma hann til styttri refsingar. Í ofanálag bætast við þrjátíu ár vegna vopnalagabrota El Chapo.Við dómsuppkvaðninguna sagði El Chapo, í gegnum túlk sinn, að hann hafi undantekningalaust verið beittur andlegum pyndingum í varðhaldi.Þá sagði El Chapo að málsmeðferð hans hafi verið óréttlát og sakaði kviðdómendur um að hafa brotið á sér.Ákæruyfirvöld hafa sagt að Joaquin „El Chapo“ Guzman muni afplána í hámarksöryggisfangelsi í Kólóradó. Fangelsið, ADX hefur verið kallað „hátækniútgáfa af helvíti.“ Ekki er ljóst hvort El Chapo muni áfrýja dómnum.
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12 Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43 El Chapo líklegast sendur í „hátækniútgáfu af helvíti“ Glæpaforinginn Joaquin Guzman, eða "El Chapo“ er þekktur fyrir að hafa brotist tvisvar sinnum úr fanglesi í Mexíkó. Hann mun þó líklega verja ævi sinni í fangelsi í Bandaríkjunum sem enginn hefur flúið úr frá því það var opnað árið 1994. 14. febrúar 2019 18:34 El Chapo sakfelldur Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, hefur verið sakfelldur í New York. 12. febrúar 2019 17:59 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12
Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43
El Chapo líklegast sendur í „hátækniútgáfu af helvíti“ Glæpaforinginn Joaquin Guzman, eða "El Chapo“ er þekktur fyrir að hafa brotist tvisvar sinnum úr fanglesi í Mexíkó. Hann mun þó líklega verja ævi sinni í fangelsi í Bandaríkjunum sem enginn hefur flúið úr frá því það var opnað árið 1994. 14. febrúar 2019 18:34
El Chapo sakfelldur Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, hefur verið sakfelldur í New York. 12. febrúar 2019 17:59