El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2019 23:12 Réttarhöldin hafa staðið yfir frá því í nóvember en önnur vitni hafa einnig sagt frá mikilli spillingu embættismanna í Mexíkó. Vísir/Getty Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, greiddi Enrique Pena Nieto, fyrrverandi forseta Mexíkó, hundrað milljónir dala í mútur. Þetta sagði vitni og fyrrverandi samstarfsmaður hans í réttarhöldunum yfir Guzman í New York í dag. Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna.Sjá einnig: Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El ChapoEl Chapo þykir háll sem áll en áður en hann var framseldur til Bandaríkjanna, slapp hann tvisvar úr fangelsi í Mexíkó. Í fyrra skiptið nýtti hann sér þvottakörfu, en í seinna skiptið slapp hann í gegnum jarðgöng úr klefa sínum. Vitnið, sem heitir Alex Cifuentes, segist hafa verið hægri handar maður Guzman um tíma. Þegar verjandi Guzman spurði hann í dag hvort hann hefði sagt yfirvöldum Bandaríkjanna frá mútunum sagði Cifuentes svo vera. Hann sagði forsetann hafa leitað til Guzman og farið fram á 250 milljónir dala. Hann sagði greiðslu hafa farið fram í október 2012, eftir að Nieto hafði verið kjörinn forseti en áður en hann sór embættiseið, samkvæmt Reuters.Þá sagði Cifuentes að Guzman hefði sagst hafa fengið skilaboð frá Nieto um að hann þyrfti ekki að lifa í felum lengur. Vert er að taka fram að forsetinn fyrrverandi hefur ávallt neitað því að hafa tekið við mútum frá glæpasamtökum. Guzman var upprunalega handsamaður árið 2014, þegar Nieto var forseti.Sjá einnig: Birtu myndband af handtöku El ChapoRéttarhöldin hafa staðið yfir frá því í nóvember en önnur vitni hafa einnig sagt frá mikilli spillingu embættismanna í Mexíkó. Annar meðlimur gengis Guzman sagði í fyrra að hann hefði greitt aðstoðarmanni núverandi forseta landsins milljónir dala í mútur árið 2005. Aðstoðarmaðurinn, Gabriel Regino, sem starfaði fyrir Lopez Obrador þegar hann var borgarstjóri Mexíkóborgar, segir ásakanirnar rangar. Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, greiddi Enrique Pena Nieto, fyrrverandi forseta Mexíkó, hundrað milljónir dala í mútur. Þetta sagði vitni og fyrrverandi samstarfsmaður hans í réttarhöldunum yfir Guzman í New York í dag. Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna.Sjá einnig: Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El ChapoEl Chapo þykir háll sem áll en áður en hann var framseldur til Bandaríkjanna, slapp hann tvisvar úr fangelsi í Mexíkó. Í fyrra skiptið nýtti hann sér þvottakörfu, en í seinna skiptið slapp hann í gegnum jarðgöng úr klefa sínum. Vitnið, sem heitir Alex Cifuentes, segist hafa verið hægri handar maður Guzman um tíma. Þegar verjandi Guzman spurði hann í dag hvort hann hefði sagt yfirvöldum Bandaríkjanna frá mútunum sagði Cifuentes svo vera. Hann sagði forsetann hafa leitað til Guzman og farið fram á 250 milljónir dala. Hann sagði greiðslu hafa farið fram í október 2012, eftir að Nieto hafði verið kjörinn forseti en áður en hann sór embættiseið, samkvæmt Reuters.Þá sagði Cifuentes að Guzman hefði sagst hafa fengið skilaboð frá Nieto um að hann þyrfti ekki að lifa í felum lengur. Vert er að taka fram að forsetinn fyrrverandi hefur ávallt neitað því að hafa tekið við mútum frá glæpasamtökum. Guzman var upprunalega handsamaður árið 2014, þegar Nieto var forseti.Sjá einnig: Birtu myndband af handtöku El ChapoRéttarhöldin hafa staðið yfir frá því í nóvember en önnur vitni hafa einnig sagt frá mikilli spillingu embættismanna í Mexíkó. Annar meðlimur gengis Guzman sagði í fyrra að hann hefði greitt aðstoðarmanni núverandi forseta landsins milljónir dala í mútur árið 2005. Aðstoðarmaðurinn, Gabriel Regino, sem starfaði fyrir Lopez Obrador þegar hann var borgarstjóri Mexíkóborgar, segir ásakanirnar rangar.
Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira