El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2019 23:12 Réttarhöldin hafa staðið yfir frá því í nóvember en önnur vitni hafa einnig sagt frá mikilli spillingu embættismanna í Mexíkó. Vísir/Getty Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, greiddi Enrique Pena Nieto, fyrrverandi forseta Mexíkó, hundrað milljónir dala í mútur. Þetta sagði vitni og fyrrverandi samstarfsmaður hans í réttarhöldunum yfir Guzman í New York í dag. Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna.Sjá einnig: Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El ChapoEl Chapo þykir háll sem áll en áður en hann var framseldur til Bandaríkjanna, slapp hann tvisvar úr fangelsi í Mexíkó. Í fyrra skiptið nýtti hann sér þvottakörfu, en í seinna skiptið slapp hann í gegnum jarðgöng úr klefa sínum. Vitnið, sem heitir Alex Cifuentes, segist hafa verið hægri handar maður Guzman um tíma. Þegar verjandi Guzman spurði hann í dag hvort hann hefði sagt yfirvöldum Bandaríkjanna frá mútunum sagði Cifuentes svo vera. Hann sagði forsetann hafa leitað til Guzman og farið fram á 250 milljónir dala. Hann sagði greiðslu hafa farið fram í október 2012, eftir að Nieto hafði verið kjörinn forseti en áður en hann sór embættiseið, samkvæmt Reuters.Þá sagði Cifuentes að Guzman hefði sagst hafa fengið skilaboð frá Nieto um að hann þyrfti ekki að lifa í felum lengur. Vert er að taka fram að forsetinn fyrrverandi hefur ávallt neitað því að hafa tekið við mútum frá glæpasamtökum. Guzman var upprunalega handsamaður árið 2014, þegar Nieto var forseti.Sjá einnig: Birtu myndband af handtöku El ChapoRéttarhöldin hafa staðið yfir frá því í nóvember en önnur vitni hafa einnig sagt frá mikilli spillingu embættismanna í Mexíkó. Annar meðlimur gengis Guzman sagði í fyrra að hann hefði greitt aðstoðarmanni núverandi forseta landsins milljónir dala í mútur árið 2005. Aðstoðarmaðurinn, Gabriel Regino, sem starfaði fyrir Lopez Obrador þegar hann var borgarstjóri Mexíkóborgar, segir ásakanirnar rangar. Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, greiddi Enrique Pena Nieto, fyrrverandi forseta Mexíkó, hundrað milljónir dala í mútur. Þetta sagði vitni og fyrrverandi samstarfsmaður hans í réttarhöldunum yfir Guzman í New York í dag. Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna.Sjá einnig: Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El ChapoEl Chapo þykir háll sem áll en áður en hann var framseldur til Bandaríkjanna, slapp hann tvisvar úr fangelsi í Mexíkó. Í fyrra skiptið nýtti hann sér þvottakörfu, en í seinna skiptið slapp hann í gegnum jarðgöng úr klefa sínum. Vitnið, sem heitir Alex Cifuentes, segist hafa verið hægri handar maður Guzman um tíma. Þegar verjandi Guzman spurði hann í dag hvort hann hefði sagt yfirvöldum Bandaríkjanna frá mútunum sagði Cifuentes svo vera. Hann sagði forsetann hafa leitað til Guzman og farið fram á 250 milljónir dala. Hann sagði greiðslu hafa farið fram í október 2012, eftir að Nieto hafði verið kjörinn forseti en áður en hann sór embættiseið, samkvæmt Reuters.Þá sagði Cifuentes að Guzman hefði sagst hafa fengið skilaboð frá Nieto um að hann þyrfti ekki að lifa í felum lengur. Vert er að taka fram að forsetinn fyrrverandi hefur ávallt neitað því að hafa tekið við mútum frá glæpasamtökum. Guzman var upprunalega handsamaður árið 2014, þegar Nieto var forseti.Sjá einnig: Birtu myndband af handtöku El ChapoRéttarhöldin hafa staðið yfir frá því í nóvember en önnur vitni hafa einnig sagt frá mikilli spillingu embættismanna í Mexíkó. Annar meðlimur gengis Guzman sagði í fyrra að hann hefði greitt aðstoðarmanni núverandi forseta landsins milljónir dala í mútur árið 2005. Aðstoðarmaðurinn, Gabriel Regino, sem starfaði fyrir Lopez Obrador þegar hann var borgarstjóri Mexíkóborgar, segir ásakanirnar rangar.
Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira