El Chapo líklegast sendur í „hátækniútgáfu af helvíti“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2019 18:34 Öryggisgæsla í fangelsinu, sem ber heitið Administrative Maximum Facility, eða ADX, er gífurleg og fyrrverandi starfsmenn þess segja ekkert gerast þar án leyfis fangavarða. Vísir/AP Glæpaforinginn Joaquin Guzman, eða „El Chapo“ er þekktur fyrir að hafa brotist tvisvar sinnum úr fanglesi í Mexíkó. Hann mun þó líklega verja ævi sinni í fangelsi í Bandaríkjunum sem enginn hefur flúið úr frá því það var opnað árið 1994. Öryggisgæsla í fangelsinu, sem ber heitið Administrative Maximum Facility, eða ADX, er gífurleg og fyrrverandi starfsmenn þess segja ekkert gerast þar án leyfis fangavarða. Guzman hefur verið sakfelldur fyrir rekstur umfangsmikilla glæpasamtaka í Mexíkó en dómsuppkvaðning hefur ekki farið fram enn. Sérfræðingar búast þó við því að hann muni sitja inni út ævi sína og þá í ADX, samkvæmt AP fréttaveitunni.Sjá einnig: El Chapo sakfelldurEinn fyrrverandi fangavörður sem ræddi við Washington Post segir að eina leiðin til að sleppa úr ADX sé fá fangelsisstjórann með sér í lið. Þar eru um 400 fangar og þar er hæsta hlutfall fangavarða gagnvart föngum í Bandaríkjunum.Hér má sjá hvernig fangaklefar ADX líta út.Vísir/APADX hefur verið lýst sem fangelsi fyrir hættulegustu og alræmdustu glæpamenn heimsins og er staðsett Klettafjöllunum í Colorado. Sérfræðingar sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við hafa farið mörgum orðum um fangelsið. „Alcatraz Klettafjallanna“, „Fangelsi allra fangelsa“ og „hátækniútgáfu af helvíti“ er meðal þess sem fangelsið hefur verið kallað á undanförnum dögum. Þeir Ted Kaczynski, Terry Nichols, Robert Hanssen og Zacarias Moussaoui eru meðal þeirra sem sitja þar inni. Lögmaðurinn Allan Kaiser vann á árum áður fyrir Sal Magluta sem var dæmdur í 200 ára fangelsi fyrir að leiða stærðarinnar glæpasamtök í Flórída. Hann heimsótti skjólstæðing sinn reglulega í ADX og segist aldrei hafa séð annan fanga þar. Hann segist þó muna sérstaklega eftir þögninni þar og hún hafi verið algjör. Fangar í ADX eru læstir inni í smáum klefum (2,1m x 3,7m) í 23 klukkustundir á sólarhring þar sem ekkert er nema lítið rúm og klósett. Þeir verja mestum tíma sínum í einangrun og hafa mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýnt fangelsið fyrir það hve einangrun fanga sé mikil. Þeir upplifi stundum marga daga án þess að rætt sé við þá. Flestir fangar fá þó sjónvarp.Fangar fá ekki að snerta þá gesti sem til þeirra koma og Amnesty segir að fangar verji árum án þess að snerta aðra manneskju, sé ekki tekið tillit til þess þegar fangaverðir setja fjötra á þá og fylgja þeim um fangelsið. Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12 Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43 El Chapo sakfelldur Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, hefur verið sakfelldur í New York. 12. febrúar 2019 17:59 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Glæpaforinginn Joaquin Guzman, eða „El Chapo“ er þekktur fyrir að hafa brotist tvisvar sinnum úr fanglesi í Mexíkó. Hann mun þó líklega verja ævi sinni í fangelsi í Bandaríkjunum sem enginn hefur flúið úr frá því það var opnað árið 1994. Öryggisgæsla í fangelsinu, sem ber heitið Administrative Maximum Facility, eða ADX, er gífurleg og fyrrverandi starfsmenn þess segja ekkert gerast þar án leyfis fangavarða. Guzman hefur verið sakfelldur fyrir rekstur umfangsmikilla glæpasamtaka í Mexíkó en dómsuppkvaðning hefur ekki farið fram enn. Sérfræðingar búast þó við því að hann muni sitja inni út ævi sína og þá í ADX, samkvæmt AP fréttaveitunni.Sjá einnig: El Chapo sakfelldurEinn fyrrverandi fangavörður sem ræddi við Washington Post segir að eina leiðin til að sleppa úr ADX sé fá fangelsisstjórann með sér í lið. Þar eru um 400 fangar og þar er hæsta hlutfall fangavarða gagnvart föngum í Bandaríkjunum.Hér má sjá hvernig fangaklefar ADX líta út.Vísir/APADX hefur verið lýst sem fangelsi fyrir hættulegustu og alræmdustu glæpamenn heimsins og er staðsett Klettafjöllunum í Colorado. Sérfræðingar sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við hafa farið mörgum orðum um fangelsið. „Alcatraz Klettafjallanna“, „Fangelsi allra fangelsa“ og „hátækniútgáfu af helvíti“ er meðal þess sem fangelsið hefur verið kallað á undanförnum dögum. Þeir Ted Kaczynski, Terry Nichols, Robert Hanssen og Zacarias Moussaoui eru meðal þeirra sem sitja þar inni. Lögmaðurinn Allan Kaiser vann á árum áður fyrir Sal Magluta sem var dæmdur í 200 ára fangelsi fyrir að leiða stærðarinnar glæpasamtök í Flórída. Hann heimsótti skjólstæðing sinn reglulega í ADX og segist aldrei hafa séð annan fanga þar. Hann segist þó muna sérstaklega eftir þögninni þar og hún hafi verið algjör. Fangar í ADX eru læstir inni í smáum klefum (2,1m x 3,7m) í 23 klukkustundir á sólarhring þar sem ekkert er nema lítið rúm og klósett. Þeir verja mestum tíma sínum í einangrun og hafa mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýnt fangelsið fyrir það hve einangrun fanga sé mikil. Þeir upplifi stundum marga daga án þess að rætt sé við þá. Flestir fangar fá þó sjónvarp.Fangar fá ekki að snerta þá gesti sem til þeirra koma og Amnesty segir að fangar verji árum án þess að snerta aðra manneskju, sé ekki tekið tillit til þess þegar fangaverðir setja fjötra á þá og fylgja þeim um fangelsið.
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12 Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43 El Chapo sakfelldur Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, hefur verið sakfelldur í New York. 12. febrúar 2019 17:59 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12
Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43
El Chapo sakfelldur Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, hefur verið sakfelldur í New York. 12. febrúar 2019 17:59