Man. City að reyna að ná „nýja Ronaldo“ á undan Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2019 14:30 Joao Felix í leiknum á móti Dinamo Zagreb í Evrópudeildinni. Getty/Gualter Fatia Manchester City er sagt vera að undirbúa tilboð í nýja undrabarnið í portúgalska fótboltanum en margir hafa líkt sama strák við sjálfan Cristiano Ronaldo. Portúgalska blaðið Correio da Manhã segir áhuga Englandsmeistara Manchester City vera mikinn á hinum nítján ára gamla Joao Felix. Joao Felix spilar með Benfica og hefur verið kallaður „hinn nýi Ronaldo“ af þeim sem þekkja til hans og hans hæfileika.João Félix | From Portugal: Manchester City have decided to make offer for player, Txiki’s trip the clincher. https://t.co/xiwAmN7ZRw#mcfcpic.twitter.com/Ms13zv3sL7 — Sport Witness (@Sport_Witness) March 20, 2019Joao Felix er með 10 mörk og 5 stoðsendingar í 18 leikjum í portúgölsku deildinni í vetur en í ágúst varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu til að skora í derby leiknum í Lissabon á milli Benfica og Sporting Lissabon. Joao Felix hefur líka spilað enn betur eftir áramót en 8 af 10 mörkum hans í deildinni og 4 af 5 stoðsendingum hans hafa komið á árinu 2019. Í febrúar komu fréttir af því að Manchester United væri að reyna að næla í strákinn og að félagið væri tilbúið að bjóða í hann 50 milljónir evra. Benfica var ekki tilbúið að láta hann fara fyrir svo „lítinn“ pening og það er talað um að það gæti kostað allt að 120 milljónir evra að kaupa upp samning stráksins við portúgalska félaginu. Manchester City gæti verið tilbúið að borga þessa upphæð fyrir Joao Felix en talsverður hluti hennar kæmi í gegnum bónusa ef leikmaðurinn myndi ná ákveðnum tímamótum sem leikmaður City.Joao Felix á æfingu með portúgalska landsliðinu þar sem hann gæti spilað við hlið Cristiano Ronaldo.Getty/Pedro FiúzaCorreio da Manhã segir að Txiki Begiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjká Manchester City, hafi mætt á Estádio da Luz til að sjá strákinn spila. Joao Felix átti ekki sérstakan dag á móti Dinamo Zagreb en það breytti þó ekki skoðun Begiristain á honum. Blaðamaður Correio da Manhã skrifaði líka um það að verðmiðinn fyrir Joao Felix gæti vissulega skapa vandamál enda er 120 milljónir evra mikið fyrir 19 ára strák sem á eftir að sanna sig á stóra sviðinu. Það gæti hins vegar hjálpað Joao Felix að fóta sig hjá Manchester City að fyrir hjá liðinu er landi hans Bernardo Silva. Það er náist samningar á milli Benfica og Manchester City. Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Manchester City er sagt vera að undirbúa tilboð í nýja undrabarnið í portúgalska fótboltanum en margir hafa líkt sama strák við sjálfan Cristiano Ronaldo. Portúgalska blaðið Correio da Manhã segir áhuga Englandsmeistara Manchester City vera mikinn á hinum nítján ára gamla Joao Felix. Joao Felix spilar með Benfica og hefur verið kallaður „hinn nýi Ronaldo“ af þeim sem þekkja til hans og hans hæfileika.João Félix | From Portugal: Manchester City have decided to make offer for player, Txiki’s trip the clincher. https://t.co/xiwAmN7ZRw#mcfcpic.twitter.com/Ms13zv3sL7 — Sport Witness (@Sport_Witness) March 20, 2019Joao Felix er með 10 mörk og 5 stoðsendingar í 18 leikjum í portúgölsku deildinni í vetur en í ágúst varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu til að skora í derby leiknum í Lissabon á milli Benfica og Sporting Lissabon. Joao Felix hefur líka spilað enn betur eftir áramót en 8 af 10 mörkum hans í deildinni og 4 af 5 stoðsendingum hans hafa komið á árinu 2019. Í febrúar komu fréttir af því að Manchester United væri að reyna að næla í strákinn og að félagið væri tilbúið að bjóða í hann 50 milljónir evra. Benfica var ekki tilbúið að láta hann fara fyrir svo „lítinn“ pening og það er talað um að það gæti kostað allt að 120 milljónir evra að kaupa upp samning stráksins við portúgalska félaginu. Manchester City gæti verið tilbúið að borga þessa upphæð fyrir Joao Felix en talsverður hluti hennar kæmi í gegnum bónusa ef leikmaðurinn myndi ná ákveðnum tímamótum sem leikmaður City.Joao Felix á æfingu með portúgalska landsliðinu þar sem hann gæti spilað við hlið Cristiano Ronaldo.Getty/Pedro FiúzaCorreio da Manhã segir að Txiki Begiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjká Manchester City, hafi mætt á Estádio da Luz til að sjá strákinn spila. Joao Felix átti ekki sérstakan dag á móti Dinamo Zagreb en það breytti þó ekki skoðun Begiristain á honum. Blaðamaður Correio da Manhã skrifaði líka um það að verðmiðinn fyrir Joao Felix gæti vissulega skapa vandamál enda er 120 milljónir evra mikið fyrir 19 ára strák sem á eftir að sanna sig á stóra sviðinu. Það gæti hins vegar hjálpað Joao Felix að fóta sig hjá Manchester City að fyrir hjá liðinu er landi hans Bernardo Silva. Það er náist samningar á milli Benfica og Manchester City.
Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira