Man. City að reyna að ná „nýja Ronaldo“ á undan Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2019 14:30 Joao Felix í leiknum á móti Dinamo Zagreb í Evrópudeildinni. Getty/Gualter Fatia Manchester City er sagt vera að undirbúa tilboð í nýja undrabarnið í portúgalska fótboltanum en margir hafa líkt sama strák við sjálfan Cristiano Ronaldo. Portúgalska blaðið Correio da Manhã segir áhuga Englandsmeistara Manchester City vera mikinn á hinum nítján ára gamla Joao Felix. Joao Felix spilar með Benfica og hefur verið kallaður „hinn nýi Ronaldo“ af þeim sem þekkja til hans og hans hæfileika.João Félix | From Portugal: Manchester City have decided to make offer for player, Txiki’s trip the clincher. https://t.co/xiwAmN7ZRw#mcfcpic.twitter.com/Ms13zv3sL7 — Sport Witness (@Sport_Witness) March 20, 2019Joao Felix er með 10 mörk og 5 stoðsendingar í 18 leikjum í portúgölsku deildinni í vetur en í ágúst varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu til að skora í derby leiknum í Lissabon á milli Benfica og Sporting Lissabon. Joao Felix hefur líka spilað enn betur eftir áramót en 8 af 10 mörkum hans í deildinni og 4 af 5 stoðsendingum hans hafa komið á árinu 2019. Í febrúar komu fréttir af því að Manchester United væri að reyna að næla í strákinn og að félagið væri tilbúið að bjóða í hann 50 milljónir evra. Benfica var ekki tilbúið að láta hann fara fyrir svo „lítinn“ pening og það er talað um að það gæti kostað allt að 120 milljónir evra að kaupa upp samning stráksins við portúgalska félaginu. Manchester City gæti verið tilbúið að borga þessa upphæð fyrir Joao Felix en talsverður hluti hennar kæmi í gegnum bónusa ef leikmaðurinn myndi ná ákveðnum tímamótum sem leikmaður City.Joao Felix á æfingu með portúgalska landsliðinu þar sem hann gæti spilað við hlið Cristiano Ronaldo.Getty/Pedro FiúzaCorreio da Manhã segir að Txiki Begiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjká Manchester City, hafi mætt á Estádio da Luz til að sjá strákinn spila. Joao Felix átti ekki sérstakan dag á móti Dinamo Zagreb en það breytti þó ekki skoðun Begiristain á honum. Blaðamaður Correio da Manhã skrifaði líka um það að verðmiðinn fyrir Joao Felix gæti vissulega skapa vandamál enda er 120 milljónir evra mikið fyrir 19 ára strák sem á eftir að sanna sig á stóra sviðinu. Það gæti hins vegar hjálpað Joao Felix að fóta sig hjá Manchester City að fyrir hjá liðinu er landi hans Bernardo Silva. Það er náist samningar á milli Benfica og Manchester City. Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Manchester City er sagt vera að undirbúa tilboð í nýja undrabarnið í portúgalska fótboltanum en margir hafa líkt sama strák við sjálfan Cristiano Ronaldo. Portúgalska blaðið Correio da Manhã segir áhuga Englandsmeistara Manchester City vera mikinn á hinum nítján ára gamla Joao Felix. Joao Felix spilar með Benfica og hefur verið kallaður „hinn nýi Ronaldo“ af þeim sem þekkja til hans og hans hæfileika.João Félix | From Portugal: Manchester City have decided to make offer for player, Txiki’s trip the clincher. https://t.co/xiwAmN7ZRw#mcfcpic.twitter.com/Ms13zv3sL7 — Sport Witness (@Sport_Witness) March 20, 2019Joao Felix er með 10 mörk og 5 stoðsendingar í 18 leikjum í portúgölsku deildinni í vetur en í ágúst varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu til að skora í derby leiknum í Lissabon á milli Benfica og Sporting Lissabon. Joao Felix hefur líka spilað enn betur eftir áramót en 8 af 10 mörkum hans í deildinni og 4 af 5 stoðsendingum hans hafa komið á árinu 2019. Í febrúar komu fréttir af því að Manchester United væri að reyna að næla í strákinn og að félagið væri tilbúið að bjóða í hann 50 milljónir evra. Benfica var ekki tilbúið að láta hann fara fyrir svo „lítinn“ pening og það er talað um að það gæti kostað allt að 120 milljónir evra að kaupa upp samning stráksins við portúgalska félaginu. Manchester City gæti verið tilbúið að borga þessa upphæð fyrir Joao Felix en talsverður hluti hennar kæmi í gegnum bónusa ef leikmaðurinn myndi ná ákveðnum tímamótum sem leikmaður City.Joao Felix á æfingu með portúgalska landsliðinu þar sem hann gæti spilað við hlið Cristiano Ronaldo.Getty/Pedro FiúzaCorreio da Manhã segir að Txiki Begiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjká Manchester City, hafi mætt á Estádio da Luz til að sjá strákinn spila. Joao Felix átti ekki sérstakan dag á móti Dinamo Zagreb en það breytti þó ekki skoðun Begiristain á honum. Blaðamaður Correio da Manhã skrifaði líka um það að verðmiðinn fyrir Joao Felix gæti vissulega skapa vandamál enda er 120 milljónir evra mikið fyrir 19 ára strák sem á eftir að sanna sig á stóra sviðinu. Það gæti hins vegar hjálpað Joao Felix að fóta sig hjá Manchester City að fyrir hjá liðinu er landi hans Bernardo Silva. Það er náist samningar á milli Benfica og Manchester City.
Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira