Starfsmenn Microsoft vilja losna við samning við herinn vegna HoloLens Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2019 10:42 Í opnu bréfi til stjórnenda Microsoft, sem er titlað: „HoloLens til góðs, ekki til stríðs“, segjast starfsmenn fyrirtækisins ekki fengið vinnu hjá tæknirisanum til að framleiða vopn. AP/Swayne B. Hall Starfsmenn Microsoft eru reiðir yfir því að fyrirtækið hafi gert 480 milljóna dala samning við bandaríska herinn vegna viðbótarraunveruleikagleraugnanna HoloLens. Í opnu bréfi til stjórnenda Microsoft, sem er titlað: „HoloLens til góðs, ekki til stríðs“, segjast starfsmenn fyrirtækisins ekki fengið vinnu hjá tæknirisanum til að framleiða vopn. Þeir krefjast þess að fyrirtækið láti af allri þróun vopnatækni. Ekki liggur fyrir hve margir hafa skrifað undir bréfið en á Twitter-síðu sem hópurinn stofnaði segir að þeir séu minnst hundrað.On behalf of workers at Microsoft, we're releasing an open letter to Brad Smith and Satya Nadella, demanding for the cancelation of the IVAS contract with a call for stricter ethical guidelines. If you're a Microsoft employee you can sign at: https://t.co/958AhvIHO5pic.twitter.com/uUZ5P4FJ7X — Microsoft Workers 4 Good (@MsWorkers4) February 22, 2019Samkvæmt Reuters snýr umræddur samningur að því að Microsoft ætli að útvega hernum minnst 2.500 frumgerðir af gleraugum sem byggja á tækni HoloLens. Herinn hefur sagt að gleraugun yrðu notuð á vígvellinum og við þjálfun til að auka skilvirkni hermanna, hreyfanleika og yfirsýn þeirra.Í tilkynningu frá Microsoft segir að fyrirtækið hafi ávallt metið skoðanir starfsmanna þess. Þá vísaði fyrirtækið til yfirlýsingar Brad Smith, forseta þess, í nóvember þar sem hann sagði forsvarsmenn Microsoft staðráðna í að starfa með hernum og á sama tíma kalla eftir lögum um ábyrga notkun tækni.Starfsmenn tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum hafa að undanförnu gagnrýnt þau harðlega vegna notkunar tækni sem þeir hafa þróað fyrir fyrirtækin. AP fréttaveitan vísar til mótmæla starfsmanna Google í fyrra þegar þeir kröfðust þess að fyrirtækið hætti að þróa gervigreind fyrir herinn. Það leiddi til þess að Google hætti sinni aðkomu að verkefninu.Þá gagnrýndu starfsmenn Microsoft fyrirtækið í fyrra fyrir að starfa með yfirvöldum í tengslum við málefni innflytjenda. Bandaríkin Microsoft Tækni Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Starfsmenn Microsoft eru reiðir yfir því að fyrirtækið hafi gert 480 milljóna dala samning við bandaríska herinn vegna viðbótarraunveruleikagleraugnanna HoloLens. Í opnu bréfi til stjórnenda Microsoft, sem er titlað: „HoloLens til góðs, ekki til stríðs“, segjast starfsmenn fyrirtækisins ekki fengið vinnu hjá tæknirisanum til að framleiða vopn. Þeir krefjast þess að fyrirtækið láti af allri þróun vopnatækni. Ekki liggur fyrir hve margir hafa skrifað undir bréfið en á Twitter-síðu sem hópurinn stofnaði segir að þeir séu minnst hundrað.On behalf of workers at Microsoft, we're releasing an open letter to Brad Smith and Satya Nadella, demanding for the cancelation of the IVAS contract with a call for stricter ethical guidelines. If you're a Microsoft employee you can sign at: https://t.co/958AhvIHO5pic.twitter.com/uUZ5P4FJ7X — Microsoft Workers 4 Good (@MsWorkers4) February 22, 2019Samkvæmt Reuters snýr umræddur samningur að því að Microsoft ætli að útvega hernum minnst 2.500 frumgerðir af gleraugum sem byggja á tækni HoloLens. Herinn hefur sagt að gleraugun yrðu notuð á vígvellinum og við þjálfun til að auka skilvirkni hermanna, hreyfanleika og yfirsýn þeirra.Í tilkynningu frá Microsoft segir að fyrirtækið hafi ávallt metið skoðanir starfsmanna þess. Þá vísaði fyrirtækið til yfirlýsingar Brad Smith, forseta þess, í nóvember þar sem hann sagði forsvarsmenn Microsoft staðráðna í að starfa með hernum og á sama tíma kalla eftir lögum um ábyrga notkun tækni.Starfsmenn tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum hafa að undanförnu gagnrýnt þau harðlega vegna notkunar tækni sem þeir hafa þróað fyrir fyrirtækin. AP fréttaveitan vísar til mótmæla starfsmanna Google í fyrra þegar þeir kröfðust þess að fyrirtækið hætti að þróa gervigreind fyrir herinn. Það leiddi til þess að Google hætti sinni aðkomu að verkefninu.Þá gagnrýndu starfsmenn Microsoft fyrirtækið í fyrra fyrir að starfa með yfirvöldum í tengslum við málefni innflytjenda.
Bandaríkin Microsoft Tækni Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira