Ráðgjafi Trump segir forsetann tilbúinn til að beita neitunarvaldi Andri Eysteinsson skrifar 17. febrúar 2019 16:17 Stephen Miller ráðgjafi Trump segir forsetann tilbúinn til að beita neitunarvaldi. EPA/Alex Wong Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hyggst beita neitunarvaldi sínu velji Bandaríkjaþing að hafna neyðarástandsyfirlýsingu forsetans. Þetta segir ráðgjafi forsetans, Stephen Miller við Fox News en AP greinir frá. Miller var gestur í sjónvarpsþættinum Fox News Sunday og sagði þar Trump ætla að verja neyðarástandsyfirlýsinguna með kjafti og klóm. Spurður hvort það þýddi að Trump myndi beita neitunarvaldi sínu yfir þinginu svaraði Miller játandi. Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó síðasta föstudag, það gerði hann til þess að komast í kringum ferla Bandaríkjaþings og ráðstafa fjármunum til þess að reisa landamæramúrinn sem hann hefur kallað eftir í áraraðir.Sjá einnig: Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Ekki leið á löngu eftir yfirlýsingu Trump að andstæðingar hans, Demókratar, lýstu því yfir að þeir myndu stöðva forsetann og aflétta neyðarástandinuSjá einnig: Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Meðal aðgerða sem Demókratar hugðust beita væri að leggja fram frumvarp. Líklegt þykir að meirihluti þingmanna styðji slíkt frumvarp og því myndi það berast til forsetans. Hann myndi þó, eins og Miller sagði, líklegast beita neitunarvaldi og þar með skjóta því aftur til beggja þingdeilda. Þar þyrftu Demókratar að fá aukinn meirihluta í deildum þingsins til þess að ógilda neitun forsetans. Ólíklegt þykir þó að aukinn meirihluti sé til staðar fyrir afléttingu neyðarástandsyfirlýsingarinnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Ákvörðun Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum við Mexíkó hefur fallið í grýttan jarðveg hjá demókrataflokknum. Þingmenn leita nú leiða til að stöðva Trump. 15. febrúar 2019 22:05 Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Fastlega er gert ráð fyrir að neyðaryfirlýsingunni verði strax skotið til dómstóla sem gætu fellt hana úr gildi. 15. febrúar 2019 16:31 Trump gæti fengið mótframboð í Repúblikanaflokknum Fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts ætlar að gera sitt besta til að blóðga forsetann með því að bjóða sig fram gegn honum fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 15. febrúar 2019 14:32 Trump mun lýsa yfir neyðarástandi Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 14. febrúar 2019 21:32 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hyggst beita neitunarvaldi sínu velji Bandaríkjaþing að hafna neyðarástandsyfirlýsingu forsetans. Þetta segir ráðgjafi forsetans, Stephen Miller við Fox News en AP greinir frá. Miller var gestur í sjónvarpsþættinum Fox News Sunday og sagði þar Trump ætla að verja neyðarástandsyfirlýsinguna með kjafti og klóm. Spurður hvort það þýddi að Trump myndi beita neitunarvaldi sínu yfir þinginu svaraði Miller játandi. Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó síðasta föstudag, það gerði hann til þess að komast í kringum ferla Bandaríkjaþings og ráðstafa fjármunum til þess að reisa landamæramúrinn sem hann hefur kallað eftir í áraraðir.Sjá einnig: Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Ekki leið á löngu eftir yfirlýsingu Trump að andstæðingar hans, Demókratar, lýstu því yfir að þeir myndu stöðva forsetann og aflétta neyðarástandinuSjá einnig: Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Meðal aðgerða sem Demókratar hugðust beita væri að leggja fram frumvarp. Líklegt þykir að meirihluti þingmanna styðji slíkt frumvarp og því myndi það berast til forsetans. Hann myndi þó, eins og Miller sagði, líklegast beita neitunarvaldi og þar með skjóta því aftur til beggja þingdeilda. Þar þyrftu Demókratar að fá aukinn meirihluta í deildum þingsins til þess að ógilda neitun forsetans. Ólíklegt þykir þó að aukinn meirihluti sé til staðar fyrir afléttingu neyðarástandsyfirlýsingarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Ákvörðun Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum við Mexíkó hefur fallið í grýttan jarðveg hjá demókrataflokknum. Þingmenn leita nú leiða til að stöðva Trump. 15. febrúar 2019 22:05 Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Fastlega er gert ráð fyrir að neyðaryfirlýsingunni verði strax skotið til dómstóla sem gætu fellt hana úr gildi. 15. febrúar 2019 16:31 Trump gæti fengið mótframboð í Repúblikanaflokknum Fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts ætlar að gera sitt besta til að blóðga forsetann með því að bjóða sig fram gegn honum fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 15. febrúar 2019 14:32 Trump mun lýsa yfir neyðarástandi Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 14. febrúar 2019 21:32 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Ákvörðun Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum við Mexíkó hefur fallið í grýttan jarðveg hjá demókrataflokknum. Þingmenn leita nú leiða til að stöðva Trump. 15. febrúar 2019 22:05
Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Fastlega er gert ráð fyrir að neyðaryfirlýsingunni verði strax skotið til dómstóla sem gætu fellt hana úr gildi. 15. febrúar 2019 16:31
Trump gæti fengið mótframboð í Repúblikanaflokknum Fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts ætlar að gera sitt besta til að blóðga forsetann með því að bjóða sig fram gegn honum fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 15. febrúar 2019 14:32
Trump mun lýsa yfir neyðarástandi Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 14. febrúar 2019 21:32