Erlent

Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Trump á fundi með þingmönnum.
Trump á fundi með þingmönnum. Vísir/AFP
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust. Reuters greinir frá.

Hópur nemenda sem lifði af skotárásina hefur undanfarnar vikur barist ötullega fyrir því að skotvopnalöggjöfin yrði endurskoðuð, meðal annars á fundi með Trump í Hvíta húsinu.

Trump hefur hingað til farið varlega í að ræða um breytingar á löggjöfinni en hann var studdur af NRA, stærstu hagsmunasamtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum í forsetakosningunum 2016.

Á fundi með þingmönnum sagðist Trump þó hafa sagt við fulltrúa NRA að nú væri kominn tími breytinga.

„Við verðum að hætta þessaru vitleysu. Það er kominn tími á þetta,“ sagði Trump.

Hvatti hann þingmenn til þess að herða þau skilyrði sem þarf til að komast í gegnum bakgrunnsskoðun til þess að eignast vopn auk þess sem hann viðraði hugmyndir um að hækka leyfilegan aldur til að kaupa skotvopn úr átján ára í 21 ára.

„Við erum að reyna að finna hugmyndir,“ sagði Trump. „Vonandi getum við sett þessar hugmyndir í frumvarp sem báðir flokkar geta stutt.“

Sautján þingmönnum úr báðum flokkum, ýmist með eða á móti endurbótum á skotvop


Tengdar fréttir

Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni

Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída.

Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×