Samskiptastjóri Trump segir af sér Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. febrúar 2018 21:54 Hope Hicks sést hér við ræðupúltið ásamt Donald Trump. Hope Hicks, samskiptastjóri Donald Trump forseti Bandaríkjanna og einn nánasti ráðgjafi Trump mun segja af sér embætti innan tíðar.New York Times greinir frá en í frétt bandaríska blaðsins segir að Hicks hafi verið sá ráðgjafi sem starfað hafði hvað lengst með Trump. Hicks, sem starfaði áður sem fyrirsæta, hafði takmarkaða reynslu af stjórnmálum áður en hún gekk til liðs við framboð Trump árið 2016. Þar segir einnig að Hicks hafi verið einn fáum ráðgjöfum Trump sem átti sig á persónuleika hans og geti haft áhrif á skoðanir hans. Samskiptastjórar forseta Bandaríkjanna eru gjarnan taldir mjög valdamiklir enda þeirra hlutverk að móta kynningu og framsetningu á störfum og stefnu forsetans. Í frétt New York Times segir að að Hicks hafi íhugað síðustu mánuði að láta af embætti. Hicks gaf ekki til kynna hvenær hún myndi láta embætti en reiknað er með að það verði á næstu vikum. Í gær sat hún fyrir svörum á maraþonfundi njósnamálanefndar Bandaríkjanna. Þar sagðist hún hafa í starfi sínu sem samskiptastjóri þurft að segja nokkar „hvítar lygar“ fyrir hönd forsetans en að hún hafi aldrei logið til um neitt í tengslum við rannsókn af meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016. Í yfirlýsingu frá forsetanum er Hicks þakkað fyrir störf hennar auk þess sem að Trump greinir frá því að hún muni sakna hennar. Hicks bætist á langan lista starfsmanna Hvíta hússins í forsetatíð Trump sem látið hafa af störfum. Má þar nefna Sean Spicer fyrrverandi blaðafulltrúa Trump, Reince Priebus fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, Anthony Scaramucci sem endist aðeins 11 daga í starfi sem samskiptafulltrúi Trump og Stephen K. Bannon, sem starfaði sem einn helsti ráðgjafi Trump. Donald Trump Tengdar fréttir Hicks ráðin nýr samskiptastjóri Trump Hope Hicks tók við stöðunni til bráðabirgða af Anthony Scaramucci sem var rekinn eftir einungis tíu daga í starfi í júlí. 12. september 2017 14:18 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Sjá meira
Hope Hicks, samskiptastjóri Donald Trump forseti Bandaríkjanna og einn nánasti ráðgjafi Trump mun segja af sér embætti innan tíðar.New York Times greinir frá en í frétt bandaríska blaðsins segir að Hicks hafi verið sá ráðgjafi sem starfað hafði hvað lengst með Trump. Hicks, sem starfaði áður sem fyrirsæta, hafði takmarkaða reynslu af stjórnmálum áður en hún gekk til liðs við framboð Trump árið 2016. Þar segir einnig að Hicks hafi verið einn fáum ráðgjöfum Trump sem átti sig á persónuleika hans og geti haft áhrif á skoðanir hans. Samskiptastjórar forseta Bandaríkjanna eru gjarnan taldir mjög valdamiklir enda þeirra hlutverk að móta kynningu og framsetningu á störfum og stefnu forsetans. Í frétt New York Times segir að að Hicks hafi íhugað síðustu mánuði að láta af embætti. Hicks gaf ekki til kynna hvenær hún myndi láta embætti en reiknað er með að það verði á næstu vikum. Í gær sat hún fyrir svörum á maraþonfundi njósnamálanefndar Bandaríkjanna. Þar sagðist hún hafa í starfi sínu sem samskiptastjóri þurft að segja nokkar „hvítar lygar“ fyrir hönd forsetans en að hún hafi aldrei logið til um neitt í tengslum við rannsókn af meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016. Í yfirlýsingu frá forsetanum er Hicks þakkað fyrir störf hennar auk þess sem að Trump greinir frá því að hún muni sakna hennar. Hicks bætist á langan lista starfsmanna Hvíta hússins í forsetatíð Trump sem látið hafa af störfum. Má þar nefna Sean Spicer fyrrverandi blaðafulltrúa Trump, Reince Priebus fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, Anthony Scaramucci sem endist aðeins 11 daga í starfi sem samskiptafulltrúi Trump og Stephen K. Bannon, sem starfaði sem einn helsti ráðgjafi Trump.
Donald Trump Tengdar fréttir Hicks ráðin nýr samskiptastjóri Trump Hope Hicks tók við stöðunni til bráðabirgða af Anthony Scaramucci sem var rekinn eftir einungis tíu daga í starfi í júlí. 12. september 2017 14:18 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Sjá meira
Hicks ráðin nýr samskiptastjóri Trump Hope Hicks tók við stöðunni til bráðabirgða af Anthony Scaramucci sem var rekinn eftir einungis tíu daga í starfi í júlí. 12. september 2017 14:18