Erlent

Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sumir af helstu spjallþáttastjórnendum Bandaíkjanna, ásamt Donald Trump.
Sumir af helstu spjallþáttastjórnendum Bandaíkjanna, ásamt Donald Trump.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum.

Ummæli Trump hafa vakið mikla athygli og taldi Washington Post meðal annars tilefni til þess að kanna hvernig Trump hafi áður brugðist við er hætta steðjaði að. Þá gátu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum ekki látið ummæli Trump ósnert og tóku þau sérstaklega fyrir í þáttum gærkvöldsins.

Háðfuglinn Stephen Colbert fór þar fremstur í flokki en Trevor Noah og Seth Meyers gerðu einnig stólpagrín að ummælum Trump í þáttum sínum. Þá lýsti Jimmy Fallon einnig yfir stuðningi við nemendur skólans sem vakið hafa mikla athygli fyrir baráttu þeirra fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum eftir skotárásina í skólanm þar sem sautján létust.


Tengdar fréttir

Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni

Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída.

Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal

Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×