Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 05:47 Scot Peterson sagði upp störfum eftir að hann var sendur í launalaust leyfi. BBC Vopnaði öryggisvörðurinn hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. Scot Peterson stóð fyrir utan skólann þegar byssumaðurinn Nikolas Cruz réðst til atlögu og myrti 17 samnemendur sína og kennara fyrr í þessum mánuði. Fyrir vikið hefur Bandaríkjaforseti kallað hann heigul og furðar Donald Trump sig á því að öryggisvörðurinn hafi ekki hlaupið inn í skólann þegar árásin stóð sem hæst. Að sögn lögmanns öryggisvarðarins, Josephs DiRuzzo, heyrðist Peterson byssuhvellirnir eiga upptök sín fyrir utan skólabygginguna. Upphaflega hafði hann hins vegar fengið tilkynningu um að einhver væri að skjóta upp flugeldum á skólalóðinni. Þegar í ljós kom að um byssumann var að ræða ákvað Peterson að fara að öllum þeim reglum sem hann hafði lært í öryggisvarðanámi sínu, leitaði skjóls og lokaði skólanum. Þegar lögreglan mætti á vettvang sagði Peterson laganna vörðum að hann taldi að byssumaðurinn væri ekki inni í skólanum. Lögmaður hans segir að talstöðvasamskipti lögreglumanna staðfesti að eitt fórnarlamba Cruz lægi í blóði sínu á fótboltavelli skólans. Því hafi það verið rétt ályktun hjá Peterson, að mati lögmannsins, að fara fram á að skólanum og skólalóðinni yrði lokað.Leyfið mistök af hálfu lögreglustjóran Það væri þannig „bersýnilega ósatt“ að Peterson hafi sýnt heigulshátt í þessum aðstæðum sagði lögmaðurinn er hann beindi orðum sínum að Donald Trump. „Það skal enginn efast um það að herra Peterson hefði viljað gera allt sem í hans valdi stóð til að koma í veg fyrir sviplegt fráfall 17 fórnarlamba þann daginn. Hugur hans og hjarta er hjá fjölskyldum þeirra á þessum sorgartímum,“ er haft eftir lögmanni hans á vef breska ríkisútvarpsins.Öryggisvörðurinn sagði upp störfum í síðustu viku eftir að yfirmaður hans, lögreglustjórinn Scott Israel, sendi hann í launalaust leyfi. Lögmaður öryggisvarðarins segir að þar hafi lögreglustjórinn gert skyssu, einfaldað málið um of og ekki hugsað málið til enda. Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur gagnrýnt lögregluna og öryggisverði skólans opinberlega, nú síðast á blaðamannafundi í gær. Þar sagði forsetinn að hann „efaðist ekki um“ að hefði hann sjálfur verið á vettvangi þá hefði hann hlaupið inn í skólann, hvort sem hann væri vopnaður eða ekki. Ólíkt heiglinum Peterson. Bandaríkin Tengdar fréttir Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Vopnaði öryggisvörðurinn hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. Scot Peterson stóð fyrir utan skólann þegar byssumaðurinn Nikolas Cruz réðst til atlögu og myrti 17 samnemendur sína og kennara fyrr í þessum mánuði. Fyrir vikið hefur Bandaríkjaforseti kallað hann heigul og furðar Donald Trump sig á því að öryggisvörðurinn hafi ekki hlaupið inn í skólann þegar árásin stóð sem hæst. Að sögn lögmanns öryggisvarðarins, Josephs DiRuzzo, heyrðist Peterson byssuhvellirnir eiga upptök sín fyrir utan skólabygginguna. Upphaflega hafði hann hins vegar fengið tilkynningu um að einhver væri að skjóta upp flugeldum á skólalóðinni. Þegar í ljós kom að um byssumann var að ræða ákvað Peterson að fara að öllum þeim reglum sem hann hafði lært í öryggisvarðanámi sínu, leitaði skjóls og lokaði skólanum. Þegar lögreglan mætti á vettvang sagði Peterson laganna vörðum að hann taldi að byssumaðurinn væri ekki inni í skólanum. Lögmaður hans segir að talstöðvasamskipti lögreglumanna staðfesti að eitt fórnarlamba Cruz lægi í blóði sínu á fótboltavelli skólans. Því hafi það verið rétt ályktun hjá Peterson, að mati lögmannsins, að fara fram á að skólanum og skólalóðinni yrði lokað.Leyfið mistök af hálfu lögreglustjóran Það væri þannig „bersýnilega ósatt“ að Peterson hafi sýnt heigulshátt í þessum aðstæðum sagði lögmaðurinn er hann beindi orðum sínum að Donald Trump. „Það skal enginn efast um það að herra Peterson hefði viljað gera allt sem í hans valdi stóð til að koma í veg fyrir sviplegt fráfall 17 fórnarlamba þann daginn. Hugur hans og hjarta er hjá fjölskyldum þeirra á þessum sorgartímum,“ er haft eftir lögmanni hans á vef breska ríkisútvarpsins.Öryggisvörðurinn sagði upp störfum í síðustu viku eftir að yfirmaður hans, lögreglustjórinn Scott Israel, sendi hann í launalaust leyfi. Lögmaður öryggisvarðarins segir að þar hafi lögreglustjórinn gert skyssu, einfaldað málið um of og ekki hugsað málið til enda. Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur gagnrýnt lögregluna og öryggisverði skólans opinberlega, nú síðast á blaðamannafundi í gær. Þar sagði forsetinn að hann „efaðist ekki um“ að hefði hann sjálfur verið á vettvangi þá hefði hann hlaupið inn í skólann, hvort sem hann væri vopnaður eða ekki. Ólíkt heiglinum Peterson.
Bandaríkin Tengdar fréttir Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45
Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41
Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45