Aukin plútónframleiðsla Norður-Kóreu sögð ótengd friðarumleitunum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 28. júní 2018 10:16 Norður-Kórea getur enn pússlað saman kjarnorkuvopnum þó að tilraunasvæðið sé ekki virkt Vísir/Getty Gervihnattamyndir sýna að ekkert hlé hefur orðið á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu þrátt fyrir nýlegar friðarumleitanir. Enn er verið að auka getu til auðgun úrans og framleiðslu plútóns, sem þýðir að getan til framleiðslu kjarnavopna er í það minnsta óskert og fer sennilega vaxandi. Bandaríkjastjórn hefur sett algjöra kjarnorkuafvopnun sem skilyrði fyrir að aflétta viðskiptaþvingunum. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, tók í sama streng á leiðtogafundinum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Singapúr. Það hefur hins vegar lengi legið fyrir að Bandaríkin og Kim stjórnin skilgreina „algjöra kjarnorkuafvopnun“ með mismunandi hætti. Bandaríkjastjórn einblínir á vopnabúr Norður-Kóreu en þarlend stjórnvöld benda réttilega á að yfirgnæfandi meirihluti kjarnorkuvopna við Kóreuskaga eru bandarísk, meðal annars borin af kafbátum. Bandaríkjaher er einnig með umfangsmikla aðstöðu í Suður-Kóreu og Japan. Frá bæjardyrum Norður-Kóreu þarf að taka þetta allt með í reikninginn þegar talað er um algjöra kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Því var engu að síður tekið sem jákvæðu skrefi nú á dögunum þegar gervihnattamyndir sýndu að búið var að jafna við jörðu allar byggingar við einu kjarnorkutilraunastöð sem vitað er um í Norður-Kóreu. Svæðið virðist nú óvirkt. Það er hins vegar mikilvægt að gera greinarmun á eiginlegum kjarnorkutilraunum, þar sem raunveruleg kjarnorkusprengja er sprengd, og framleiðslu og þróun vopnanna. Þá er hægðarleikur að halda áfram að þróa og bæta þá tækni sem þarf til að framleiða kjarnavopn án þess að sprengja fleiri sprengjur. Sérfræðingar telja líklegt að vísindamenn í Norður-Kóreu séu búnir að læra mest allt sem hægt sé að læra af slíkum sprengingum hvort eð er og tilraunasvæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum eftir síðustu tilraunir. Nú sýna nýjustu gervihnattamyndir að enn er verið að stækka og betrumbæta kjarnorkuverið alræmda í Yongbyong. Það er uppspretta stórs hluta þeirra geislavirku efna sem notuð eru í vopnaframleiðslunni, þar á meðal plútóns. Sérfræðingar, sem greint hafa myndirnar, segja að búið sé að bæta við kælikerfi við kjarnakljúfinn sem framleiðir plútón. Þá hafa nokkrar nýjar byggingar risið á svæðinu. Fréttaskýrendur telja þó enga ástæðu til að tengja þessar framkvæmdir við nýjustu vendingar í friðarumleitunum. Kjarnorkuvísindamenn muni bara halda áfram að vinna sínu vinnu þar til þeir fái boð um annað að ofan. Ekkert slíkt boð sé hins vegar á leiðinni fyrr en einhver áþreifanlegur árangur náist í friðarviðræðum og því eðlilegt að kjarnorkuáætlunin haldi áfram um sinn. Það sýnir hins vegar einhug hinna fjársveltu stjórnvalda í Pyongyang að umfang áætlunarinnar er enn að aukast þrátt fyrir mikinn tilkostnað. Tengdar fréttir Neikvæður áróður Norður-Kóreu horfinn eins og dögg fyrir maísólu Áróður norður-kóreskra yfirvalda hefur tekið stakkaskiptum eftir friðarumleitanir síðustu vikna. 23. júní 2018 20:15 Halda áfram uppbyggingu kjarnorkuvers þrátt fyrir loforð um afvopnun Norður Kóreumenn halda áfram uppbyggingu kjarnorkuversins í Yongbyun. 27. júní 2018 14:45 Norður Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Gervihnattamyndir sýna að ekkert hlé hefur orðið á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu þrátt fyrir nýlegar friðarumleitanir. Enn er verið að auka getu til auðgun úrans og framleiðslu plútóns, sem þýðir að getan til framleiðslu kjarnavopna er í það minnsta óskert og fer sennilega vaxandi. Bandaríkjastjórn hefur sett algjöra kjarnorkuafvopnun sem skilyrði fyrir að aflétta viðskiptaþvingunum. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, tók í sama streng á leiðtogafundinum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Singapúr. Það hefur hins vegar lengi legið fyrir að Bandaríkin og Kim stjórnin skilgreina „algjöra kjarnorkuafvopnun“ með mismunandi hætti. Bandaríkjastjórn einblínir á vopnabúr Norður-Kóreu en þarlend stjórnvöld benda réttilega á að yfirgnæfandi meirihluti kjarnorkuvopna við Kóreuskaga eru bandarísk, meðal annars borin af kafbátum. Bandaríkjaher er einnig með umfangsmikla aðstöðu í Suður-Kóreu og Japan. Frá bæjardyrum Norður-Kóreu þarf að taka þetta allt með í reikninginn þegar talað er um algjöra kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Því var engu að síður tekið sem jákvæðu skrefi nú á dögunum þegar gervihnattamyndir sýndu að búið var að jafna við jörðu allar byggingar við einu kjarnorkutilraunastöð sem vitað er um í Norður-Kóreu. Svæðið virðist nú óvirkt. Það er hins vegar mikilvægt að gera greinarmun á eiginlegum kjarnorkutilraunum, þar sem raunveruleg kjarnorkusprengja er sprengd, og framleiðslu og þróun vopnanna. Þá er hægðarleikur að halda áfram að þróa og bæta þá tækni sem þarf til að framleiða kjarnavopn án þess að sprengja fleiri sprengjur. Sérfræðingar telja líklegt að vísindamenn í Norður-Kóreu séu búnir að læra mest allt sem hægt sé að læra af slíkum sprengingum hvort eð er og tilraunasvæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum eftir síðustu tilraunir. Nú sýna nýjustu gervihnattamyndir að enn er verið að stækka og betrumbæta kjarnorkuverið alræmda í Yongbyong. Það er uppspretta stórs hluta þeirra geislavirku efna sem notuð eru í vopnaframleiðslunni, þar á meðal plútóns. Sérfræðingar, sem greint hafa myndirnar, segja að búið sé að bæta við kælikerfi við kjarnakljúfinn sem framleiðir plútón. Þá hafa nokkrar nýjar byggingar risið á svæðinu. Fréttaskýrendur telja þó enga ástæðu til að tengja þessar framkvæmdir við nýjustu vendingar í friðarumleitunum. Kjarnorkuvísindamenn muni bara halda áfram að vinna sínu vinnu þar til þeir fái boð um annað að ofan. Ekkert slíkt boð sé hins vegar á leiðinni fyrr en einhver áþreifanlegur árangur náist í friðarviðræðum og því eðlilegt að kjarnorkuáætlunin haldi áfram um sinn. Það sýnir hins vegar einhug hinna fjársveltu stjórnvalda í Pyongyang að umfang áætlunarinnar er enn að aukast þrátt fyrir mikinn tilkostnað.
Tengdar fréttir Neikvæður áróður Norður-Kóreu horfinn eins og dögg fyrir maísólu Áróður norður-kóreskra yfirvalda hefur tekið stakkaskiptum eftir friðarumleitanir síðustu vikna. 23. júní 2018 20:15 Halda áfram uppbyggingu kjarnorkuvers þrátt fyrir loforð um afvopnun Norður Kóreumenn halda áfram uppbyggingu kjarnorkuversins í Yongbyun. 27. júní 2018 14:45 Norður Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Neikvæður áróður Norður-Kóreu horfinn eins og dögg fyrir maísólu Áróður norður-kóreskra yfirvalda hefur tekið stakkaskiptum eftir friðarumleitanir síðustu vikna. 23. júní 2018 20:15
Halda áfram uppbyggingu kjarnorkuvers þrátt fyrir loforð um afvopnun Norður Kóreumenn halda áfram uppbyggingu kjarnorkuversins í Yongbyun. 27. júní 2018 14:45
Norður Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31