Erlent

Halda áfram uppbyggingu kjarnorkuvers þrátt fyrir loforð um afvopnun

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Kjarnorkuverið í Yongbyun.
Kjarnorkuverið í Yongbyun. Vísir/EPA
Eftirlitshópurinn 38 North fullyrðir að Norður Kórea haldi áfram uppbyggingu á kjarnorkuveri sínu í Yongbyun þrátt fyrir fyrirheit um kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga. The Guardian greinir frá.

Hópurinn segir að af gervihnattamyndum að dæma megi sjá að tvær nýjar byggingar hafa risið við kjarnorkuverið og áætlað er að kælikerfi undir plútóníum hafi verið uppfært.

Kim Jong-Un leiðtogi Norður Kóreu hefur heitið því að stefna að kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans eftir leiðtogafund sinn með Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrr í mánuðinum. 

Margir hafa gagnrýnt það að enginn ítarlegur kjarnorkuafvopnunarsáttmáli hafi verið undirritaður og segir Jenny Town, einn forsprakka 38 North, að uppbyggingin í yongbyun undirstriki nauðsyn þess.


Tengdar fréttir

Fyrst vopnin, svo þvinganirnar

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea verði áfram beitt viðskiptaþvingunum þangað til að stjórnvöld ríkisins hafa sýnt fram á algjöra kjarnorkuafvopnun.

Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt

Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×