Erlent

Norður-Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum

Bergþór Másson skrifar
Kim Jong Un og Donald Trump.
Kim Jong Un og Donald Trump. Vísir / Getty

Norður-Kórea hefur ákveðið að hætta við hina árlegu mótmælagöngu þjóðarinnar gegn Bandaríkjunum. Talið er að þetta þýði að samband N-Kóreu og Bandaríkjanna hafi skánað síðan leiðtogar þjóðanna hittust í Singapúr á dögunum.

Sjá einnig: Norður-kóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt

Mótmælagangan er vanalega haldinn hvert ár í lok júlí á almennum frídegi Norður Kóreu, „Dags Sigurs Föðurlandsins.“ Markmið göngunnar er að mótmæla heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. 

Í fyrra gengu 100.000 manns í mótmælaskyni og var gangan haldin á Kim Il Sung torgi í höfuðborg Norður Kóreu, Pyongyang.

Talið er að áróður stjórnvalda Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum hafi minnkað töluvert eftir leiðtogafundinn í Singapúr.

42 mínútna fréttaútskýring varðandi hitting Trumps og Kim Jong Un var sýnd á ríkissjónvarpstöðinni og er talið að þá hafi margir Norður Kóreumenn séð andlit Trumps í fyrsta skipti á ævinni.


Tengdar fréttir

Allir hrósa sigri eftir fund aldarinnar

Kim Jong-un getur fagnað eftir fund sinn með Trump. Kínverjar fagna því að hugmyndum þeirra verði mögulega fylgt eftir en Íranar vara við sviksemi Donalds Trump.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.