Trump ætlar að náða meintan lekara á sama tíma og hann sakar Comey um leka Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2018 16:49 Libby var talinn hafa verið að verja yfirmann sinn Cheney þegar hann laug að saksóknurum um leka á nafni leyniþjónustukonu. Vísir/AFP Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti náði starfsmannastjóra fyrrverandi varaforseta sem var sakaður um að hafa lekið nafni leyniþjónustukonu og dæmdur fyrir meinsæri og lygar árið 2007. Á sama tíma sakar forsetinn fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI um að leka trúnaðarupplýsingum. Fréttirnar um væntanlega náðun Trump á Scooter Libby, starfsmannastjóra Dick Cheney, varaforseta George W. Bush, komu flestum að óvörum í dag. Libby var sakfelldur fyrir meinsæri, hindrun á framgangi réttvísinnar og fyrir að ljúga að alríkislögreglunni í tengslum við rannsókn á því hver lak nafni Valerie Plame, leyniþjónustukonu CIA, árið 2003. Lekinn á nafni Plame var talin hefnd í garð eiginmanns hennar, Joseph Wilson, fyrrverandi erindreka Bandaríkjastjórnar, sem hafði gagnrýnt Cheney fyrir að hunsa vísbendingar sem vefengdu gereyðingarvopnaeign Íraksstjórnar í grein í New York Times árið 2003. Libby var ekki ákærður fyrir sjálfan lekann. Sjálfur fullyrti hann að ætlun hans hafi aldrei verið að ljúga að yfirvöldum heldur hefði hann aðeins munað atburði öðruvísi en önnur vitni. Átta önnur vitni, þar á meðal embættismenn Bush-stjórnarinnar, báru vitni sem stangaðist á við framburð Libby. Bush mildaði 30 mánaða fangelsisdóm yfir Libby árið 2007 þannig að hann slapp við að sitja inni en neitaði honum um fulla náðun þrátt fyrir eindregnar óskir Cheney, að sögn New York Times. Málið er sagt hafa eyðilagt samband Bush og Cheney.Það féll í skaut James Comey að skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka lekann eftir að John Ashcroft, þáverandi dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan.Vísir/AFPComey skipaði sérstaka saksóknarann Mál Libby hefur óbeina tengingu við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem Trump réðst harkalega að á Twitter í dag. Æviminnigabók Comey er væntanlega á þriðjudag og hafa fjölmiðlar birt hluta af harðri gagnrýni hans á forsetann í dag. Trump tísti um að Comey væri „lekari og lygari“ og kallaði hann „óþokka“. Comey skipaði sérstakan saksóknara sem rannsakaði lekann á nafni Plame á sínum tíma en Comey var þá aðstoðardómsmálaráðherra. Ýmsir repúblikanar hafa talið Libby fórnarlamb saksóknarans sem hafi farið fram með offorsi. Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, endurtók það þegar fréttamenn spurðu hana í dag. Conway neitaði því þó að náðun Libby þýddi að Trump ætlaði sér að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem stýrir rannsókninni á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld. Mueller var skipaður eftir að Trump rak Comey í maí í fyrra vegna Rússarannsóknarinnar. Hún vildi heldur ekki staðfesta að Trump ætlaði sér að náða Libby. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti náði starfsmannastjóra fyrrverandi varaforseta sem var sakaður um að hafa lekið nafni leyniþjónustukonu og dæmdur fyrir meinsæri og lygar árið 2007. Á sama tíma sakar forsetinn fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI um að leka trúnaðarupplýsingum. Fréttirnar um væntanlega náðun Trump á Scooter Libby, starfsmannastjóra Dick Cheney, varaforseta George W. Bush, komu flestum að óvörum í dag. Libby var sakfelldur fyrir meinsæri, hindrun á framgangi réttvísinnar og fyrir að ljúga að alríkislögreglunni í tengslum við rannsókn á því hver lak nafni Valerie Plame, leyniþjónustukonu CIA, árið 2003. Lekinn á nafni Plame var talin hefnd í garð eiginmanns hennar, Joseph Wilson, fyrrverandi erindreka Bandaríkjastjórnar, sem hafði gagnrýnt Cheney fyrir að hunsa vísbendingar sem vefengdu gereyðingarvopnaeign Íraksstjórnar í grein í New York Times árið 2003. Libby var ekki ákærður fyrir sjálfan lekann. Sjálfur fullyrti hann að ætlun hans hafi aldrei verið að ljúga að yfirvöldum heldur hefði hann aðeins munað atburði öðruvísi en önnur vitni. Átta önnur vitni, þar á meðal embættismenn Bush-stjórnarinnar, báru vitni sem stangaðist á við framburð Libby. Bush mildaði 30 mánaða fangelsisdóm yfir Libby árið 2007 þannig að hann slapp við að sitja inni en neitaði honum um fulla náðun þrátt fyrir eindregnar óskir Cheney, að sögn New York Times. Málið er sagt hafa eyðilagt samband Bush og Cheney.Það féll í skaut James Comey að skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka lekann eftir að John Ashcroft, þáverandi dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan.Vísir/AFPComey skipaði sérstaka saksóknarann Mál Libby hefur óbeina tengingu við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem Trump réðst harkalega að á Twitter í dag. Æviminnigabók Comey er væntanlega á þriðjudag og hafa fjölmiðlar birt hluta af harðri gagnrýni hans á forsetann í dag. Trump tísti um að Comey væri „lekari og lygari“ og kallaði hann „óþokka“. Comey skipaði sérstakan saksóknara sem rannsakaði lekann á nafni Plame á sínum tíma en Comey var þá aðstoðardómsmálaráðherra. Ýmsir repúblikanar hafa talið Libby fórnarlamb saksóknarans sem hafi farið fram með offorsi. Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, endurtók það þegar fréttamenn spurðu hana í dag. Conway neitaði því þó að náðun Libby þýddi að Trump ætlaði sér að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem stýrir rannsókninni á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld. Mueller var skipaður eftir að Trump rak Comey í maí í fyrra vegna Rússarannsóknarinnar. Hún vildi heldur ekki staðfesta að Trump ætlaði sér að náða Libby.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30
Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35
Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45